9.2.2024 | 23:58
Bollur að gjöf, glaði þjónninn og lúmska hótelbyggingin
Glaðasti þjónn í heimi setti enn eitt drengjametið í skemmtilegheitum í kvöld þegar við stráksi skruppum á Galito. Þau eru reyndar öll mjög fín sem vinna þarna en þessi er svo fyndinn að hann fær alla til að hlæja. Hann hefur líka gott minni. -Þú færð þér alltaf það sama! sagði hann þótt vikur líði á milli þess sem ég borða þarna. (Hann er allt of ungur til að vera skotinn í mér) Og jú, ég fæ mér alltaf pönnusteikta þorskinn mínus döðluchutney. Stráksi fékk sér pítsu og kláraði 12 tommuna auðveldlega, fékk sér steikarloku síðast!
Þar sem styttist nokkuð í flutninga stráksa frá himnaríki þarf að búa í hvelli til geggjaðar minningar. Eru þær ekki það dýrmætasta sem við eigum?
Mynd: Maturinn góði. Bara til öryggis ... það var ekki vodka í glösum okkar.
Það vantar appelsínusafa, tilkynnti stráksi þegar við stigum út, pakksödd og sæl og hann benti um leið yfir á Krónuna skammt frá. Við kaupum bara safann frá Sól, enda sá eini sem ekki er búinn til úr þykkni. Kíkið bara á smáa letrið. Aðeins einn var eftir í allri búðinni, í neðstu hillunni og ekki áberandi sem virkar þó ekki á okkur, og hann er kominn inn í ísskáp í himnaríki. Páskaegg? gargaði drengurinn þegar hann sá nokkur lítil slík, innpökkuð í umbúðir í öllum regnbogans litum. Páskarnir koma í næsta mánuði. Hvaða lit viltu? spurði ég. Rautt egg, svaraði hann. Ég fékk mér túrkísblátt og málsháttinn Fátt er svo ágætt að eigi finnist annað slíkt. Eða, Ekki halda að þú sért eitthvað spes! Frekar hallærislegt í eyrum Þingeyinga. Annars fer ég helst ekki í Krónuna, ég kaupi mér oft sælgæti þar og ef það er til sælgæti, klára ég það jafnt og þétt. Ég sýni mun meiri stillingur þegar ég panta í Einarsbúð.
Bakið á mér mótmælti allri þessari hreyfingu og rétt áður en við komum heim var ég eiginlega farin að ganga afturábak, ég gekk svo hægt. Úkraínska grannkona mín hoppaði niður og opnaði dyrnar, hélt á fallegum diski með nokkrum bollum á - HANDA OKKUR STRÁKSA. Ég er að reyna að halda í við mig, viðurkenndi hún og horfði svo á mig eins og ég væri tággrönn eins og hún.
Ha, bakaðir þú íslenskar vatnsdeigsbollur? Ég var gáttuð en svo mundi ég eftir því að hún hefur verið hér í rúmlega eitt og hálft ár, auðvitað kann hún undirstöðuatriði íslensks lífs, eins og að halda upp á bolludaginn. Það langfyrsta sem maður kennir útlendingum.
Nja, ég gúglaði svona eclair-dæmi og setti svo krem inn í, játaði hún. Hún bjó til gat á bollurnar og sprautaði kreminu inn í þær, enginn rjómi sem lak ... snilldin ein.
Facebook rifjaði upp 12 ára gamla minningu: Það var þáttur um Vísindakirkjuna á RÚV sem ég ætlaði að horfa á, læra þannig hvernig ætti að stofna söfnuð, lokka þangað fólk, halda því þar og láta það borga mér fullt af peningum. Allir sem lækuðu og kommentuðu voru komnir sjálfkrafa í söfnuðinn en fengu afslátt. Ég var greinilega svo villt á þessum árum að ég hætti við þessa stórgóðu hugmynd innan við hálftíma seinna og það er eina ástæðan fyrir því að Söfnuður heilagrar Guðríðar varð aldrei til.
Fyrirhugað hótel við Langasand? Rétt teikning eða blekking? Alveg ofan í íþróttavellinum, beint fyrir ofan Guðlaugu. Vilja ferðamenn gista á hóteli sem stendur við íþróttavöll? Er lítið útsýni út á sjó frá hótelinu? Af hverju finnast ekki betri teikningar þegar maður gúglar? Þetta virkar ansi hreint lítið og vesælt á þessari mynd, kannski viljandi? Og ég bara trúi því ekki að eigi að vera enn einn fúlilækur (afsakið, lón) þar sem brekkusöngurinn hefur verið, þrettándagleðin, þyrlupallurinn, líkamsrækt. Og ef ég lít þetta jákvæðum augum, stutt að sækja sér latte-jákvæðni ... þá velur hótelstjórnin kannski að kaupa inn vont kaffi því duglegir sölumenn ónefnds fyrirtækis hafa eyðilagt fyrir manni ferðalög út á land, vegasjoppurnar sem halda allar að þær bjóði svooo gott kaffi af því að sölumaðurinn sagði það. Kaffið í Varmahlíð var reyndar mjög fínt síðast þegar ég fór þangað (Kaffitár).
Ég finn fyrir mikilli andstöðu við þetta frá ótrúlegasta fólki sem hefur tjáð sig í kvöld. Sumir eru reiðir og tala um lítið eða ekkert íbúalýðræði hér, enda held ég að enginn hafi verið spurður álits á þessum stóru og miklu breytingar við vinsælasta útivistarstað okkar ... Við í himnaríkishúsinu getum ekki kvartað yfir því að missa útsýnið, en Nýja blokkin gæti mögulega lent í því, held ég. Fer samt eftir því hvernig húsið verður. Leyndin hjálpar ekki svo vonandi fáum við að vita sem fyrst hvernig þetta verður.
Nú gengur svohljóðandi Facebook-leikur:
Farðu inn á islendingabok.is og rektu þig í beinan kvenlegg allt til ársins 1801 og gáðu hvar formóðir þín bjó það árið.
Afritaðu þennan texta sem stöðu þína og skrifaðu sem athugasemd nafn þessarar formóður þinnar og bæinn sem hún bjó á 1801.
Formóðir mín í beinan kvenlegg var Sæunn Sigurðardóttir, fædd árið 1793. Þarna árið 1801 þegar manntal var tekið, var hún átta ára gömul og bjó á Innstalandi í Fagranessókn í Skagafirði. Hún var vinnukona, eignaðist fjórar dætur og sú yngsta, Margrét Magnúsdóttir er formóðir mín í fjórða lið.
Sæunn lést árið 1845 á Reynistað, Staðarhreppi, Skagafirði.
- - - - - - - - - - - - - - -
Ég er búin að steingleyma hvaða konungur er forfaðir minn (danskur, norskur?) en það var ótrúlega mikil nautn að sjá það viðurkennt í Íslendingabók. Blátt blóð, en blár litur er uppáhaldsliturinn minn sem er ekki tilviljun. Einhvers staðar er líka galdramaður meðal forfeðranna, eða maður sem gekk undir því viðurnefni en þegar ég fann hann kunni ég ekki að taka skjáskot og hafði ekki öðlast næga greind (sem kemur með árunum) til að taka hreinlega ljósmynd af skjánum. Kannski er búið að bæta leitarvélar Íslendingabókar? Prófa það kannski einhvern daginn.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 632
- Frá upphafi: 1524947
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 537
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.