16.1.2024 | 22:54
Mikið þakklæti, Skálmaldarvinkonur og möguleikar glútens
Íbúafundurinn, það sem ég sá af honum, var mjög áhrifaríkur og Grindvíkingar magnaðir, spurðu krefjandi spurninga og sættu sig ekki við loðin svör. Margt kom fram sem fæstir hafa kannski hugsað út í, að fólk sé enn að borga rafmagn og hita af eignum sínum í Grindavík og líka nýja "heimilinu", að margir þurfi að keyra miklar vegalengdir til að láta lífið ganga upp ... ein sem hefur hreingert þrjú eldhús síðan 10. nóv. og svo framvegis. Þegar ein talaði um að það væri lítil stemning fyrir eldamennsku um þessar mundir og frekar eitthvað skyndidæmi keypt, veit ég af eigin reynslu hversu erfitt er að hafa sig í að elda mat eftir áfall - hjá mér í marga mánuði 2018. Jóhanna Leópolds, yndisleg vinkona, mætti óvænt þrisvar sinnum alla leið frá Búðardal með tilbúinn heitan mat handa okkur stráksa og það gladdi okkur mikið. Í eitt skiptið var það rabarbaragrautur ... sem ég hafði ekki smakkað í áratugi, gleymdi einhvern veginn að hann væri til. Með rjóma er hann eins og allra besti eftirréttur. Ég hef eldað hann nokkrum sinnum síðan. Við borðuðum auðvitað mat öll kvöld (hann fékk hádegismat í skólanum) en kannski engin tímafrek glæsilegheit, þetta hefði ekki fengið einn tíunda úr Bridgestone-stjörnu. Kannski var keyptur eldaður kjúklingur, hrísgrjón soðin með og góð sósa, eitthvað slíkt, fljótlegt og fín redding til að fylla magann án þess að vera mikil óhollusta. Svo fórum við oft í bæinn til Hildu um helgar og vorum dekruð þar í klessu.
Gosmyndirnar eru eftir Ragnar Th. Sigurðsson (einn allra besta ljósmyndara landsins, Artic-Images) sem vann með mér fyrir langa löngu og var mjög skemmtilegur samstarfsmaður. Hann kom eitt sinn inn á kaffistofu (þá vann ég á DV 1982-1989 og hann á Vikunni) og spurði: Vitið þið hvað er svona svipað og búmmerang en kemur ekki til baka? Hausar hristust í takt, enginn vissi það og enginn giskaði. Spýta! sagði Raggi.
Það eru liðin sex ár í dag síðan útför Einars fór fram. Ekkert sárt eða erfitt fylgir þessum degi hjá mér og hefur ekki gert þessi ár, bara þakklætistilfinning til allra sem hjálpuðu og gerðu þennan dag eins góðan og hægt var. Veðrið var vissulega ömurlegt; ískalt og hvasst, eins og reyndar var í dag, nema verra, einhverjir komust ekki vegna ófærðar eða treystu sér ekki til að keyra. Skil varla hvernig fyrrverandi mágur minn komst frá Borðeyri og yfir Holtavörðuheiði sem þá var orðin ófær. Allir sem bökuðu kökur fyrir erfidrykkjuna, Sigrún Ósk, dóttir Ingu vinkonu, hélt utan um baksturinn og verkstýrði svo sjálfri erfidrykkjunni með Hlédísi. Ég gæti talið upp svo marga sem buðu fram krafta sína eins og t.d. Palla og Moniku sem sáu um tónlistina.
Minningin frá þessum degi tengist fyrst og fremst þakklæti og minnir mig á hversu fólk er gott og hve góða ég á að, fæ ýmsum seint fullþakkað. Í dag er líka dagurinn þegar snjóflóðin féllu í Súðavík árið 1995. Risaknús til allra Súðvíkinga.
Myndin er af stráksa og Palla á þrettándanum 2018 þegar rætt var um tónlistina í útförinni. Palli hefur nákvæmlega ekkert breyst (það borgar sig greinilega að sleppa því að reykja og drekka) en stráksi aftur á móti stækkað einhver ósköp og svo hefur himnaríki líka gjörbreyst til hins betra.
Þegar við stráksi skruppum í vikulegu skemmtiferðina okkar út í bókabúð og nærbúðir hennar síðasta föstudag, hittum við tvær bekkjarsystur mínar úr grunnskóla (mér finnst ég yngri ef ég nota ekki orðið barnaskóli). Þær heilsuðu og önnur þeirra, Magný, fór að tala um sameiginlega ást okkar á Skálmöld. Hin, Laufey (annar bekkur reyndar, sami árgangur) tók undir bilað hrós okkar í garð þessarar flottu hljómsveitar og sagðist hafa tekið texta sveitarinnar fyrir í íslenskutímum, krufið þá og rætt, en hún kennir sjöunda bekk í gamla skólanum okkar. Frábær kennari, heppnir nemendur. Við ræddum um sérlega velheppnaðan árgangshitting seint á síðasta ári, ekkert fyllirí og vesen, bara skemmtilegheit, byrjaði snemma (kl. 18) og endaði snemma (man ekki alveg hvenær, ég lagði af stað til Reykjavíkur upp úr kl. 21 vegna upplestrar á Bókamessu í Hörpu daginn eftir, munið, úr bókinni okkar Möggu Blöndal, Þá breyttist allt, sem ég treysti að þið hafið öll með tölu keypt og lesið).
Ég er búin að sjá nokkra svipaða statusa á Facebook:
Úff, fyrsti leikurinn sem ég horfi á og strákarnir skíttapa! (Viljið þið vinsamlegast hætta að horfa!)
--- --- --- --- --- --- ---
Fólkið í Los Angeles er dauðhrætt við glúten. Ég sver það, það væri hægt að ræna vínbúð með beyglu í þessari borg. Ryan Reynolds leikari, sjá mynd.
--- --- --- --- --- --- ---
Fólk nær ekki andanum yfir Grindavík og það er vel. En hjá mörgum nær samkennd bara að landamærunum, sérstakt! Mummi Týr
--- --- --- --- --- --- ---
Roberto MANCini þjálfar MANChester City og ARSENe Wenger ARSENal. Kannski bráðsniðugt að ráða eftir nöfnum. Óska eftir þjálfara með upphafsstafinu ÍA fyrir sumarið! Ég sjálf þennan dag árið 2010. Man að ég skellti þessu inn í heitar umræður um enska boltann, til að létta andrúmsloftið, en engum fannst þetta merkilegt.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 14
- Sl. sólarhring: 179
- Sl. viku: 719
- Frá upphafi: 1525174
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 623
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.