5.4.2024 | 00:19
Furðuframboð, flutningar, fyllirí ...
Skilaboð í kvöld: Ertu full? Mjög full? Ég dæsti og fór að hugsa. Hvað hafði ég gert systur minni fyrst hún dirfðist að ásaka mig um annað eins. Ég er ekki einu sinni hálfnuð með pínulitlu Beilísflöskurnar sem ég hrúgaði (tíu) í körfu í fríhöfninni eftir Glasgow-ferðina Á SÍÐASTA ÁRI. Þekkjandi þankaganginn áttaði ég mig á því að hún hélt að ég hefði drekkt sorgum mínum yfir því að vera orðin einsetukona í fyrsta sinn í sjö ár og einn mánuð. Jú, stráksi flutti nefnilega á besta stað í heimi í dag, fékk litla stúdíóíbúð í íbúðasambýli, með fæði og þjónustu, nálægt miðborg Akraness og hinni sundlauginni - og kvaddi himnaríki klukkan rúmlega tvö í dag. Þrír sérlega myndarlegir menn komu frá Akraneskaupstað til að aðstoða við að flytja rúmið hans (það þurfti að skrúfa höfðagaflinn af), einnig sjónvarpið stóra í stofunni sem ég gaf honum (eftir að ég hætti að nenna að horfa að mestu, eitt nægir) og fína tölvuleikjastólinn. Annað hafði hetjan hún systir mín (hún getur verið svo næs líka) aðstoðað okkur við að flytja og ganga frá í gær, sem gladdi skytturnar þrjár aldeilis svaðalega í dag. Bara eitt rúm, sjónvarp og stóll? Jessssss, veinuðu þeir ofsaglaðir, enda frekar fúlt að hoppa margar ferðir upp á þriðju hæð og svo niður með kannski eitthvað þungt í fanginu. Það allra léttasta gleymdist nú samt, eða fjarstýringin að sjónvarpinu. Inga kom eins og frelsandi engill og aðstoðaði okkur með restina sem var nú ekki svo mikið. PS5 og annað slíkt sem mátti alls ekki flytja í gær ... Litla sjónvarpið úr herbergi stráksa flytur búferlum í Kópavog plús margar Syrpur en fram að sölu himnaríkis hef ég ágætis not fyrir aukaherbergi og hef einsett mér að breiða nokkuð úr mér. Vantar mig vinnustúdíó, íþróttaherbergi, kaffihússherbergi, kattasvítu? Ó, svo margir möguleikar ... svo skammur tími ...
Á meðan ég eldaði síðustu kvöldmáltíðina í gær, heyrði ég hljóð sem gátu ekki táknað annað en að stráksi léti eins og bestía eða óhemja (orðin sem mamma notaði í denn á okkur). Gemsinn hans hafði frosið. Ég hækkaði ögn röddina, bað hann að koma með ónýta drasl-ógeðs-ömurlega gemsann, ég skyldi redda málum. Hafði gúglað: Frozen iPhone X og fékk upp fína skýringarmynd.
Ýtið á hækka-takkann og sleppið, ýtið á lækka-takkann og sleppið. Ýtið síðan á slökkva-takkann (hægra megin) og haldið honum inni þar til eplið sést.
Þetta snarvirkaði, stráksi tók gleði sína og heldur að ég sé símasnillingur, klárari en Davíð frændi jafnvel ... Mér datt ekki í hug að leiðrétta það.
Stráksi (20) var hjálplegur og alveg sáttur við allt saman þótt hann hafi ætlað að búa hjá mér alla vega til 57 ára aldurs, hafði sagt það síðustu árin. Það hefði svo sem verið kúl fyrir mig að verða hátt í hundrað ára, ég meina sjötug, orðið að halda mér á lífi og vera eldhress sem fósturmamma, og stórgræða í leiðinni t.d. með því að missa ekki af því þegar Georg litli tekur við sem konungur í Bretlandi og þegar Pútín verður kjörinn forseti í fimmtugasta skiptið og ... alls konar. Talandi um það ... Hver ætli verði næsti forseti Íslands? Þetta er furðulegasti aðdragandi forsetakosninga sem ég man eftir ... með ólíkindum, eða var þetta kannski svona fyrir átta árum og ég fljót að gleyma? Fólkið á fb segir að Gnarrinn taki þetta auðveldlega ... að Katrín sigri ef hún býður sig fram ... að auðvitað verði Baldur forseti ...
Bara svo innilega leiðinlegt að sjá sumt fólk sem heldur t.d. með ónefndum frambjóðanda, rakka niður aðra frambjóðendur. Ég veit ekkert um viðkomandi, minnir bara að hann aðhyllist samsæriskenningar en væri frekar til í að vita meira um hann en eitthvað ljótt um hina. Mér hefur samt þótt prúðmennskan almennt ríkjandi nema þarna hjá þessum fyrrnefndu.
Verkefni eru næg þótt elsku fóstursonurinn sé fluttur ... svo sennilega breytist ég, í öllum þessum friði sem mun áreiðanlega ríkja hér, í algjöran vinnualka sem lyftir sér upp með því að snúa höfðinu stöku sinnum til hægri þegar öldurnar eru sem háværastar við Langasandinn. Ein brimskvetta á við besta samkvæmislíf. Kaffi og kettir á kantinum ... dásemd. Svo þarf einhver að finna upp Eldum hollt fyrir einn-heimsendingarþjónustu (með engum hnetum, möndlum, döðlum og rúsínum ... ég mun seint fyrirgefa Eldabuskunni fyrir að troða RÚSÍNUM í brokkolísalatið án viðvörunar og kaupi tæplega páskaegg frá vissu fyrirtæki aftur út af verulegum rúsínuhremmingum páskana 2024).
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 182
- Sl. sólarhring: 348
- Sl. viku: 874
- Frá upphafi: 1505881
Annað
- Innlit í dag: 145
- Innlit sl. viku: 711
- Gestir í dag: 139
- IP-tölur í dag: 134
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.