2.9.2023 | 20:34
"Komment" í eigin persónu og óvænt kjötsúpuheppni
Heimsfrægð Mosa hefur varla fram hjá bloggvinum mínum, eða þegar ég skellti ljósmynd af honum að prófarkalesa og með sjóinn minn í baksýn, inn á Fb-síðuna View from YOUR window. Myndin fékk ótrúlega mörg læk og yfir þúsund athugasemdir. Ein athugasemdin, eða bandaríska konan sem skrifaði hana, mætti svo í heimsókn til mín í dag ásamt vinkonu sinni. Þær voru á leið til Borgarness og gista þar í tvo daga. Báðar eru nú sjúkar í flatkökur með hangikjöti, sérstaklega Anne mín en Sue, vinkona hennar, virtist líka ansi hrifin. Anne ætlar að taka hangikjötsálegg með út til Maryland, og auðvitað flatkökur.
Ég bauð þeim upp á allt það íslenskasta sem ég fann; kleinur, flatkökur, hangikjötsálegg, grafinn lax, graflaxsósu, Myllu-fransbrauð til að rista, þrjár tegundir af osti, chili-sultu, malt og appelsín, bingókúlur og Hraun. Ég hefði bakað pönnukökur líka (eigin uppskrift) ef nýleg pönnsupannan mín væri ekki ómöguleg þar sem ég kann ekki að steikja hana til. Festist allt við alltaf, óþolandi.
Inga kom líka, að sjálfsögðu, og gerði allt enn skemmtilegra eins og vanalega. Ann og Sue fannst pínku fyndið að við værum vinkonur, alla vega vegna þess að önnur elskar til dæmis að ganga og sú gönguglaða fer í ferðalög til furðulegustu landa eins og Íraks (um páskana í fyrra), Víetnam, Madeira og annarra ógeðslega heitra pöddulanda. Ég ferðast vissulega líka, reyndar til ansi spennandi staða, eins og Seattle (Conway, Liverpool og bráðum Glasgow, sigldi um Karíbahafið 2018 (í svaðalegum hita reyndar). Finnland er sennilega einn mest ögrandi staður sem ég hef heimsótt ... út af reiðum geitungi sem- æ, skiptir ekki máli.
Inga viðraði okkur eftir gott spjall og mikinn hlátur, og við byrjuðum á að kíkja niður á vita. Eftir breytingarnar þar er ógeðslega langt að ganga þangað frá bílastæðinu (enn lengra í roki og rigningu) og þær nenntu ekki að vitanum (skiljanlega þótt ég segði þeim að Hilmar vitavörður væri æði). Næst kíktum við á brjálað brimið að norðanverðu, hjá skipasmíðastöðinni gömlu, svo í galleríið hans Bjarna Þórs þar sem Ásta hans tók vel á móti gestum, eins og vanalega á laugardögum. Okkar konum þótti frábært að fá að skoða sig þar um. Ekki var gleðin minni að fá að sjá antíkskúrinn þar sem Anne keypti bæði dúk (800 kr.) og litla mjög sæta diska (1.200). Ég keypti tvö föt (ekki fatnað) undir kartöflur og uppstúf um jólin, í stíl við matarstellið mitt fína sem ég fékk þar. Að síðustu skoðuðum við byggðasafnið okkar og vorum það seint á ferðinni að ljúfi maðurinn í afgreiðslunni sagðist ekki hafa brjóst í sér til að rukka okkur, tæpur hálftími í lokun. Við þutum frekar hratt í gegn, hlustuðum ekki á fræðslu og upplýsingar í tækinu sem hver og ein fékk, það bíður þar til næst þegar við mætum tímanlega. Það var samt ótrúlega gaman að hraðskoða allt. Þetta er mjög flott safn og góð sýning. Anne talaði um hvað henni fyndist gaman að fara á íslensk söfn (þetta er ekki fyrsta ferð hennar hingað) því þar væru svo góðar upplýsingar og skýringar á öllu, vandað mjög til verka, sagði hún, mér til mikils monts. Þær voru einstaklega ánægðar að hafa fengið leiðsögn um Akranes, þeim leið eins og við hefðum farið með þær á spennandi leynistaði.
Mynd: Frá vinstri: Anne, Sue og Inga.
Þær hafa orðið varar við andúð á erlendu ferðafólki í Reykjavík, að túristar fylli allar íbúðir svo Íslendingar hafi ekki húsaskjól en ég leiðrétti það snarlega:
Ferðamenn (1,5 milljón á ári) eru algjörlega saklausir, líka erlent fólk sem komið er til að vinna hér (17.000 í fyrra), einnig er Reykjavíkurborg saklaus þótt byggt sé of lítið, eins Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður ... sökudólgarnir eru hælisleitendur (3.000) ...
Vinkona mín frá Litháen sagði mér nýlega frá góðum sið í heimalandi hennar. Skólarnir hófust í gær og hver einasti nemandi mætti með blóm (vönd eða eina rós eða sólblóm) og færði kennara sínum. Í október verður svo Dagur kennara og þá verður þetta endurtekið. Mjög til fyrirmyndar, kennarar eiga þetta skilið og miklu meira en það.
Ótrúlegt hvernig heppnin getur elt mann ... tengdasonur vinkonu minnar eldar stundum kjötsúpu ofan í fjölskylduna en getur ómögulega haldið stillingu svo súpan dugir ofan í tuttugu manns. Konan hans er ekki hrifin af kjötsúpu og krakkarnir nenna ekki að borða hana marga daga í röð - svo vinkona mín bjargaði súpurestinni í gær, kom áðan með vænan skammt handa mér svo ég þarf ekki að borða afganga af flatkökum með hangikjöti eða ristað brauð með graflaxi og graflaxsósu í kvöldmatinn. Eldi hann sem oftast og bjargi tengdamóðir hans restum sem oftast. Er mér of sjaldan boðið í mat? Játs. Er ég sjálf dugleg við að bjóða fólki í mat? Well, sko, uuu, neee, eiginlega ekki.
Mynd 3: Flott terta.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 4
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 383
- Frá upphafi: 1525914
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 347
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.