21.1.2024 | 17:43
Sjokkeruð tepra ... og þó
Tepruskapurinn í mér fékk svolítið áfall á föstudagskvöldið þegar Hugleikur Dagsson var með uppistand í sjónvarpinu, á ensku, þetta var upptaka frá Finnlandi þar sem hann skemmti þarlendum. Ég held og hef lengi haldið að Finnar séu með dásamlegri þjóðum. Ein heimsókn þangað (kórferðalag) á síðustu öld, kynnin við Ritvu, Matta, Leningrad Cowboys (finnsk hljómsveit), Lordi og ótal margt fleira. Já, uppistandið ... sko, ég er yfirleitt ekki sérlega hrifin af neðanbeltishúmor, finnst hann oft ansi þunnur og leiðinlegur, gerir lítið úr bæði körlum og konum ... en ... Nokkrum sinnum á meðan ég horfði hugsaði ég: Hulli þó! Oftast var nú alveg hægt að glotta út í annað og jafnvel flissa ... sumum tekst ágætlega að fara illilega yfir línuna, en þegar hann fór að segja prumpbrandara missti ég mig gjörsamlega úr hlátri í stofusófanum. Púðinn við hliðina á mér, sem ég tróð upp í mig, kom í veg fyrir að nágrannar mínir, Jaðarsbraut, Höfðabraut, Garðabraut, hringdu í lögregluna, þvílík voru lætin. Gott að stráksi var ekki heima, hann hefði ekki skilið þessi vein mín yfir lýsingum á glútenóþoli og hljóðunum og vandræðaganginum sem orsakast af því ... Finnsku áhorfendurnir skemmtu sér konunglega allan tímann. Ég er endalaust þakklát RÚV fyrir að sýna þessa uppistandsþætti. Hef séð þrjá síðan undir áramót, en ansi lítið sjónvarpsgláp mitt gæti mögulega hafa komið í veg fyrir að ég hafi séð fleiri, ef hafa verið. Best að kíkja á ruv.is við tækifæri hvort svo sé.
Mynd: Hjónin í næsta húsi settu enn eitt stúlkna- og drengjametið í elskulegheitum núna áðan með matarsendingu. Enn og aftur. Dugar í þrjár himneskar máltíðir.
Um þessar mundir eru fjögur ár síðan endurbætur hófust í Himnaríki. Ég fékk nýtt bað og nýtt eldhús, ný gólfefni og fataskápa. Allt var málað og tekið í gegn. Í leiðinni losaði ég mig við hátt í helminginn af eigum mínum, bækur, húsgögn, húsmuni og reyni enn í dag að hemja mig svo ég fari ekki að safna að mér dóti aftur. Gengur frekar illa þegar kemur að bókum. Þær hafa svolítið safnast upp. Reyni að losa mig við eitthvað af þeim jafnóðum, og svo dót í staðinn fyrir annað dót ... En mikið rosalega er skemmtilegra og fljótlegra að taka til. Enn hugsa ég með þakklæti til Didda og kó (Trésmiðja Akraness), Guðnýjar og allra frábæru mannanna sem komu að endurgerð þessarar glæstu íbúðar. Að fá þvottahúsið inn á bað var bara æði, miklu skemmtilegra að þvo og vera komin með fatahengi og hol í stað pínulitla þvottaherbergisins sem var áður. Ótrúlegt samt að það séu komin fjögur ár! Baðljósið sem lífgaði áður upp á veggina er nú komið inní eldhús og stendur sig ágætlega við að lýsa mér við eldamennskuna.
Hvernig í ósköpunum getur það truflað nokkurn mann að fólk sem á ættingja og vini í lífsháska tjaldi á túnbletti um hávetur? Myndi maður ekki aðallega hafa áhyggjur af því að því sé kalt? Heyr, heyr, Egill Helgason.
Svokallaðir Burner Accounts í Bandaríkjunum hafa verið notaðir til að senda ógeðsleg skilaboð á trans fólk. Trans kona segir: Eftir 7. október sl. hef ég ekki fengið nein skilaboð af þessu tagi. Af því að þetta er sama fólkið, öfgakenndir trúarofstækismenn í USA og Bretlandi, sem keppist nú við að koma óorði á stuðningsfólk Palestínu.
Skyldi það vera? Sá nýlega ljóð eftir skáldið sem hefur vissulega fært athygli sína og sinna frá trans fólki að tjöldunum á Austurvelli.
Jón Frímann:
Jarðskjálftavirknin er núna orðin sú sama og fyrir eldgosið þann 14. janúar 2024. Þetta er eins og rúmlega 10 klst. fyrir eldgos. Hvort ég hef rétt fyrir mér verður að koma í ljós. Þetta eru spennuskjálftar í Krýsuvík og við Kleifarvatn vegna þenslu í Svartsengi og annarra færslna á svæðinu við Grindavík og Svartsengi.
Jón Frímann (leikmaður í fræðunum, afar fróður og sannspár) var spurður hvort hann hefði tilfinningu fyrir því hvar næsta gos komi: Því miður er líklegt að næsta eldgos komi sunnan við eldgosið sem varð þann 14. janúar.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 122
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 752
- Frá upphafi: 1525113
Annað
- Innlit í dag: 105
- Innlit sl. viku: 641
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 93
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.