14.9.2023 | 18:08
Örlagaríkar setningar og rokkhjarta í molum
Ótrúlega fá, raunar allt of fá, ár eru síðan ég fór að meta ljóðlist að einhverju ráði, gæti verið að utanbókarstagl í skóla hafi gert mig og pottþétt fleiri fráhverfa ljóðum. Svo eitt árið barst mér í hendur ljóðabók eftir Ingunni Snædal og varð ekki söm eftir það. Ekki mjög löngu seinna féll ég fyrir ljóðum Þórdísar Gísladóttur ... Ég hef ekki verið dugleg að kaupa mér ljóðabækur, gríp helst ódýra krimma handa mér en hef þó stundum gefið ljóð í jólagjöf, ljóðelskum vinum. Svo var mér eitt sinn næstum fleygt út úr strætó á leið í Garðabæ af því að ég veinaði úr hlátri ... yfir ljóðabók eftir Bjarka Karlsson. Þurfti þá í alvöru að troða upp í mig treflinum og loka bókinni, ámátleg kveinin (hlátur sem reynt er að bæla niður) voru farin að vekja athygli viðstaddra.
Ég er alls ekki sú besta í ensku, rétt fær til að spjalla þótt mig vanti oft orð, og lesa Stephen King og Dean Koontz. Það tók mig ansi mörg ár að uppgötva að það væru engir dýralæknar í hernum, eins og ég hef sagt frá áður (ruglaðist á: fyrrum hermaður / dýralæknir) og svo orðið hika sem ég las eitt sinn í frekar lélegri hryllingssögu þar sem allt var svo spúkí að enginn gat talað heila setningu án þess að hika nokkrum sinnum, við að lesa þá bók lærði ég hvað hesitate þýðir.
Svo fór Facebook að ota að mér ljóðum á ensku ... og nú þegar fylgi ég þremur ljóðasíðum sem eru ágætar. Sum ljóðin eru nú samt kvót í eitthvað sem einhver frægur hefur kannski sagt, well ... en sumt af þessu enska dæmi hittir nokkuð vel í mark. Næst þegar ég lendi í ástarsorg mun ég örugglega finna þarna mikla huggun, er ég viss um. Held að ís og átakanlegar bíómyndir nægi ekki alltaf.
Hér er eitt sem ég sá reyndar á hannyrðasíðu og á alltaf við: Sometimes you just need to sit on the couch and crochet for a couple of years ... (Hvað ætli ég hafi setið oft og lengi í sófanum og heklað?)
Og þetta: If you love someone, set them free. If they come back, it means nobody else liked them. Set them free again.
Ég sé mikið eftir að hafa ekki tekið skjáskot af einni setningu sem hrærði í kollinum á mér og varð sennilega til þess að ég komst að niðurstöðu. Nú hef ég t.d. hætt að láta eins og allt sé eðlilegt í vissum óeðlilegum kunningsskap, áður ágætum vinskap. Ég sleppti hreinlega takinu og sárindunum, og veit að viðkomandi tekur ekkert eftir því, en nú er mér sama. Reyndar, ef ég hefði rætt þau mál við afar ráðagóða vinkonu veit ég að útkoman hefði orðið sú sama. Töfrasetning á Facebook varð bara á undan.
En ... ég lofa staðfastlega að fara ekki að tala í ljóðum, kvótum og klisjum, finnst þó líklegt að ég birgi mig upp af ljóðabókum og njóti í lægðunum í vetur.
Nokkrar töfrasetningar hafa komið inn í líf mitt og opnað augu mín, orsakað góðar breytingar, m.a. eflt tískuvitund mína. Ég er innilega þakklát fyrir þær allar. Hér eru þær helstu:
- Þú ert sem sagt þessi leiðinlega fylgikona sem gerir engar kröfur? (tengt ástum, sorgum og örlögum á síðustu öld)
- Úps, Gurrí, það eru allir hættir að ganga í steinþvegnum gallabuxum.
- Það er aldrei of seint að hætta að reykja.
Sjálf er ég langt frá því að vera fullkomin eða frábær þegar kemur að vinskap, er mjög ódugleg við að hringja í fólk og hitta, sérstaklega síðustu árin og jafnvel vel áður en ég fór að vinna alveg heima (2017), ég var komin svo nálægt kulnun sem ég áttaði mig á löngu seinna. Ég fann t.d. engan mun á lífi mínu í samkomubanninu, hef skiljanlega enn ekki smitast af covid (1-17-20) en sjáum hvað Glasgow gerir eftir mánuð. Ef ég væri ögn félagslyndari ... þá væri eflaust einhver sem ég gæti beðið um að koma með mér á útgáfutónleika Skálmaldar í Háskólabíói annað kvöld - en mér dettur enginn í hug! Hugsa að ég verji því kvöldi í að horfa á Barbie í sjónvarpinu hjá Hildu, vissulega alsæl og spennt fyrir myndinni ... en samt, rokkhjartað er í molum.
Ég verð bara að lifa á gamalli ofsaheppni:
Gamall samstarfsmaður og vinur hringdi: - Fékkstu miða á Rammstein?
-Nei, því miður, ég náði ekki í gegn, allt uppselt, sagði ég.
-Ég er með aukamiða á seinni tónleikana, vinkona mín kemst ekki, kemurðu ekki bara með mér? spurði hann.
-JÚ!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 5
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 539
- Frá upphafi: 1525852
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.