22.10.2023 | 23:05
Besti árgangur allra tíma og mismæli á Tene
Dagurinn fyrir brottför frá Akranesi fór aðallega í að hugsa um hverju skyldi pakkað með til Glasgow og lesa smávegis. Ég kíkti í Miðilinn eftir Sólveigu Pálsdóttur og mér sýnist ég eiginlega vera að verða búin með hana. Með húsverkjum hef ég vanið mig á að hlusta á sögu og í dag voru það allt of spennandi Napóleónsskjölin. Hún eldist fáránlega vel, þrátt fyrir Reiknistofu bankanna-eitthvað, og er ferlega skemmtileg. Líf mitt er nú meiri spennan.
Stráki kom ofsaglaður frá Möttu sinni, eftir enn eina dekurhelgina. Hann sá mjög skemmtilega mynd í bíó, Creator, heitir hún. Svo skemmtileg er hún að hann sendi mér SMS í miðjum klíðum og sagði að ég YRÐI að sjá hana. Helgin hans endaði í sundi í dag. Er búin að finna föt á hann fyrir ferðina og pakka en ferðatöskurnar fóru reyndar tómar í bæinn í gær með hjálparhellunni, til að við stráksi slyppum við að rogast með þær í strætó á morgun. Þarf að þvo eins og eina þvottavél í kvöld, íbúðin að verða nógu fín fyrir úkraínsku kattahvíslarana sem verða hér meira og minna (í alvöru sko). Sjónvarpið mitt er stærra ...
Þrátt fyrir letidag fann ég millistykkið fyrir Ísland að Englandi, sem ég keypti fyrir Liverpool-ferðina, gott að hlaða símana, er það ekki? Ég fann töskuvigt líka og hálsmen* stráksa (*myndir af sólblómum á því) sem kemur okkur í gegnum alla flugvelli hraðar og betur en fyrirfólki. Ferðin til Liverpool um páskana var hrein dásemd út af því, reyndar slapp Hilda við vopnaleit af því að haldið var að hann væri með henni ... hrmpf ... eða ég talin glæpónalegri.
Facebook-óvinir, eða vonda fólkið sem hefur yfirtekið reikninga marga fb-vina minna voru sérdeilis afkastamiklir í gær og ég fékk reyndar bara beiðni frá tveimur þeirra, en með hálfrar mínútu millibili, beiðni um að fá símanúmerið mitt. Ég hef þá reglu að klippa strax á vinskapinn við viðkomandi og ekki einu sinni reyna að svara í gríni, gefa upp númer lögreglunnar eða eitthvað. En samt langar mig að vita: Geta þrjótarnir yfirtekið hvaða fb-reikning sem er eða þarf maður að ýta á tengil, svona gildru, fyrst? Veit það einhver?
Fleira af Facebook:
Á Tenerife: Mismæli kvöldsins við sólbrenndan eiginmann: „Þú verður að bera á þig aftereight ...“
Kettlingur, nýfluttur á framtíðarheimili sitt, komst út um pínulitla rifu á glugga en náðist af því að nýi eigandinn spilaði á símann sinn kall læðu á kettling sinn (allt til á YouTube) í leitinni. Hann kom svo hlaupandi.
Galito farið að auglýsa jólahlaðborð ... ég misskildi fyrst og hélt að ég þyrfti að taka 39 nánustu vini mína með ef ég ætlaði þangað, en það er bara þegar veislan er haldin úti í bæ og kokkur kemur með kræsingunum, þá er lágmarksfjöldi 40 manns.
Hvað skyldu mæta margir á árgangshittinginn minn sem átti að vera fyrir ári? Hann verður haldinn eftir miðjan nóvember. Ég var eitthvað óviss um að mæta, miklaði fyrir mér ískulda og hálku og þurfa að ganga upp í safnasvæði en Stúkuhúsið mun hýsa okkur þar sem ég átti ófáar ánægjustundir í æsku þar sem ég hét því að hvorki reykja né drekka. Ég er hætt að reykja, og drekk eiginlega aldrei, svo samviskan er hrein. Sú sem hringdi sagði að ég ætti nú heima svo nálægt ... Mér finnst 15-20 mínútna ganga að kvöldi til í sparifötunum í hálku eða byl, ekki vera nálægt. En hún féll fyrir vælinu í mér og ég fæ að vera samferða báðar leiðir. Þetta er allt of skemmtilegt og fallegt fólk til að ég tími að sitja heima. Þessi árgangur er í raun stórkostlegur sama hvert litið er; Madonna úti í heimi, Michael Jacson í svokölluðu sumarlandi, ég í Himnaríki ... Helgi fokking Bjöss ... Allt tónlistarfólk, EN ... ég minni á að ég söng með Kór Langholtskirkju í nokkur ár, Söngsveitinni Fílhamoníu (Krýningarmessan, Mozart) og Mótettukórnum (Eliah eftir Mendelsohn), hástöfum við tölvuna og fasteignaverðið í hverfinu hefur örugglega hækkað þar sem ég hækka sífellt tíðnina með söng mínum, ekki bara með Skálmöld, heldur fleirum. Jafnvel Scarlatti ... Exultate Deo eftir hann ... ég söng altröddina í því nokkrum sínnum á níunda áratug síðustu aldar, kann enn næstum hvern einasta tón og líka textann ... Ekki bara póstnúmer hér.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 272
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 245
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.