Samviskubit eftir símtal ...

ringRisaeðlusíminn minn hoppaði reiðilega á skrifborðinu í morgun sem vissi ekki á gott. Ein af systrum mínum var í símanum, átti brýnt erindi við mig og virtist örg. 

„Meiri apakötturinn sem þú getur verið!“ hreytti hún út úr sér án þess að heilsa. Ég starði á símann, jú, þetta var kurteisa systir mín, sú sem biður rykið afsökunar um leið og hún þurrkar af. Ef ég var apaköttur í hennar huga hlaut ég að hafa gert eitthvað ófyrirgefanlegt. Áður en ég gat stunið upp: Spegill, hélt hún áfram:

„Þessi maður sem þú ákvaðst af heimsku þinni í gær að væri netbófi af því að hann spurði þig kurteislega hvernig þú hefðir það, ertu með öllum mjalla? Hver gerir eiginlega slíkt?“

Loks komst ég að: „Já, en hann var ókunnugur og ekkert endilega íslenskur þótt hann bæri íslenskt nafn, svindlarar vinna svona - ef hann er meinlaus þá er þetta ekki rétta aðfer-“

„Ef þú ætlar einhvern tímann að ganga út þarftu virkilega að hugsa þig um hvernig þú ferð með karlmenn, sama hvaða aðferðum þeir beita við að næla í þig, svindli eða svínaríi. Svaraðu þessum manni og segðu honum að þú hafir það fínt, spurðu hann svo hvernig hann hafi það! Svoleiðis gerir almennilegt fólk.“ Systir mín var farin að öskra.

„Ef hann biður um símanúmerið mitt?“ (Þekkt svindl)

„Þá gefur þú honum það, hann vill bara heyra í þér ömurleg óhljóðin, það gefur auga leið,“ gargaði hún.

„En ef hann er bófi og svindlari?“

 

Gamaldags íslenskur maturÖrstutt þögn. „Þá tekur þú því bara af kvenmennsku. Þú hefur ekki marga kosti í ástamálum, komin á þennan aldur. Ég myndi segja að þú þurfir að vera ánægð með allt karlkyns úr þessu, ef hann andar er það nógu gott fyrir þig.Þú ert ekki í aðstöðu til að gera kröfur. Býrð á landsbyggðinni, átt fullt af köttum og hatar það sem allt eðlilegt fólk elskar.“

„Hata ... bíddu, hvað?“

„Gönguferðir, sundferðir og pottferðir, fara á fyllirí í sumarbústað, fara á fyllirí, horfa á sjónvarp, borða gamaldags íslenskan mat. Nefndu það! Og svo hlustar þú á SKÁLMÖLD!!! Við systur þínar sex eða sjö höfum rætt inngrip, koma og taka þig í gegn ... ef það væri ekki svona langt upp á Skaga. Við höfum allar kynnst mönnum okkar á þorrablótum, í sundi, í heitum pottum, sumarbústaðaferðum, svo fátt eitt sé nefnt. Svo kemur huggulegur maður sem hafði fyrir því að sækja um fb-vináttu við þig og spyr þig á nútímalegan máta hvernig þú hafir það og þú nánast bítur af honum hausinn, risaeðlan þín!“ 

„Þetta er skelfilegt,“ veinaði ég. „Ég lofa að gjörbreyta mér. Hvenær verður næsta þorrablót? Halló, halló?“

 

Símtalið varð ekki lengra því þarna vaknaði ég og var með logandi samviskubit. Þarna var undirmeðvitundin greinilega að reyna að koma fyrir mig vitinu, skynsöm að vanda. Ég er eflaust búin að missa af þessum manni en ég er byrjuð að breyta mér, bjó til hræring í hádegismat, (úr gömlum hafragraut og súru skyri, við stráksi maulum lundabagga með kaffinu og það verður þverskorin kæst ýsa með súrsaðri hamsatólg í kvöldmatinn, eftir að ég kem heim úr sundi og heitum potti. Súrtunna er komin út á svalir og til að sýna hversu tilbúin ég er til að breytast mun ég auglýsa eftir leifum af súrmat frá þarsíðasta hausti til að slafra í mig í vetur. Góðir tímar í nánd, miklar breytingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 1411
  • Frá upphafi: 1491117

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1230
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Ohhh, hundur
  • Ellý Q
  • Anna og vatnslitasýningin hennar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband