Mest pirrandi, kurteisi eða pappírsflóð

TitanicÓtrúlegt en satt, ég er búin með átta og hálfan tíma af Týndu systurinni síðan rétt eftir miðnætti 5. maí ... (hraði: 1,2) en á samt 12 klst. og 11 mín. eftir. Hversu dýrlegt er það. Ég á vinkonu sem er hreinlega ekkert spennt fyrir bókunum um systurnar sjö ... sem mér finnst ótrúlegt. Ég þekki svo sem fólk sem er afar hrifið af sannsögulegum myndum en mér finnst þær yfirleitt hörmulegar, þær enda iðulega illa, einhver deyr (Titanic) svo ég vil ekki verja frítíma mínum í slíka ekki-gleði. Ég veit alveg hvað heimurinn getur verið vondur en nenni ekki að velta mér upp úr því. Af sömu ástæðu get ég ekki horft á náttúrulífsmyndir (enda sannsögulegar), nema ég viti fyrir fram að ljón drepi ekki fallegu góðu mörgæsina (grín en ekki grín) þegar á að sýna okkur hversu náttúran geti verið grimm og eiri engu. Ég veit að þeir eru flottir en má ég frekar biðja um hunda- eða kattavídjó með góðum endi? Ekki endilega þegar gott fólk bjargar dýrum í neyð, slík myndbönd eru stundum sett á svið, til að fólkið geti baðað sig upp úr hrósi, hjörtum og lækum. En auðvitað alls ekki alltaf. 

 

Facebook í stuði:

Íslendingar í útlöndumVirkilega gaman stundum að lesa suma þræði - eins og nýlega af síðu vorra landsmanna sem búa í útlöndum. Ég á eftir að lesa þráðinn þar sem fólk segir frá kostum landanna sem það býr í, sá var neðar, því festist í þræðinum: Hvað fer mest í taugarnar á ykkur í núverandi búsetulandi? Hann var svo sem ekki langur og það sem fer í taugarnar á einum þarf ekki endilega að pirra annan. Mér fannst þetta mjög áhugavert og skemmtilegt. Er mjög hrifin af kurteisi Breta sem fer nú samt í taugarnar á sumum ... Munið bara að sumar þjóðir halda að við Íslendingar séum alltaf á fylliríi og kunnum ekkert með peninga að fara. Svo innilega fjarri sanni! Hérna kemur þetta: 

 

Svíþjóð: Svíar alltaf þreyttir, líka nývaknaðir. 

Belgía: Ekkert rafrænt, allt á pappír, háir skattar.

Holland: Allir svo hávaxnir.

Þýskaland: Bannað að þvo bílinn á sunnudögum. Nenna ekki að vinna en skrifa samt háa reikninga. 

Noregur: Vantar góðan ís í vél, góðar sundlaugar og almennilegt brauð.

Bretland: Bretar ekki nógu lausnamiðaðir, of kurteisir.

Skotland: Bretar svo móðgunargjarnir, koma engu í verk.

Austurríki: Íbúar skilja ekki kaldhæðni.

Kanada: Tveir veikindadagar á ári, allt svo dýrt, engin stéttarfélög.

Austur-Afríka: Helgin hefst á fimmtudegi, vinnuvikan á sunnudegi, eins og maður tapi degi ... Skilja ekki kaldhæðni, skortir allt tímaskyn.

Danmörk: Allt svo skipulagt fram í tímann, talað í vikum (Hentar þér að koma í heimsókn í viku 35?), mikil reglufesta.

Ástralía: Silagangur í öllu, ógeðslegar flugur.

USA, New York: Sorpmálin.

Spánn: Bankakerfið, pappírsflóð í stað tölvupósta.

- - - - - - - - - - - - - - -

Svo fann ég annan þráð, ekki íslenskan þó: 

Sleppið einu orði í lagi og setjið Jesús í staðinn. Það vantaði ekki hugmyndirnar:  

 

- Hit me Jesus one more time

- The real slim Jesus

- Smells like Teen Jesus

- Jesus just wants to have fun

- All you need is Jesus

- The Piano Jesus

- Me and Jesus McGee

 

Þetta fann ég líka

„Ég notaði Red Bull í staðinn fyrir vatn þegar ég hellti upp á í morgun. Ég var síðan á mótum Miklubrautar og Grensásvegar þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt bílnum heima!“ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 227
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 890
  • Frá upphafi: 1516240

Annað

  • Innlit í dag: 182
  • Innlit sl. viku: 723
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband