2.1.2024 | 18:28
Ó, þá fögru steina ...
Gleðilegt ár, elsku bloggvinir, nær og fjær. Þá eru rólegheitin skollin á, eftir endalausar ferðir í bæinn til að halda jól, áramót og ýmislegt þaðan af jafnskemmtilegt. Flóttakona frá Úkraínu hefur verið hinn nýi kattahvíslari og -passari Himnaríkis eftir að Hildur dirfðist að flytja úr húsinu, og flóttamaður frá Sýrlandi skutlaði mér í bæinn fyrir hátíðarnar, þau eru bæði góðir vinir mínir og einstaklega yndisleg. Þessi fjölmenning sko.
Myndin var tekin um áramótin, þar sést fólkið sem ég djammaði með, stráksi lengst til vinstri. Ég var inni með Hildu að knúsa hundana. Við vorum ánægð með Skaupið, það nægir mér að glotta eða flissa þrisvar og þá er ég ánægð og þakklát fyrir vinnu alls þessa fólks við að reyna að skemmta mér. En ég fann líkamlegan mun á mér eftir þáttinn sem var sýndur á RÚV daginn áður, Allt eðlilegt hér, með Sögu Garðars og Snjólaugu Lúðvíksdóttur. Ég hló svo mikið að ég man varla eftir öðrum eins öskrum, fann endorfínið og alls kyns gleðihormón fylla út í öll skúmaskot líkamans. Þetta er bannað innan tólf ára, svo horfðu á þetta í laumi og gættu þess að vera búin/n að pissa.
Mér tókst að lifa árið 2023 af, það var frekar rólegt ár, tvær utanlandsferðir samt (Liverpool, Glasgow) sem hefur aldrei áður gerst, sendi frá mér eina bók með elskunni henni Möggu Blöndal, Þá breyttist allt. Leiðbeindi á tveimur námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga sem er alltaf jafnskemmtilegt. Fór með Hildu og fleirum til Hafnar í Hornafirði, tókst að finna út að við ættum 17 klst. og 53 mín. eftir á næstu bensínstöð (á gönguhraða) en Hilda hefndi sín óvart með því að pína mig í 10 þúsund skrefa gönguferð úr miðborginni í Glasgow þar sem hún sagði sífellt meira undrandi í svona klukkutíma að það væru bara fimm eða tíu mínútur eftir á hótelið, var með stillt á ökuhraða. Svona vinnur karmað, myndi einhver segja. Nema Hilda hló að mínum mistökum í 785 Öræfum en ég kvaldist yfir hennar, svo ég á kannski eitthvað inni.
Ég sagði þessari systur fyrir einhverjum vikum að ég hefði séð girnileg göngubretti auglýst, það á broti þess verðs sem slík tæki fara vanalega á, eitthvað um að fullur gámur hefði verið pantaður til að ná verði niður, hægt að brjóta það saman og rúlla undir rúm og ýmislegt fleira sem mér fannst nú samt hljóma of gott til að vera satt.
Daginn fyrir gamlárs, á leið í matvörubúð, rúllaði litlasystir upp að lítilli verslun og sagði: Þarna fæst göngubrettið þitt!
Ja, ég er nú ekkert að ... reyndi ég að segja. Hún heyrði ekki í mér, svo æst var hún að láta mig kaupa þetta. Ég elti hlýðin og það var ekki fyrr en ég komst að því að annar afgreiðslumaðurinn átti sama afmælisdag og ég að ég gleymdi mér og sleppti heljartakinu af veskinu. Hef nefnilega ekki þorað að róa á dýrlegu róðrarvélinni minni síðan hún lagði mig í rúmið í viku (bakið), eftir mikinn ofróður, nánast lífróður á haustdögum.
Brettið er lágvært, það fer lítið fyrir því og ég gæti meira að segja skokkað þar á 8 km hraða, ef ég þori. Einn frændi minn sagði að ég væri græjusjúklingur, ég á vissulega 15-20 ára gamalt nuddtæki úr Elkó, 2 ára nuddbyssu (sem heldur vöðvabólgunni niðri) og nudddæmi úr Costco til að setja í stól. Hvernig átti ég að vita að lausnin á öllum mínum bakverkjahryllingi fælist í vináttu við ónefndan viðskiptafræðing sem heimsótti mig nýlega. Það voru ekki snjöll viðskiptaráð sem hefðu gert mig ríka á svipstundu og ég hefði efni á að láta skipta um bak í mér, nei, hún kann alvörusvæðanudd og í einhverju bríaríi spurði ég hvort hún gæti tékkað ögn á iljunum á mér, ég hefði verið verulega slæm vikum saman (þrátt fyrir allar græjurnar), bakið ömurlegt, orkan engin, ef þetta héti að eldast væri ég alls ekki til í slíkt. Hún samþykkti og boraði fingrum sínum á ýmsa ansi hreint viðkvæma punkta (iljarnar loguðu eftir nuddvanrækslu margra ára) og þar sem ég hef ekkert sigg þurfti varla snertingu til að ég orgaði. Fasti verkurinn (til margra vikna) hægra megin í bakinu er horfinn, og ég þarf ekki að taka verkjalyf lengur eða liggja lon og don á hitapoka til að fúnkera. Ég get auðveldlega tekið eldhúsið í gegn eftir kvöldmatinn, þarf ekki að bíða þar til morguninn eftir eins og stundum upp á síðkastið. Ég talaði auðvitað aldrei við lækni, fann bara ástæður fyrir þessu sjálf ... það hlaut að taka sinn tíma að venjast nýju dýnunni, ég hefði setið eitthvað skökk ... beygt mig vitlaust ... Þetta bakvesen hófst nefnilega þegar ég var 14 ára, vön kona hér.
Nú þarf ég bara að finna mér svæðanuddara á Akranesi og fara til hans reglulega, mikilvægt að hitta á einhvern sem hægt verður að nota öryggisorð hjá, til að þetta verði ekki algjörar pyntingar. Eins og við höfum gert alla tíð í saumaklúbbnum mínum, Gaddar og grilláhöld, með miklum ágætum.
Mynd 2: Stráksi og Hilda um jólin ... alltaf sama fjörið.
Vinkona mín með galdrahendurnar kom til mín á síðasta föstudegi fyrir áramót og vildi endilega fara í Einarsbúð. Við vorum vissulega ekki þar á milli 18 og 18.30 á þeim tíma sem einhleypir Skagamenn para sig fyrir helgina við grænmetiskælinn þar sem erótísku ávextirnir eru geymdir. Við vorum einfaldlega á röngum tíma, hún gerði samt einhver innkaup og við drifum okkur í antíkskúrinn og garnbúðina (vinkonan kann að prjóna!). Svo á heimleiðinni spurði hún mig um flottu fatabúðina sem við höfðum aldrei farið saman í. Hún átti við Bjarg og þangað héldum við í sérdeilis góða heimsókn. Ég var næstum búin að kaupa mér gervipels, sjúkk, hvað kom sér vel að vera ... með bjúg. Þetta var fyrir örlagaríka nuddið sem fjarlægði ekki bara verkina heldur líka allt aukavatn. Hún fann sér æðislegar buxur sem hún var svo ánægð með. Þjónustan í Bjargi er svo góð að ég hef aldrei fundið lífslöngunina minnka þar eins og geris oft í búðum. Vinkonan sagði þegar við vorum komnar út: Það er sniðugra að koma bara í heimsókn á Skagann og fara í þessa búð ef mig vantar eitthvað, þarna eru svo mörg góð merki á einum stað, maður þarf ekki að fara um alla borg og leita. Og þessi dýrð er í göngufjarlægð frá mér.
Nú eru Skagamenn svolítið svekktir, nema bæjarstjórnin, hugsa ég. Það kostaði 500 kr. að fara í Guðlaugu en hækkaði óvænt upp í 2.500 kr. nú um áramótin. Eins og tryggir bloggvinir vita, hata ég flest blautt nema drykkjarvatn, kaffi og sturtuna heima hjá mér, og myndi aldrei fara í Guðlaugu eða sund, en get alveg sett mig í spor þeirra sem eru ekki sáttir við fimmföldun á verðinu. Minnir þó að það kosti mjög lítið eða ekkert fyrir þá sem eiga árskort í sund. Sundlaugin er nálægt og fyrir þennan 2.500 kall er þá frítt í sund og það allt, sýnist mér. Þetta hefur verið afskaplega vinsælt hjá heimafólki en nú segja sumir að þetta sé túristaverðlagning, selt í "lón" sem er samt ekki lón ... til að vera eins og hinir. Svo er hótel á leiðinni hingað og þar á að vera lón líka ... Sérstaða er kannski ofmetin.
Daginn fyrir gamlárs fórum við niður í miðbæ og "sóttum" ársgamla jólagjöf, við systir fengum gjafabréf á augnmyndatöku frá góðri frænku og drifum loks í þessu. Ég ákvað að gefa stráksa mynd líka, enda ekki svo dýrt. Tekur um tíu mínútur frá því myndin er tekin og þar til útprent af fögru auganu er tilbúin, eitt auga, 4.990 kr. sem er ódýrast. Er á Skólavörustíg 16A, ef ég man rétt, og þarf ekki að panta tíma. Augun í mér (til hægri) voru furðuleg, eins og ég vissi, ekki bara blá, ekki bara græn, ekki bara grá (mamma var brúneygð og tvö systkini mín með móbrún augu) en þegar ég spurði hvort gulu deplarnir táknuðu að ég væri af ætt Ísfólksins, hristi stúlkan höfuðið og sagði deplana vera fæðingarbletti eða freknur! Þvílík vonbrigði.
Augað í stráksa er geggjað flott! Það sést ekki á myndinni en það eru bláir blettir um allt í því, og svo eru þar eins og heilu fjallgarðarnir. Ansi töff augu, ættuð frá Palestínu.
Kaffihúsið Babalú var næsti viðkomustaður okkar. Ótrúlegt en satt, við höfðum ekki komið þangað áður, virkilega gaman, gott kaffi og meðlæti, ofsatöff Starwars-snyrting, frábærir þjónar. Ég aftur þangað. Oft.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 28
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 1525559
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gleðilegt ár og takk fyrir yndislestur.
Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 2.1.2024 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.