18.9.2023 | 18:01
Daður í finnska básnum ...
Þjóðahátíð var haldin á Akranesi í gær og var afskaplega skemmtileg. Allra þjóða kvikindi nánast; Ísland, Finnland, Afganistan, Indland, Pólland, Kanada, Litháen, Ekvador, Úkraína, Kína ... og fleiri og fleiri. Flestir gáfu matarsmakk. Forseti bæjarstjórnar hrósaði indverska karríinu en kvað það ansi sterkt. Það var allt saman satt og rétt hjá honum. Mikill fjöldi gesta en fólkið í básunum hvers lands kom þó flest af höfuðborgarsvæðinu, samt ágætt.
Kona og ungur maður sátu í finnska básnum.
-Hissi, heilsaði ég góðlátlega. Þau störðu, samt er þetta finnskt orð. -Hissi er sko finnska orðið yfir lyftu, útskýrði ég fyrir þeim til að róa þau.
-Ég kann líka að segja Ég elska þig á finnsku, sinúa rakasta-eitthvað, bætti ég við. (Ef maður býr yfir tungumálakunnáttu á maður að nota hana!)
-Minä rakastan sinua, sagði ungi maðurinn glaðlega.
-Takk, sömuleiðis, sagði ég á móti. Ég átti ekki átt von á daðri þennan dag en svona eru bara útlendingar.
Ég veit auðvitað ekkert hvert þetta hefði leitt ef ég hefði ekki tekið eftir einu mjög undarlegu á borðinu hjá þeim. Þarna var vissulega uppáhaldið mitt, Karelian, einhvers konar brauðmeti (rúgmjöl, hafragrautur og fleira?) sem lítur út eins og gamall sauðskinnskór en er alveg rosalega gott með eggjadæmi sem er harðsoðin, söxuð egg, eggin voru þarna en líka hálft Ljóma-smjörlíkisstykki.
-Til hvers er þetta? spurði ég kurteislega, forvitni mín var einlæg, var finnski básinn kannski í boði Ljóma? En af hverju sást það þá ekki betur?
-Ef einhver vill smjör á karelian-ið, svaraði konan alveg jafneinlæg. Þau fengu kennslustund í muninum á smjörlíki og smjöri ofan á brauð og þeim var eiginlega skemmt. Hversu lengi ætli þau hafi talað um hversu smjörið á Íslandi væri vont ... Ljóma er fínt í bakstur og eflaust miklu betra ofan á brauð en júgursmyrsl, eins og amerísk kona keypti eitt sinn sem smjör og var ekki hrifin ... Af hverju keypti hún júgursmyrsl? Jú, af því að það var mynd af kú framan á dósinni.
Karelian eru kannski svipað hjá Finnum og flatkökur eru hjá okkur, og ég varð smám saman virkilega hrifin af þessum rétti þegar ég fór í kórferð til Finnlands á síðustu öld. Í lyftunni á Hótel Tampere stóð Hissi, og þá og þannig lærði ég finnska orðið mitt. Kórinn minn (Kór Langholtskirkju) fór til Finnlands og söng við vígslu tónlistarhússins flotta í Tampere. Mig minnir að Matti heitinn, finnskur vinur Önnu vinkonu, hafi búið í Tampere, ég hitti hann alla vega einhvers staðar í Finnlandi. Ég bað hann um uppskriftina að Karelian sem hann sendi mér í tölvupósti. Það var eitthvað á borð við: Þú þarft að nota hveiti, salt, vatn ... og eitthvað fleira, ekkert hve mikið af hverju, aðferð eða nokkuð. Ég þarf að finna gömlu Vikuna sem uppskriftin að karelian er í eða tala við Ritvu mína. Mig langar heilmikið að prófa sjálf að gera svona. Ekki er óhollustunni fyrir að fara þarna, sýnist mér.
Bakverkir fara mjög svo minnkandi. Rúmið nýja er þægilegasti staður heimilisins, hvort sem það er umbúið með rúmteppi sem ég ligg þá ofan á, eða tilbúið til svefns og það allt, svo ég áttaði mig á því að bakverkirnir minnkuðu ekki ef ég lá of lengi þar - sem er ekki hollt, ég fer stundum fáránlega snemma upp í til að lesa, í stað þess að liggja og glápa á sjónvarpið, eða með bók, svo ég er farin að stilla klukkuna á rúmlega 9 (9.50) og fer þá fram úr, sama hversu seint ég sofnaði. Bakverkurinn stöðugi og tryggi er nánast horfinn.
Glasgow-ferðin nálgast, við förum út seinnipart októbermánaðar, ég og stráksi og Hilda og hennar stráksi. Við nennum alls ekki að hanga endalaust í búðum en mögulega kaupi ég einhverjar jólagjafir þar, gott að vera búin snemma að því, en mér skilst að borgin sé virkilega skemmtileg, margt að skoða og gera. Það er ekki gaman að hafa allt svo skipulagt í tætlur að ekkert ráðrúm gefist fyrir nokkuð óvænt, svo við verðum róleg í tíðinni. Eitt sinn fór ég í fróðlega og bráðskemmtilega blaðamannaferð til Þýskalands. Móttökurnar voru dásamlegar, en hver einasta mínúta dagsins, frá morgni og fram eftir kvöldi, var skipulögð út í ystu æsar. Búðin á móti hótelinu ... ég ætlaði að kaupa búnt af sokkum á góðu verði þar, en ég var alltaf farin út áður en hún opnaði og þegar ég kom til baka var búið að loka. Ég náði að skrifa nokkrar greinar um dásemdir Þýskalands ... en þar fór ég einmitt að æsispennandi fótboltaleik á milli Stuttgart og Munchen Gladbach (rétt skrifað?). Þarna í Stuttgart mundu allir eftir Ásgeiri Sigurvinssyni og á leiknum var sýnd fræg hjólhestaspyrna hans í einhverjum leik síðan í gamla daga, eða áður en ég fékk áhuga á fótbolta fyrir alvöru.
Neðri myndirnar tvær sýna hversu stærðfræði er dásamleg.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 26
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 685
- Frá upphafi: 1525845
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 620
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.