4.1.2024 | 18:33
Flottustu Bessastaðaboðin og bestu húsráðin
Fréttirnar um að Guðni byði sig ekki fram til forseta aftur hafa orðið til þess að margir reyna að finna hæft forsetaefni. Bara svo það komi fram, enginn þrýstingur hér og vinir mínir hafa ekki skorað á mig. Vá, hvað þeim verður ekki boðið í afmælið mitt. Ein tillagan á Facebook er Halldóra Geirharðsdóttir leikkona en hana langar víst ALLS EKKI, sá ég einhvers staðar. Hún á reyndar flottan afmælisdag (12. ágúst) og ef hún skipti um skoðun og yrði forseti gæti henni alveg eins dottið í hug að bjóða okkur sem eiga sama afmælisdag til dýrlegs fagnaðar á Bessastöðum. Gæti maður ekki skemmt sér stórfenglega með Ásdísi Rán, Sveini Andra, Krossinum trúfélagi, (ég sver það), Oddnýju Sturludóttur, unga manninum í göngubrettabúðinni, Hlyni (bróður Elvu Óskar leikkonu), ljúfa manninum hjá skattstofunni í denn (1995), stöðumælum í Reykjavík (jamm) og Mark Knopfler?
Held að það séu ýmis fordæmi fyrir því, t.d. að forsetinn hafi boðið Álftnesingum árlega á jólaball (kannski hætt?), svo fá allir sem verða 100 ára heillaóskakort frá Karli kóngi í Bretlandi, áður mömmu hans, svo allt er til og ekkert ómögulegt. Birti samt ágæta framboðsmynd af mér hér til öryggis. Ég myndi passa sérlega vel við kóngafólk heimsins, hugsa ég. Bara, ekki láta ykkur detta í hug að kjósa Arnar fram yfir mig en samkvæmt ÚS er hann nánast sjálfkjörinn ... Hann veit nú samt rosalega margt, meira en til dæmis vísindamenn, læknar og orkumálasérfræðingar, svo örfá dæmi séu tekin, það getur unnið með tilvonandi forseta sem gæti þá frætt þjóð sína, aðra þjóðhöfðingja og fleiri um hið rétta. Man eftir að Trump talaði þvert á skoðanir landlæknis Bandaríkjanna og mælti hugrakkur með því að drekka klórblöndu við Covidsmiti ... Ja, ekki trúi ég öllu sem jarðvísindamenn og eldgosafræðingar segja þessi misserin, eða ljúga ... við vitum mörg að nokkur af síðustu eldgosum voru gerð með speglum og eldspýtum og jarðskjálftarnir framkvæmdir í samráði við alla rúmframleiðendur landsins, IKEA og JYSK og rúmin hristast mismikið, allt í takt við vilja ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Takk, RB-rúm, takk kærlega.
Ég leiðrétti færslu gærdagsins, afmælisbarnið og tilvonandi tónleikaförunautur (á Skálmöld) á afmæli í dag, ekki 2. jan. (Til hamingju, elsku Aníta). Sit nú við tölvuna og hlusta á plötuna Börn Loka til að geta öskursungið með hverju lagi (djók ???). Geri síður ráð fyrir því að ég verði komin með leiða á þessari dásemdartónlist þótt ég hlusti á plötuna reglulega til tónleikadags eftir bið í óbærilega langa mánuði.
Nú er verið að salta göngustígana með fram Langasandi, vonandi virkar það betur en söltunin á hlaðinu í gær, sér ekki högg á vatni (sjá sannfærandi ljósmynd dagsins), saltflögurnar fjúka eflaust bara um eins og gaddarunnar í Arizona (sjá sumar kúrekamyndir). Kannski skiptir það engu, þetta með saltið, sennilega búið að verðleggja sig út af markaðnum, hér er allt autt núna, sést ekki í bíl, þarna er stöku einmana göngumaður með hetjulund og svo fuglinn fljúgandi. Loksins hef ég hlaðið mitt út af fyrir mig.
Nýliðið ár er merkilegt fyrir þær sakir að ég lærði að búa til uppstúf. Lágur hiti á hellunni og réttur þeytari sem nær til allra kima pottsins var allan tímann galdurinn. Og að hræra stöðugt til að brenni ekki við. Uppstúfmeistarinn var lengst af mamma í jóladagshangikjötsboðum mínum og svo tók Hilda systir við. Ég, sem gamall blaðamaður, ákvað að forvitnast um hver galdurinn væri og tókst með lævísi og blekkingum að ná því upp úr henni og birti útkomuna fyrir bloggvini nær og fjær því maður á að deila. Sennilega verð ég búin að steingleyma öllu saman um næstu jól svo bara spurning um að hafa uppstúf með öllum mat þar til ég get búið það til blindandi. Var ég ekki örugglega búin að láta vita að galdurinn við að halda púðursykri mjúkum er að geyma hann í ísskáp? Ég set aukaplastpoka utan um aðalplastpokann frá Kötlu, skelli inn í ísskáp og lendi aldrei í vandræðum. Nota svo auðvitað utanyfirplastpokann aftur og aftur.
Nýja árið leggst ljómandi vel í mig. Kannski flyt ég í bæinn á árinu, kannski ekki. Jarðskjálftar og eldgosaspádómar eru ögn fælandi, hér er öruggara að búa með tilliti til þess, og svo er auðvitað sturlað flotta útsýnið og frábæra fólkið sem heldur í mig, og of kors gítarleikarinn í Skálmöld. Það væri eftir öðru að það kæmi hér hótel í göngufæri og besta latte landsins fengist þar og ég flutt í burtu. Kom ekki Kaffi Vest í gamla hverfið mitt nánast daginn eftir (ok, átta árum) að ég flutti upp á Skaga? Ýmsir vilja meina að það sé ekki pláss fyrir nýtt hótel hér við hliðina þótt þyrlupalli verði fórnað og fótboltavöllurinn færður til austurs. Eitthvað kremjulegt við það. Eins og verðlaunatillagan var æðisleg þarna um árið sem gerði þó ekki ráð fyrir hóteli. Held að sé meira pláss fyrir hótel nærri sementsreitnum og smábátabryggjunni, myndi halda að það pirraði fæsta og það er verulega flott staðsetning, miklu nær miðbæ Akraness og samt sjór, brim og allt.
Hvað gerir svo Vegagerðin varðandi strætó í bæinn? Verður fækkað niður í eina stoppistöð hér svo fjöldafótbrot verði daglegt brauð yfir hálkutímann? Það mun skipta mig máli líka en sjáum samt til hvort gönguferðahatur mitt minnki eitthvað eftir þrotlaust labb á brettinu góða. Ef ég flyt í bæinn, á stað þar sem stutt er í strætó, búðir og kaffihús, þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur. Sakna nú samt kaffihúss á Skaganum en það gæti komið með nýju hóteli, hvar sem það verður byggt, ef fólkið þar hefur vit á að bjóða upp á gott kaffi, ekki láta sölufólk plata sig til að vera með eitthvað annað en fyrsta flokks. Og ef fyrsta flokks er valið, ekki hafa það kaffi með mikilli sýrni (súru bragði) í vélinni sem gerir espressó eða latte ... Fékk eitt besta kaffi lífs míns hjá Rjúkanda á Snæfellsnesi sumarið 2018 á leið í Stykkishólm. +Ótrúlega góð uppskera af Kólumbíukaffi. Þar hef ég líka fengið bragðlausasta kaffi lífs míns (Eþíópíu?), bað fyrir rest um þrefaldan espressó og að fá að hella sjálf mjólkinni út í ... samt var nánast ekkert bragð. Það litla bragð var samt gott en ... Öðruvísi uppáhelling fyrir svona kaffi, takk. Annars er ég svolítill plebbi þegar kemur að kaffi, vil hafa bragð af latte og það er það t.d. í latte hjá Kaffitári og í tvöföldum latte hjá Te og kaffi. Á kaffihúsinu Önnu Jónu vildi ég skipta á tegundum, nota í espressóinn það sem þau nota í venjulega uppáhellingu og öfugt, latte á ekki að vera "súr"(sýrni). Valería í Grundarfirði fer bil beggja einhvern veginn, og ég var yfir mig hrifin af latte sem ég fékk þar, jú, jú, sýrni og alls konar bragð, en bara svo flott jafnvægi að ég var alveg heilluð. Ég keypti baunir til að taka með mér heim og kaffið var fínt úr vélinni minni en samt ekki jafngott og hjá Valeríu.
Mér þótti virkilega vænt um öll hjörtun, lækin og fallegu orðin við færslu mína (á Facebook) í gær þar sem ég tróð í leiðinni bloggfærslu gærdagsins upp á fólk. Yndislegur samhugur sem gladdi gamalt hjarta mitt. Ég veit að lífið verður ekki eins og ég hélt að það yrði ... en það er samt dásamlegt. Margt til að gleðjast yfir og njóta. Ég er hrikalega heppin með ættingja og vini, kunningja, nágranna, útsýni og það allt. Vissulega fékk ég talsverða lífsgleði í vöggugjöf og það er eins og fátt fái haggað henni til lengdar.
Fann sæta mynd (frá c.a. 1991)af okkur mæðginum áðan og skellti henni sem prófílmynd á fb ... sjá mynd.
Út af meðfæddri hógværð hugsa ég að ég gæti ekki orðið forseti, sorrí, krakkar, ég hef legið undir feldi á meðan ég bloggaði. Það er reyndar margt sem ég get ekki orðið því tíminn líður svo hratt ... eins og forseti hæstaréttar ... ekki nóg að fara í lögfræði, það tekur líka tíma að vinna sig í álit. Aldrei kjarneðlisfræðingur, aldrei læknir eða hjúkka eða sjúkraliði en ég hef alltaf pælt í því hvort ég hafi orðið fréttaritari eins og Beverly Gray af því að mamma átti svo margar bækur um hana, en mun færri um Rósu Bennett hjúkrunarkonu. Mamma var tvíburi og þær systur fengu oft eina gjöf saman (en sú grimmd) og urðu síðar að skipta bókasafninu í tvennt þegar þær stofnuðu heimili sjálfar. Nokkrar Beverly Gray-bækur sem ég hef aldrei lesið eru til þarna úti. Svo fannst mér Wilie læknir, eða hvað hann hét nú, svo leiðinlegur, alltaf að segja hinni rjóðu Rósu að þurrka kinnalitinn af sér, en hún var samt aldrei með kinnalit. Þætti gaman að vita hvort læknar geri þetta enn. Ef svo er, valdi ég rétt þegar ég fór í hagnýta fjölmiðlun.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 534
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 482
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.