11.10.2023 | 22:24
Vonandi ekki berdreymin ...
Hannyrðaklúbburinn minn hugumstóri, Hekls Angels, hélt sinn fyrsta fund í dag eftir langa mæðu, eða síðan fyrir covid ... og það var svo gaman. Lítið heklað, mikið talað og sérlega góðar vöfflur með heimagerðri, geggjaðri jarðarberjasultu snæddar með bestu lyst. Myndin tengist móttökunum sem við Bára fengum í dag en óbeint þó.
Það var ansi hamingjusöm kerla sem kom við í Einarsbúð á leiðinni heim til að kaupa engjaþykkni með nóakroppi ... fyrir stráksa sko ... og fleiri nauðsynjar, nógu léttar til að geta borið þær upp á Kirkjubraut, á strætóstoppistöðina rétt hjá spítalanum. Í strætó áttum við stráksi nefnilega stefnumót, vel tímasett, hann að koma úr matarboði og ég þurfti sárlega aðstoð hans við að bera vörurnar upp stigana. Hlaupameiðsl mín síðan á laugardag voru ekki jafnmikil og ég hafði óttast. Til öryggis gekk ég löturhægt heim til Gunnu skömmu fyrir klukkan þrjú, það er ögn lengra en í Einarsbúð, til að hlífa áverkunum eftir mögulegt næstum hásinarslit eftir óþörf hlaup laugardagsins. Ég verð orðin sallafín eftir örfáa daga.
Svo er vitlausu veðri spáð á morgun, fimmtudag, og mér finnst jaðra við happdrættisvinning að þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr, fer bara að brjóta saman þvott og sinna alls konar húsverkjum, vei! Eftir örfáar vikur, eða um mánaðamótin, breytist þó allt og ég fer að vakna um miðjar nætur (upp úr sjö), hætta mér út í kannski hálku og stórhríð og það í boði Símenntunar Vesturlands. Algjört HÚRRA fyrir því! Afskaplega skemmtilegt og gefandi að kenna útlendingum íslensku. Ég kem úthvíld og hress í þetta strax eftir Glasgow-ferðina.
Vonandi er ég ekki berdreymin ... eina nóttina fyrir skömmu fannst mér koma ótrúlega stór jarðskjálfti þar sem ég var stödd heima hjá mér í Himnaríki. Húsið lék á reiðiskjálfi en það brotnaði ekki ein rúða og ekkert skemmdist þrátt fyrir mikið rugg. Það var nú gott að ekkert brotnaði, sagði draumspakur ættingi minn en ég veit hreinlega ekki hvað hann (reyndar hún) myndi segja við næsta draumi, fyrir örfáum dögum, en þá datt Himnaríki alveg á hliðina í risaskjálfta en engan sakaði, það var fólk hjá mér og allir rólegir yfir þessu, rúður brotnuðu ábyggilega en allir stóðu á fótunum, ég þar með talin, á meðan húsið liðaðist í sundur og fór á hliðina. (Draumspakir vilja meina að húsið manns í draumi sé maður sjálfur, líkami okkar, og þá er ég að hruni komin núna! Undirmeðvitundin að reyna að láta mig vita að ég sé í klessu án þess að átta mig á því?)
Það sem ég held er að ég sé enn að venjast nýja RB-rúminu og áhrifum þess á daglegt (nætur)líf mitt. Nokkrum sinnum hef ég fundið hristing sem er síðan ekki jarðskjálfti, heldur köttur að hreyfa sig, sennilega stökkva upp í til mín. Eina nóttina vaknaði ég við jarðskjálfta, mjög stóran (ég finn bara þá sem eru yfir 4 að stærð, frá Reykjanesskaga) og fór beint í símann, kíkti á vedur.is, valdi jarðhræringar og beið eftir uppfærslu Veðurstofu Íslands - sem kom svo aldrei. Þetta var bara köttur ...
NEMA Veðurstofan sé farin að slaka á kröfum til starfsfólksins? Sem er ótrúlegt. En ég trúi svo sem ýmsu eftir að Broddi Broddason hætti hjá RÚV, til dæmis því að jarðskjálftar séu þaggaðir niður af því að Broddi hætti og enginn finnist sem getur róað þjóðina eins og hann ... Það skyldi þó ekki vera? Og kettirnir mínir þá sárasaklausir.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 122
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 1525653
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.