23.1.2024 | 19:13
Annir og afmælisbörn, ýkjur og mont
Stjórnarfundurinn gekk eins og í sögu, þrátt fyrir að Mosi væri helst til of ofurelskulegur og hefði setið og síðan legið ofan á fundargögnunum megnið af tímanum. Aðalfundurinn verður í mars, eins og vanalega, kannski held ég áfram að vera riddari, kannski ekki. Mögulega vill einhver annar taka við, enda flott nafnbót. Svo í dag var Hekls Angels-hittingur sem hefur verið haldinn mánaðarlega síðan í október. Við slepptum desember og nú í janúar var komið að mér. Með hjálp BettyCrocker nokkurrar töfraði ég fram glæsta vanilluköku sem rann ljúflega niður. Enn er helmingurinn eftir, enda fengum við góða hjálp frá stráksa, sem mun svo sannarlega gleypa hana í sig og klára á morgun og hinn. Uppáhaldskakan hans. Fullorðinsárin hafa gert mér grikk, einu sinni var ég óð í tertur og kökur en svo er því miður ekki lengur. Ég átti eitt takmark í lífinu þegar ég var tíu ára, að skúffurnar tvær í Hansahillunum yrðu alltaf fullar af sælgæti þegar ég væri orðin fullorðin. Bæði hillurnar og draumurinn hurfu með tímanum. Kæru börn, það tekur því ekki að setja sér markmið, við þroskumst alltaf frá þeim. Ætlaði ég ekki að vera söngkona, leikkona, dansmær eða ljósmóðir? Hmmmmm.
Keli, elsti kötturinn og sá gigtveiki, hlammaði sér hreinlega ofan á hekldótið hjá einni í hópnum en áður en ég gat fest það á filmu, var hann stokkinn á braut. Missi ekki af því næst. Já, Keli, Krummi og Mosi eru algjörir kærleikskettir, elska fólk og hunda. Krumma er samt ekki treystandi þegar Herkúles og Golíat frændhundar mínir koma í heimsókn. Hann er pínku hræddur við þá og virðist vilja vernda okkur fyrir þessum hundskrímslum. (H og G eru forkunnarfagrir Maltíshundar)
Ástamálin hafa ekki pirrað mig neitt sérstaklega undanfarið, eða skortur á slíku, en nú veit ég að ef ég nenni að lenda á séns eru möguleikar mínir fleiri og athyglisverðari en ég hélt. Allt spurning um að hugsa út fyrir rammann.
Þessi fjölskylda (sjá mynd) er saumuð, sýnist mér, en með hjálp meðlima Hekls Angels gæti ég heklað mína eigin fjölskyldu, grunar mig, gæi sem mótmælir mér aldrei, ódýr í rekstri og ... þægustu, alla vega hljóðlátustu börn í heimi, ef ég nenni að hekla börnin líka. Skilst að þau flæki fjölskyldulífið (?) svo þetta er alveg spurning. Hvaða garn væri best að nota? Eitthvað sem má fara í þvottavél væri best en ég nota svo sem aldrei varalit svo ég gæti kysst hann grimmt án þess að stórsæi á honum. Hef ég tíma til að hekla heilan karl? Hversu hávaxinn á ég að hafa hann? Hvað með tróð? Nenni ég þessu? Tuskukarlar eru svo ofmetnir ...
Facebook segir mér að bæði Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og myndlistarkona, og Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður eigi afmæli í dag. Húrra fyrir þeim. Tvenn jól í röð hef ég fengið aðeins eitt jólakort og það er frá öðru þeirra (ég vann með viðkomandi um hríð, ja, eiginlega báðum, hinu samt óbeint, og gettu nú). Að droppa nöfnum er leyfilegt á þessari síðu. Plat, ýkjur og mont gerir allt betra!
Sjálf hætti ég að senda jólakort árið 1985 sökum fátæktar (þau voru komin upp í 70), og jólin komu samt. Já, svo á Sigþóra von Akranes afmæli líka, sá ég, og í dag er komin rúm hálf öld, eða 51 ár, síðan gaus í Vestmannaeyjum.
Af eigin Facebook-síðu:
Þennan dag árið 2015: Þeir ættu að skammast sín. Bæði Sigmundur og Davíð. Innhringjandi í Reykjavík síðdegis.
Þennan dag árið 2012: Hef sjaldan verið jafnfljót á fætur og þegar mamma vakti mig sjöleytið fyrir 39 árum: Gurrí, vaknaðu, Vestmannaeyjar eru ónýtar.
Mamma gat verið mjög dramatísk, ég man alveg hvernig okkur leið þegar hún sagði að ungur frændi okkar hefði lent undir valtara og meitt sig á fæti. Hann lá reyndar ekki á stofu 15, 16 og 17, heldur ók lyftari yfir fótinn á honum ... bakarí, apótek ... valtari, lyftari.
- - - - - - - - - - - -
Varðandi rafrænu dagbókina sem hefur aukið annríki mitt til muna:
Tannlæknir á morgun, fundur á fimmtudag ... og föstudagurinn er farinn, eins og ég vissi: Fæ góða heimsókn úr bænum, og líka á laugardaginn. Bíð spennt eftir sunnudeginum. Mögulega hefur alltaf verið svona mikið að gera hjá mér, mér hefur bara fundist ég lifa svo tryllingslega rólegu lífi hér við sjávarsíðuna. Lífið hefur vissulega verið mun rólegra eftir að ég flutti á Skagann. Ég var svo miklu duglegri að fara eitthvað, gera eitthvað þegar ég bjó í bænum. Auðveldara að hoppa upp í strætó eða leigubíl, eða vera samfó ... Hér gengur innanbæjarstrætó aðeins til kl. 18 og aldrei um helgar. Leið 2 gengur ekki þegar skólafrí eru, vorfrí, vetrarfrí og það allt. Best að tékka á því áður en kennslan hefst og gera ráðstafanir. Það væri nú agalegt ef sjálfur leiðbeinandinn lærbrotnaði í ógeðshálku og fengi kalsár af því að strætó 2 er bara fyrir skólabörnin.
P.s.
Svo áttu barn og von á öðru í heiminn, skiptir þetta máli? Já, að sjálfsögðu ... úr viðtali við karlkynsíþróttamann eða -þjálfara. Er heimurinn að verða vitlaus?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 32
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 662
- Frá upphafi: 1525023
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 563
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.