5.11.2023 | 18:58
Fljúgandi kettir og sterkur áhrifavaldur
Fljúgandi kettir-heilkennið heldur áfram í Himnaríki og nú bíð ég bara eftir því að Krummi leiki listir sínar. Í dag hoppaði Mosi lengst upp á eldgömlu IKEA-samstæðuna - eitthvað sem ég hélt að hann gæti ekki lengur, vegna frekar mikillar matarlystar. Hér er mynd því til sönnunar.
Jú, vissulega nota kettirnir sófa og stólbök til að taka tilhlaup en samt ... elsku Ofur-Mosinn minn. Ef myndin hefur prentast vel má sjá grilla í mávastellið mitt í neðstu hillunni vinstra megin í glerskápnum. Eða drög að mávastelli, tvo bolla, sem er betra en ekkert. Er samt ekki að safna, komin með þetta fína matarstell frá Kristbjörgu í antíkskúrnum og á líka allt of marga bolla. Það þarf svo sem frekar marga bolla fyrst uppþvottavélin fer bara í gang tvisvar í viku. Í gær kenndi ég stráksa að taka hreint úr vélinni og ganga frá sem tókst mjög vel en Tetris-hæfileikana þarf að æfa til betur gangi að setja í vélina. Ég hef með góðum árangri notað stafrófsröð (t.d. gafflar, hnífar, skeiðar í aðra körfuna). Hann er samt efnilegur.
Áhrifavaldar á Instagram eru sumir virkilega skemmtilegir og aðrir nokkuð leiðinlegir, án þess endilega að ætla sér það (fólk sem nær smávinsældum og fer í kjölfarið að tala alveg rosalega mikið í myndavélina og með skoðanir ...) og sumir eru ofboðslega, rosalega máttugir án þess að ætla sér það, og jafnvel án þess að vera virkir á Instagram, bara á Facebook og stundum Snapchat. Mér þykir þetta svo leitt með fiskidaginn mikla, ég var í alvöru ekki reið yfir því að hann hafi verið haldinn 12. ágúst sl., á afmælinu mínu, við getum auðveldlega deilt deginum. Hættir kannski gleðigangan ef daginn ber upp á laugardag, eða verður hún flutt og haldin viku fyrr, eða um verslunarmannahelgina? Þetta var bara nöldur því ég óttaðist að þessir viðburðir fækkuðu afmælisgestum hjá mér ... og það var óþarfur ótti.
Kvefið er á nokkru undanhaldi - góð hvíld um helgina, bara allra nauðsynlegustu húsverkir unnir, sett í þvottavél, sett í uppþvottavél og drasl fært til yfir á minna áberandi staði áður en hægt verður að ganga frá. Ég dái flensupillurnar mínar sem ég tek samt sparlega. Einu sinni yfir daginn og svo fyrir nóttina. Því miður er eitthvað í þessum næturpillum sem gerir mig syfjaða svo ég sef sennilega af mér byrjun eldgossins ef það hefst með hressum skjálfta.
Mér skilst að Almannavarnir geti ekki bannað Bláa lóninu að hafa opið, gæti þýtt feita málsókn og háar skaðabætur ef ekkert gerist í gosmálum. Hvað er himinhár aðgangseyrir (15.000?) sinnum kannski fimm hundruð manns á dag? Jú, sjö og hálf milljón, og svo fer að gjósa annars staðar? En það á að upplýsa gesti lónsins um það sem er í gangi sem mér skilst að hafi ekki verið gert.
Sökum kvefs og aumingjaskapar komst ég ekki í bæinn og missti þar með af vatnslitasýningu Önnu vinkonu sem opnaði í gær í bókasafninu í Garðabæ, missti líka af troðfullum fundinum í Háskólabíói um Palestínu og hryllinginn sem þar stendur yfir. Ég mæli með grein Hlédísar Sveinsdóttur sem hefur verið deilt mikið á samfélagsmiðlum í dag. Afar vel skrifuð og rökstudd grein sem heitir Ég skil ekki.
Fréttir af Facebook:
Stöku grein, m.a. um slæmar jólagjafir:
Tengdamamma gaf mér flík í stærð 14 en ég nota fatastærð 8. Hún sagði við það tilefni: Ég valdi þetta því mér sýnist þú hafa bætt svolítið á þig upp á síðkastið. (Þetta er mjög móðgandi komandi frá tengdamömmu)
Stöku brandari:
Læknir: Einhver dæmi um andleg veikindi í fjölskyldunni?
Maður: Nei, við erum öll trúlaus.
Stöku krúttlegheit:
Diego á sínum stað í A4 í Skeifunni.
Stöku nöldur:
Ein ekki ánægð með að auglýst sé leikfimi fyrir 60 plús og á tíma þegar vinnandi fólk kemst ekki. Vildi meina að unga fókið sem ákveður svona tíma fyrir "eldgamla" fólkið haldi að sé allt meira og minna hætt að vinna. (Sem er alls ekki. Ég er t.d. enn í þremur störfum, svona mestmegnis með eitthvað þrennt í gangi en af því að ég er forréttindadrós og ræð að mestu mínum vinnutíma (nema núna næstu vikur) gæti ég farið í svona leikfimi ... nema ég myndi aldrei nenna að fara í morguntíma. Ég hélt í alvöru (og vonaði) að maður þurfi minni svefn með árunum og yrði að hressum morgunhana.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 28
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 1525559
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.