15.10.2023 | 16:44
Ósvífið netsvindl og enn eitt samsæri stjórnvalda
Heilmikil vandræði hafa hlotist af því að finna ekki nógu skemmtilega bók til að hlusta á og því hefur Himnaríki fyllst af drasli. Vissulega stórlega ýkt en nokkurt þvottafjall af hreinum og ósamanbrotnum fötum hafði safnast upp, í tveimur körfum ... leiðinlegasta húsverkið, eins og það er gaman að þvo.
Ég hef lesið hverja einustu bók sem hefur komið út á íslensku um Jack Reacher (eftir Lee Child) og í örvæntingu minni setti ég á söguna Ekki snúa aftur - sem voru reyndar ekki skilaboð til þvottarins sem snýr eilíflega aftur, aftur og aftur. Vel lesin (Hinrik), vel þýdd (Jón) ... nema eitt sem ég geri athugasemd við, sennilega sem merkúr í meyju (sem Fúsi frændi segir að sé það eina sem bjargi mér). Það vita ekkert allir að stærðin á Jack, 6,4 fet í bókunum sé í raun 1,95 m. Það kemur reyndar fram víða að maðurinn sé ansi hávaxinn, en er hann 2,11 m, 1,85 m eða eitthvað annað? Það á að íslenska svona stór smáatriði, finnst mér. Tæpir tveir metrar myndi líka virka. Stærðareiningar eru svolítið flóknar, ef koma fram lýsingar á stærð landsvæðis, ferkílómetrar eitthvað, segir það mér ekki neitt. Eða hektarar ... en það sem ég hef þurft að nota í lífinu, millilítrar, sentimetrar og desílítrar, það kann ég. Líka algebruna úr landsprófi.
Þegar 20 fet voru eftir ... (úr bókinni) segir mér ekkert, Google kveður það vera sex metra sem auðveldar mér að sjá umhverfið fyrir mér og hvernig Reacher bregst við, er þetta of þröngt fyrir mann sem er 1,95 á hæð? Mörg er lesandans raunin. Mögulega hefur Lee Child sagt: Þið megið þýða allt í bókinni yfir á íslensku nema nöfn fólks og staðarheitin, og já, stærðareiningar vil ég líka hafa upp á amerísku, sorrí.
Með því að hlusta á frábæra sögu af flotta hörkutólinu í símanum mínum sem fylgir mér eftir þörfum um Himnaríki, hef ég gert eldhúsið fínt, tekið úr uppþvottavél, sett það sem var í vaskinum í hana, tekið tvær kommóðuskúffur í gegn og sett fatnað poka til að gefa Rauða krossinum ... Já, og fyrsta þvottavélin af þremur mallar inni á baði. Það varð nefnilega einhver framlenging á magapestinni sem ALLIR bloggvinir mínir VISSU að væri uppgerð til að sleppa við gönguferð á álfaslóðum í fyrradag. Pestin angraði mig allan gærdaginn og það þurfti ekki nema einn og hálfan dag til að allt færi nánast í rúst. Vaknaði síðan alveg eldspræk klukkan tíu í morgun - en ekki samt dirfast að bjóða mér í gönguferð. Þvílík mildi og heppni að hafa átt frosna kjötsúpu sem hægt var að hita í gær, aðallega fyrir stráksa, kjötsúpu sem ég hef minnst á áður að tengdasonur nokkur hafi eldað í óhóflegu magni og tengdamóðirin bjargað - og fyrir mildi örlaganna endaði góður skammtur hjá mér og helmingurinn í frysti. Annar í kjötsúpu var í hádeginu í dag. Allir segja að upphituð sé hún best. Því oftar, því betra. Sennilega of þjóðlegur matur til að ég sé ofboðslega sólgin í hann. Enn brennd eftir hroðalega bernsku í matarmálum. Kjötsúpa er nú samt ágæt, aldrei þó eins góð og í gær með svangan strák sem nennti alls ekki út til að kaupa sér eitthvað gott. Það var að verða svolítið Oliver Twist-legt ástandið þar til ég gáði í frystinn. Næsta hefði verið að hringja í Galito og panta sem ég held að draumar stráksa hafi snúist svolítið um. Ekki núna, sagði ég miskunnarlaus.
Nýjasta gabbið hjá netglæpafólki er að þykjast vera island.is og biðja fólk um að staðfesta einkenni sitt með rafrænum skilríkjum. Ég er ekki nógu klár í glæpum til að vita hvernig nákvæmlega hægt er að nýta sér það, en það auðveldar ábyggilega rán á peningum. Í gamla daga þurftu ræningjar að rota fólk og stela af því veskinu. Miklu meira vesen fyrir þá og rosaleg hætta á að aðrir kæmu til hjálpar - svo gat enginn vitað hvort sá eða sú rotaða væri með peninga á sér.
Þá var nú betra að ræna bankana ... sem er hætt í dag, held ég. Þessi með fjaðrandi göngulagið og útstæðu herðablöðin (Útvegsbanki í Breiðholti, munið) er ábyggilega sestur í helgan stein. Ég held að bankarnir hafi lengi haldið uppi tölvuvísindafólki til að finna upp tækni til að ræningjar myndu frekar ráðast á viðskiptavini bankanna svo að sjálfir bankarnir slyppu við grímuklædd ófétin sem engu eirðu. Þeir sem síðan féllu fyrir vel eða illa gerðu gabbi sætu eftir með sárt ennið og bankarnir (með belti, snæri, súrefni og axlabönd) segðu bara: Við höfum varað ykkur við tölvusvikum, þið verðið bara að passa ykkur sjálf, bera ábyrgð.
Stutt er í að við kíkjum á krúttlegt kettlingamyndband í sakleysi okkar og hviss, bang, bankainnstæðan horfin. Einhver nógu snjall eða snjöll finnur upp á því fyrr en síðar. Bara hér í himnaríki er ég ekki óhult. Fyrr í dag hafði nýjasti fb-vinur minn (síðan í gær) samband á spjallinu og spurði hvað ég segði gott, hvort ég væri ekki hress. Hann hlýtur að vita að Facebook er ekki Tinder svo hann er netsvindlari. Mér finnst reyndar ekki sérlega gaman að spjalla á messenger, sérstaklega ekki í gemsanum, nema eitthvað sérstakt sé, erindi eða long time no seen-samtal og þá á eðlilegum tíma þegar ég er ekki við það að fara í háttinn og lesa spennandi bók í friði fram á nótt.
Þegar þannig stendur á verð ég eins og bankarnir og opinberar stofnanir; nenni ekki fólki. Er mögulega hægt að nota gervigreind til að svara aðdáendum sem gætu verið netglæpónar?
Ég veit varla hverju ég á að svara karlinum, ef ég svara. Segi ég Allt gott? Eða Allt vont? Sníki ég af honum fé? Set ég nýlega hrukkumynd af mér á Facebook? Ef þetta er nú bara einhver dásamlegur karl sem langar bara að spjalla við svona líka sæta konu? En hversu margir nýlegir öreigar hafa mögulega haldið slíkt um svikarana sína?
Það er vandlifað. Eða kannski ekki. Drengurinn kláraði alla kjötsúpuna í hádeginu, ég var orðin svöng, ætlaði að fara að fá mér skyrdós þegar dásamlega nágrannakonan mín hafði samband, sú sem eignaðist barnið (Alexander) nú í september, og hún er á leiðinni með mat handa mér. Sýrlenskan, sjúklega góðan (sjá mynd) sem maðurinn hennar eldaði ... en hann er góður kokkur, afar hrifinn af chili svo uppsafnaður bjúgur himnaríkis, ekki svo mikill núna en samt, gufar upp. Skrambi gott líka að geta nöldrað í stráksa með stæl, Manstu, fernur eiga að fara í pappa-bréfpokann! og síðan gæti ég blásið eldi út um munninn til að leggja sérstaka áherslu á orð mín.
Annars heyrði ég nýlega að viss hópur fólks ætli ekki að flokka ruslið sitt því flokkun væri bara enn ein leið yfirvalda til að ná fullkomnum yfirráðum yfir okkur.
Ég sé fyrir mér leynilegar skýrslur stjórnvalda: Handtökin af haugunum og heim. Ríkjum með ruslflokkun. Stjórnum í gegnum sorpið ... Ég er reyndar sjálf orðin hundleið á þessum eilífu boðum og bönnum. Það má ekki stela úr búðum, það er bannað að fara yfir á rauðu ljósi, má ekki heita Nutella, ekki pissa úti, ekki girnast náunga þinn ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 122
- Sl. sólarhring: 138
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 1525653
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.