Eldum rétt-áfall og spennandi karlaverkfall

100 bestuDásemdarkona kom í heimsókn í dag og við óðum í að taka í gegn fataskápana. Eitthvað var nú minna um drasl en ég hafði haldið en þrír svartir ruslapokar fóru þó með í bæinn til Rauða krossins. Unga dásemdin og hjálparhellan fékk hvíta jólatréð mitt að gjöf, nýtt síðan í fyrra en ég fíla það ekki, svo ég kaupi bara nýtt grænt í desember og held mig við það út ævina. Þyngingarsængin öðlaðist trylltar vinsældir eftir síðasta blogg, alveg ein manneskja úr Kópavogi, af góðum ættum, vildi endilega fá hana. Sængin er á leiðinni til hennar. Það besta var kannski að ég sendi hjálparhelluna einnig með nokkra geisladiska sem eiga að enda í bifreið systur minnar, svo ég og allir aðrir farþegar þurfi ekki að hlusta á Heyr mína bæn enn einu sinni, við fórum til Hafnar í Hornafirði í vor og til baka og það lag hljómaði c.a. 35 sinnum á meðan). Ekki af trúarhita einum saman, heldur vegna skorts á diskum í bílnum. Litlasystir fær m.a. 100 bestu sjómannalögin ... eða 50 bestu, eigum við 100 sjómannalög? Jóladiskur með KK og Ellen, 100 bestu lög lýðveldisins (sjá mynd) og fleira gæðaefni. Ég á fullan skáp af geisladiskum (mest klassík eftir) og alveg sjálfsagt að hlusta á þá og því þá ekki í bílnum sem ég er svo oft farþegi í?

Ekki möguleiki að fá litlusystur mína til að hlusta á almennilegt stöff eins og Pixies eða Skálmöld ... (ég hef reynt) ekki einu sinni Nirvana eða Megadeth komast inn fyrir brynvarnir hennar. Hún gubbar bara við tilhugsunina. Hún er sennilega með of fagra sál til að- ... nei, úps, hún drekkur kaffi sem sumir kalla djöfladjús og segja að gott fólk með fagra sál myndi ekki drekka ... Í þeim hópi er rokk talið vera einna verst af vondu.

 

Kvöldmaturinn í gærStráksi fór í helgargistingu í gær og ég þurfti að klára síðasta matarpakkann frá Eldum rétt áður en innihaldið rynni út. Til að nýta embætti stráksa sem ruslamálaráðherra til fullnustu fór hann með allt rusl út ... þar á meðal fór uppskrift þessa síðasta matarpakka með pappanum út í tunnu. Ekki séns að ég færi út að leita og heldur ekki séns að elda án aðstoðar svo ég prófaði bestu vinkonu mína, ungfrú gúglu! Ég komst inn í uppskriftina af því að búið var að skrásetja að ég hefði pantað hana og fengið og hefði því rétt á að sjá hana. Ég nýtti mér ekki nýjustu tækni og tók hana með á iPad, heldur skrifaði ég hana í stílabók og tók með mér. Það þarf að hlífa þessum dýru raftækjum. Jú, maturinn heppnaðist reglulega vel, sjá mynd, ég borðaði hluta í hádeginu í dag og get klárað í hádeginu á morgun. Því seinnipartinn í dag (snemmbúinn kvöldverður) var það Lemon og ég enn pakksödd eftir þrjá tíma. Mig hlýtur að vanta vítamín, ég er svo brjáluð í avókadó og bæði samlokan og djúsinn voru löðrandi í því.

 

FrídagurinnHundfúlt að geta ekki tekið þátt í kvennaverkfallinu á þriðjudaginn, það er svo mikil stemning í þjóðfélaginu að einn gaur stofnaði síðu um karlaverkfall, með, ef ég skil það rétt, kröfu um að fá sömu laun og konur. Flott hjá honum. Frekar dræm þátttaka samt svo kannski vilja það ekki allir. Karlarnir ætla alla vega að hætta að skipta um dekk og grafa skurði þar til þeir fá launalækkun.

 

Hver vill svo sem vera á 20% hærri launum þegar hægt er að standa með mæðrum sínum, systrum, dætrum og/eða eiginkonum/kærustum? Ég verð því miður flogin út í heim, löngu, löngu planað, nú er síðasti séns minn að finna Filippus Angantý (MacIntyre?), manninn sem mig dreymdi 12 ára að yrði minn, síðasti séns áður en ég steinhætti að nenna að eltast við menn (as if). Ég daðra og dufla í huganum sem er ekki vænlegt til árangurs og ef einhver ókunnugur dirfist að heilsa mér í gegnum Messenger verð ég brjáluð, þetta er ekki Tinder, arga ég út í loftið, samt myndi ég aldrei þora á Tinder. Skilst að þetta syndrome mitt heiti piparjúnkismi sem er kannski bara eðlilegt eftir öll mín hjónabönd í gegnum tíðina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 122
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 1525653

Annað

  • Innlit í dag: 111
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband