6.1.2024 | 21:20
Forsetaframboð í garnbúð og svakalegur systramisskilningur
Þrettándinn er alltaf flottur á Skaganum en þá er brenna, álfaganga, blys, söngur og flugeldasýning sem var sú flottasta sem ég hef séð hér á hlaðinu. Bara vá! Ég sat á stólnum við eldhúsgluggann og naut, of hált úti til að ég nennti að fara nær, og svo kom Krummi ljónshjarta og við horfðum saman á restina. Hinir voru ekki smeykir heldur, en virtust áhugalausir. Svona getur nú gott uppeldi, ekki of mikið kattanammi og þrotlaus húslestur upp úr Íslendingasögunum gert ketti sterka.
Sú sem sá um fjöldasönginn var Nína, gamla barnapían mín frá 1982, keiludrottning og fleira. Barnapían sem kom á eftir henni, þá í Reykjavík, var Sigga Guðna, einnig söngkona (Freedom með Jet Black Joe, ég legg ekki meira á ykkur). Það þarf að velja hæft fólk í öll störf og til að syngja fyrir börn velur maður bara alvörusöngvara, eða fólk sem maður heldur að verði söngvarar í framtíðinni. Ég segi ekki að ég hefði viljað giftast Gordon Ramsey, ekki beint, en nokkrir af mínum fyrrverandi voru súpergóðir eiginmenn þegar kom að eldhúsverkum. Og ættingjar mínir og vinir kunna til dæmis allir að velja flottar jólagjafir sem er líka mikilvægt. (Er enn í gleðivímu eftir jólin)
Myndin var tekin fyrr í kvöld, útsýni úr eldhúsinu.
Hlusta nú á nýju bókina eftir Stefán Mána ... sú byrjar vel. Óttast að hún verði of spennandi, svona miðað við atburðarásina. Stundum höndla ég bara væmnar og krúttlegar bækur þar sem mest spennandi atriðið tengist kaupum á brúðarkjól (alls ekki á útsölu samt) en stundum þarf að fara út fyrir þægindarammann og ögra sér, vera besta útgáfan af sjá- æ, djók, ojbjakk. Ég get auðvitað haldið fyrir eyrun í æsilegustu köflunum. Stráksi er í helgargistingu þannig að ég hef bara öryggi af köttunum hugumstóru en það nægir.
Systir mín, ein af mjög mörgum, hringdi í dag.
„Nú eru komin þrettán ár,“ sagði hún mæðulega.
„Þrettán ár?“ spurði ég greindarlega.
„Jamm, síðan þú komst næstum á séns,“ dæsti hún. „Þú giftist út í eitt á árum áður en eftir að þú fluttir á Skagann hefurðu verið eins og nunna!“
„Veistu virkilega ekki hvað ég hef verið að gera á Akranesi síðustu bráðum átján árin? Ferðu aldrei í bókabúðir, hlustar þú aldrei á fréttir, eða löggubylgjuna?“ spurði ég reiðilega og jafnframt undrandi. „Þegar ég hef sagst hata gönguferðir á það ekkert skylt við að ganga út, að ganga úti er allt annað. Þú hefur ekki hugmynd um hvað ég hef verið upptekin ... og vaðið í körl-. ... Ég hef enga tilfinningaskyldu gagnvart systrum mínum þótt ég hlaupi ekki alltaf ein, já, og af hverju heldur þú að ekkert hafi verið í gangi?“
„Ja, til dæmis þetta með manninn sem reyndi opinskátt við þig á Facebook?“ (Sjá mynd, og nánar í bókinni Veiðisögur Guðríðar, kaflann Aflahæst Einarsbúð, Facebook bara hálfdrættingur) „Hann var í raun gefin veiði, ekki bara sýnd en þú gerðir ekkert,“ sagði hún mæðulega.
„Ég hef alltaf verið meira fyrir þessa dularfullu, hógværu, þöglu og interisant manngerð sem horfir meiningarfullu augnaráði á mig, t.d. úti í búð,“ sagði ég og bætti sorgmædd við: „Mikið sakna ég grímuskyldunnar, grímur gerðu veiðar með augunum svo miklu meira spennandi.“
„Ég sakna þeirra líka,“ sagði hún.
Ég hélt áfram: „Svo sagðist hann vera skotin í mér, ekki skotinn, og þar dreg ég mörkin. N-reglan er mér sérlega mikilvæg, alveg síðan ég lærði íslensku hjá Jóni Marteins í Austurbæjarskóla,“ viðurkenndi ég. „Fólk má ruglast á y-i, þýða eða þíða ísskáp, (nema ekki ruglast þegar kemur að Gurrí með einföldu), það má vera haldið þágufallssýki og segja víst í staðinn fyrir fyrst en N-villur skera mig alltaf í hjartað,“ ég var orðin klökk. „Ég get ekki annað en haldið mig við það þótt það hafi á þeim tíma (2011) kostað mig fjórtánda hjónabandið.“
„Þú hefur lög að mæla, systir góð, eins og ætíð. Nú held ég til baðstofu og les svolítið fyrir Snata litla og Lappa. Við erum hálfnuð í Njálu, hvað ert þú að lesa?“ Undarleg harka var allt í einu komin í rödd hennar. Ég varð að hugsa hratt, hún hatar glæpasögur og líður engum ættingja sínum að lesa slíkar bækur.
„Stríð og frið,“ flýtti ég mér að segja. (Hörður Grímsson á í stríði við glæpamenn þar til hann nær þeim og þá kemst líka friður á. Næstum því satt hjá mér.)
„Gott val,“ sagði systir mín og harkan hvarf. Sjúkk. Hún aðhyllist kenninguna um að það geti gert hvern mann að glæpamanni að lesa glæpasögur. En svo fór ég að hugsa eftir að við höfðum kvaðst: Vill hún virkilega að ég komi stríði af stað? Kannski þá í húsfélginu - eða jafnvel á samfélagsmiðlum? Ónei, mín kæra.
Elskan hún Guðrún vinkona kíkti á Skagann í gær. Hún hafði séð auglýsingu um að garnbúðin okkar góða, Gallerí Snotra, væri að hætta (nýr eigandi kemur) og ákvað að nota tækifærið, heimsækja mig og kaupa sér garn í peysu í flottustu hannyrðabúð landsins. Ég fór auðvitað með henni í búðina, þó nánast ofbirg af plötulopa svo ég keypti ekkert. Þar hitti ég konu sem íhugaði að fara í forsetaframboð.
„Ég tikka í öll boxin,“ sagði hún full sjálfstrausts. „Er íslenskur ríkisborgari, orðin 35 ára og á erlendan maka,“ en þetta síðastnefnda er hefð sem erfitt er að brjóta. Georgia, Dorrit, Eliza ...
„En ég er samt ekki viss um að Íslendingar séu tilbúnir fyrir múslima sem forsetafrú,“ bætti hún hugsandi við.
Þessi dásemdarkona (fer sennilega ekki í framboð) tengdist því þegar Össur Skarphéðinsson gaf mér hangikjöt (þannig séð) fyrir nokkrum árum. Hann var þá utanríkisráðherra og hún vann í ráðuneytinu, er stjórnmálafræðingur, minnir mig. Í strætó, nokkrum dögum fyrir jól, sátum við hlið við hlið og ég kvartaði yfir því að vinnan mín væri hætt að gefa okkur hangikjöt í jólagjöf, bara hamborgarhrygg sem ég væri ekki hrifin af ... samt var ég auðvitað ógeðslega þakklát fyrir helvítis hamborgarhrygginn.
„Ja, hérna,“ sagði hún. „Það var óvart keyptur tvöfaldur skammtur af hangikjöti fyrir jóladagsboðið á mínu heimili (hún bjó þá í foreldrahúsum), svo fékk ég hangikjöt í jólagjöf frá ráðuneytinu í dag ... viltu gera mér þann greiða að eiga það?“ Hún dró upp væna rúllu af fínasta hangikjöti.
„Viltu þá ekki fá hamborgarhrygginn minn í staðinn?“ spurði ég en hún þáði það ekki, allt of mikill matur til, vildi hún meina. Og þannig fékk ég hangikjöt í jólagjöf frá Össuri. Hryggurinn fór á góðan stað, í gegnum Gunnu vinkonu, til fólks sem kunni gott að meta.
Eftir garnkaup héldum við Guðrún á bensínstöð þar sem við snæddum dýrindis kvöldverð. Báðar erum við afar hrifnar af Lemon, litla útibúinu með fjórum tegundum af samlokum og fjórum drykkjartegundum, ég vel alltaf avókadósamloku og avókadódrykk, vil ekki breyta, langar ekki að prófa annað.
Mynd 3 er skjáskot ... þetta er gangan að þrettándabrennunni, sjá má Himnaríki í baksýn, eins og það sé ofan á göngunni. Ef myndin prentast vel má sjá mig í eldhúsglugganum á gaflinum efst. Kraninn fyrir aftan (á Garðabraut) er nánast eins og geislabaugur. Mynd 4 sýnir Krumma njóta flugeldasýningarinnar með mér.
Facebook:
Maður nokkur hótaði tímariti öllu illu vegna þess að það notaði mynd af honum með grein um hipstera og að þeir væru allir eins útlits. Svo kom í ljós að myndin var alls ekki af honum.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 39
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 1526985
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 426
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.