30.10.2023 | 17:38
Margfalt persónulegt met í óviljandi göngu í Glasgow
Glasgow-ferðin var skrambi góð. Við systur og fylgifiskar vorum ekkert í því að sprengja okkur í einu eða neinu. Það var búið að benda okkur á veitingastaði í grennd en við létum bara ráðast hverju sinni hvar, snæddum t.d. tvisvar á hótelinu, einu sinni á ítalska staðnum hinum megin við götuna og tvisvar á Fridays. Allt alveg prýðilega gott.
Við náðum að kynnast miðborginni nokkuð og það sem var óhugnanlega langt labb fyrst var pís of keik nokkrum dögum seinna. Talandi um labb ... eða að ganga, kannski aðallega skref. Ég setti margfalt persónulegt met í óviljandi göngu, og ef það er keppnisgrein er ég gullverðlaunahafi. Sjá afskaplega átakanlega sönnun úr símanum mínum. Ég kíkti áðan á meðaltalsgengna kílómetra nýliðins lífs míns og þar á meðal var dagurinn FYRIR brottför til Glasgow, og þetta voru samt 4,3 km á dag ... ókei, eins og iðulega í útlandinu og bara eðlilegt!
Það sem ég kvarta helst yfir er "evilmap" systur minnar, sem reiknaði út fjarlægðir og hversu langan tíma tæki að fara þær. Við erum alveg að verða komin, hljómaði mjög reglulega eftir að hún hafði kíkt í gemsann sinn. Vissulega bað hún mig að kíkja á slíkt kort í mínum eigin síma á leið frá Höfn í Hornafirði í vor og þar fann ég út að það tæki okkur 17 klst. og 14 mín. að komast á næstu bensínstöð (ég hef aldrei gert þetta áður, enda biðja strætóbílstjórar mig aldrei um neitt slíkt).
Eftir að hlátursöskrum systur minnar linnti var farþegi aftur í beðinn um að finna út úr þessu, og í ljós kom að mitt kort var stillt á gönguhraða. Við sem búum á Íslandi vitum öll að það eru bara örfáir kílómetrar á milli bensínstöðva hér, svo það var óhætt að hlæja. En ég hló ekki þarna úti í Glasgow, frekar grét innra með mér þegar ég áttaði mig á því að evilmap systur minnar var með stillingu fyrir akstur. Þegar hún sagði að það væru bara 12 mínútur á hótelið voru það örugglega 120 mínútur fyrir gangandi. Mig svimaði of mikið af örmögnun til að geta litið á klukkuna, tók bara eitt sársaukafullt skref í einu, upp brekkur, tröppur og alls kyns ófærur í einhverjum útjaðri borgarinnar, fannst mér. Í dag hef ég gengið 1.627 skef en reyndar miklu meira því ég er ekki með gemsann á mér þegar ég þýt frá skrifborði að töflu, eða á milli nemenda og legg lymskulegar spurningar fyrir þá. Hvað heitir þú. Hvaðan ertu? Hvaða tungumál talar þú? Og ji minn góður, hvað þetta fólk mitt talar mörg tungumál, þýska, franska, ítalska, spænska, og þá er ég ekki að tala um móðurmál þess. Nú skal ég flýta mér að troða sem mestri íslensku í þau svo við fáum þessa dýrmætu og fjölhæfu starfskrafta inn í atvinnulífið.
Ég get samt ekki kvartað yfir skrefapyntingum systur minnar, það sem ég gerði, einnig óvart, var ekki mikið skárra. Mér var falið að sjá um veðurspána sem var fáránlega "vond", að mínu mati, eða hátt í 20°C, algjör ógeðssumarhiti (sjá mynd). Var ekki Glasgow svo norðarlega og nánast svipað veðurfar og hér, ögn hlýrra kannski? Hilda gladdist mjög yfir þessari óvæntu hitabylgju; skildi hlýju úlpuna og ullarsokkana eftir heima og stakk sólvörn ofan í tösku ásamt bikiníi.
Það var ekki norska veðursíðan sem klikkaði, heldur ykkar einlæg sem tók hitann í litlum bæ í Bandaríkjunum, bæ sem heitir Glasgow. Svo svekkelsið jafnaðist algjörlega út. Við ætlum aftur og þá miklu sjálfsöruggari. Okkur langaði að skreppa til Edinborgar, líka að kíkja á Nessie en það hefði tekið megnið af deginum, rútuferð til Loch Ness tekur þrjá og hálfan tíma aðra leiðina og annar fylgifiskurinn okkar er of bílveikur fyrir slík ævintýri.
Við tókum ástfóstri við Nero-kaffihúsið okkar (sjá mynd) sem var bara í örfárra mínútna fjarlægð frá hótelinu (Holiday Inn). Fínasta kaffi og góð stemning. Þarna sátum við á milli atriða, heimsóttum auðvitað einhverjar búðir og það voru frekar strákarnir sem voru með í för sem vildu fara í þessa búð og hina búðina. Bláa peysan sem stráksi er í passar ótrúlega vel við einkennisliti Nero en svona smekkleg erum við. Ég þurfti líka að kaupa eitthvað dásamlegt handa kisupössurunum okkar, fann þennan fína trefil (sá mýksti í búðinni) handa Svitlönu og auðvitað gott te, og handa Rostyk fann ég sælgæti og fyndna drykkjarkrús. Ég missi í alvöru lífsviljann í búðum en tókst samt að finna æðislegar (ódýrar) buxur sem ég nennti ekki einu sinni að máta, greip þær bara. Ég gef núorðið fáar jólagjafir og kaupi oftar en ekki bækur - svo það var engin einbeitt kaupskylda í gangi ytra, ég held að slíkar ferðir heyri sögunni til að mestu. Ég þekki nokkra sem fara reglulega til Glasgow en ekki í innkaupaferð, heldur til að njóta. Glasgow er æðisleg borg. Við náðum í skottið á friðsamlegri mótmælagöngu, Free Palestine, og þarna ríkti mikill samhugur.
Bílstjórinn sem ók okkur frá flugvellinum að hótelinu sagði okkur frá íslenskum mæðgun sem færu alltaf til Glasgow á þriggja mánaða fresti, bara til að njóta. Sama hótel, sama herbergi, sami bílstjórinn. Hann sagði okkur líka frá því þegar hann benti á fínustu styttu að hún væri í boði Íslendinga sem hefðu verið svo duglegir að koma í innkaupaferðir. Borgin var víst miklu ódýrari í gamla daga, ef ég skil það rétt.
Kom heim í hádeginu, um kl. 12.10, eftir fyrsta skóladaginn og náði einhvern veginn að missa af stærsta jarðskjálftanum í þessari hrinu, 4,5, kl. 12.19. Ég var einmitt að segja fólkinu sem ég fræði um hið dásamlega tungumál íslenskuna, að búa sig undir jarðskjálfta og eldgos, sýndi því vedur.is og lét fylgja með að við Skagamenn fyndum yfirleitt ekki fyrir neinu nema skjálftinn færi upp í fjóra.
Fyrstu tölur sýndu 3,9 en samt sögðu ýmsir Skagamenn á Facebook að þeir hefðu fundið skjálftann. Vona bara að Svartsengi verði ekki fyrir tjóni, eða ferðafólk í Bláa lóninu eigi fótum fjör að launa ef fer að gjósa þar nálægt. Ég væri alveg til í 800 ára hvíld aftur. Þá væri alveg nægur tími til að flytja höfuðborgina upp á Akranes, til vara á Austfirði, það er ansi mikið gamalt hraun á höfuðborgarsvæðinu ... og ég sem læt mig dreyma um að koma jafnvel aftur í bæinn. Það er pláss hér fyrir alþjóðaflugvöll og allt, held ég, og gleymum ekki Einarsbúð sem nú er á leiðinni til mín með nauðsynjar. Þá neyðumst við stráksi ekki til að borða skyr í morgunmat, eins og í morgun. Súrmjólk með kornfleksi og púðursykri hjá mér - stráksi vanur All bran-i með mjólk út á. Þetta var mikil reynsla fyrir allar aldir í morgun.
EN ... ÞAÐ BESTA: Leið 2 á Akranesi (innanbæjarstrætó) stoppar rétt við Bónushúsið. Ég næ vagninum rétt fyrir kl. átta á Garðabraut (hinum megin við götuna) á leið hans niður í bæ, smáhringur og svo er ég komin á góðum tíma í vinnuna. Þarf síður að óttast beinbrot í komandi hálkutíð fyrst gönguleiðin er þetta miklu styttri. Þetta er allt of illa auglýst!
Stráksi kom með mér í þennan strætó (annars vanur að taka leið 1) til að sýna mér stuðning í fyrstu ferð minni með ókunnugum vagni, leið 1 fer ekki að Bónushúsinu fyrr en eftir morgunhvíldina (síestuna) en ég næ honum alltaf heim. Stráksi var grautfúll yfir því að koma allt of snemma í skólann, alveg korteri ... Hann hafði sem betur fer tekið gleði sína aftur þegar hann kom heim eftir hádegi.
Ath. Myndin sem sýnir ljósastaur, haf og eldgos er ekki ný ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 122
- Sl. sólarhring: 138
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 1525653
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.