8.1.2024 | 00:44
Hirðslúðrið, möguleikar og skemmtialmanak
Mikið verður lífið auðveldara og skemmtilegra þegar hálkan er horfin. Stráksi kom heim í kvöld eftir mikla dekurhelgi og gladdist innilega yfir því að þurfa ekki að skríða í skólann. Vissulega tekur hann strætó í skólann og hefur aldrei þurft að skríða en annað er rétt hjá mér (gladdist-hlutinn). Öll næsta vika virðist hlýr vindur (5-8°C) verða ríkjandi og stöku regn. Ég frestaði tannlæknatíma 4. jan. til 11. jan. og sparaði mér þannig leigubíl, ég tók bíl báðar leiðir síðast sem segir mér að janúar sé svell-kaldur. Eða óbærilega langur mánudagur (janúar sko)eins og ég sá á netinu í dag og er sannarlega ekki sammála því. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Bollumyndin ... sjá febrúar í skemmtialmanakinu hér ögn neðar sem sannar mál mitt.
Ég er orðin svo svakalega gömul að ég man vel eftir því þegar verið var að ræða um mergjuð leiðindin á Íslandi alltaf hreint og hvernig hægt væri að gera eitthvað skemmtilegt í hverjum mánuði ársins. Þannig urðu til jól, páskar, brim og alls konar. Þótt þetta sé farið að ryðga svolítið í kollinum á mér eftir öll þessi ár og aldir kemur hér skemmtialmanakið eins og ég man það:
SKEMMTIALMANAK
Janúar: Þrettándabrenna og þorrablót. Lægðir og brim. Hálka.
Febrúar: Bolludagur (12. feb.) sjá mynd efst, vindur, snjór.
Mars: Mottumars, stundum páskar, spennandi veður.
Apríl: Páskar, páskahret og slíkar dásemdir.
Maí: Kröfuganga, alltaf rigning.
Júní: Þjóðhátíðardagur, stundum forsetakosningar, stundum, sól.
Júlí: Írskir dagar, alltaf sól.
Ágúst: Afmælið, gleðiganga, menningarnótt, óbærilegur hiti.
September: Allir enn glaðir eftir ágúst. Veður æsast.
Október: Jólabókaflóðið hefst. Lægðir í hópum.
Nóvember: Börn sníkja nammi. Veður býr sig undir meira vesen.
Desember: Jólin, rauð eða hvít.
ATH. Þetta með veðrið var nú bara gert fyrir okkur örfáu sem líta á fjölbreytileika veðurs sem forréttindi okkar Íslendinga. Hugsið ykkur viðbjóðinn að afplána alltaf sama veður dag eftir dag, eins og í heitu löndunum. Skemmtialmanakið á að vera fyrir alla, líka veðuráhugafólk.
Þótt ég hafi nýlega ákveðið að hætta alfarið að vinna til að geta fylgst með framboðum til forseta Íslands og þar með bloggað um frambjóðendur, er ég orðin ansi hreint ringluð. Ég þarf sennilega aðstoðarfólk. Miklar breytingar daglega og ný framboð spretta upp.
Hvað ef sá/sú sem fær næstflest atkvæðin verði varaforseti, til að nýta allan þennan mannauð? Held þó að Dóri DNA verði ekki með fyrst ekki gaus í gær, eða var það í dag? Honum var alla vega ekki full alvara, sýndist mér. Svo var einhver sem stakk upp á Bergþóri og Albert (þeir eru æði), skilst að þeir liggi ekki einu sinni undir feldi ... enda feldirnir í Costco uppseldir.
Einhver kom reyndar með þá tillögu að Jóakim prins af Danmörku yrði konungur Íslands, svona til að bæta honum upp að Margrét svipti börn hans prinsa- og prinsessutitlum sem fór rosalega í taugarnar á honum. Börnin fengju þá titlana aftur og það elsta tæki við þegar Jóakim hættir eða deyr og við landsmenn losnum við rándýrar kosningar, jafnvel á fjögurra ára fresti.
Það styttist í að Friðrik taki við veldissprotanum í Danmörku, er það ekki 14. janúar? Daginn áður en Sólarsystirin kemur út á Storytel. Hann er með myndarlegri prinsum og kannski gerði Margrét Þórhildur þetta ekki af því að henni var svo illt í bakinu, heldur til þess að hann hætti að heimsækja "vinkonu" sína á Spáni sem er nú kannski bara samt góð vinkona. Ég hafði ekki hugmynd um allt fjaðrafokið yfir þessu í Danmörku. Hann fær þó enga krýningarathöfn (hefð eða kannski refsing?) en eitthvað hlýtur þó að vera gert af þessu tilefni því ég heyrði í fréttum í dag að það væri næstum uppselt í danskar lestir og rútur til Köben þann fjórtanda. Skyldi verða bein útsending á RÚV ... en frá hverju ef engin athöfn?
Mér finnst eins og hirðfréttir frá Danmörku berist mjög hægt og illa hingað til lands. Við vitum allt um breska slektið, Karl og Kamillu, Vilhjálm og Katrínu, Harry og Meghan (nema hvernig börn H og M líta út), en sáralítið um annað kóngafólk í Evrópu (í lagi mín vegna). Sem lítil stelpa fannst mér hefðardúllurnar mjög spennandi, einhver Fabiola voða flott (af Hollandi) og svo auðvitað hin danska Anna María (litla systir Margrétar) sem giftist flottum kóngi í Grikklandi (Konstantín) og þegar hjónabandið hafði staðið í áratug var honum steypt af stóli og herinn tók völdin. Þau voru svipt ríkisborgararétti og eignir þeirra gerðar upptækar. Þau flúðu til Rómar og settust síðan að í London en eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi þeim í vil, fluttu þau aftur til Grikklands (2013). Wikipedía er með þetta.
Viljum við kóng á Íslandi eða bara forseta áfram? Væri ekki gaman að geta gælt við þá hugmynd að komast á hirðdansleik á Bessastöðum svona einu sinni í lífinu? Læra almennilega kurteisi (hirðsiði/borðsiði) en spurning hvort bakið á mér þyldi eilífar hneigingar. Það kom í ljós í síðustu blóðprufu (2015) að ég er með blátt blóð í æðum svo mögulega þyrfti ég ekki að hneigja mig djúpt.
Stórfréttir: Svo komst ég að skyldleika mínum við söngvarann í Skálmöld. Við erum sjömenningar, segir Íslendingabók. Ein blogg- og margt fleira-vinkona er náskyld honum og manaði mig í spjalli í gær til að athuga þetta. Orðin svo þroskuð og lítil grúppía vissi ég ekki einu sinni hvað hann heitir ... Ég er nú samt viti mínu fjær af monti yfir þessu. Skyldleikinn er Þingeyingamegin ættbogans.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 480
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.