13.5.2024 | 21:59
Stórbreyting og uppselt afmæli ...
Afskaplega seinlegu verkefni lauk í fyrradag hér í tölvunni í himmaríki og mér finnst ég hafa lést heilan helling við það, það var ekkert leiðinlegt að vinna þetta samt - tók bara svo langan tíma. Næsta verkefni á eftir er svo ótrúlega fljótlegt (og líka skemmtilegt) að ég get skilað því af mér á morgun.
Röskleg ganga mín síðasta miðvikudag dró heldur betur dilk á eftir sér og fk. hásinin bólgnaði aftur. Fólk flissar þegar ég segi að gömul íþróttameiðsl hafi tekið sig upp - en það er dagsatt. Þegar ég skráði mig bjartsýn í skokkhóp við Langasand fyrir löngu reyndist ég vera langsamlega lélegust, við vorum vel yfir 20 talsins. Þrátt fyrir skvass-árin þar sem ég blés ekki úr nös í 45 mínútur ... grunar mig að einhver lungnabólga og þyngdaraukning eftir að hafa hætt að reykja um hríð, byrjað aftur án árangurs, sófakartöflulifnaður, langar setur í strætó Akranes-Reykjavík-Akranes, kannski aldurinn, ég veit það ekki. En ég var mjög móð og yfirkeyrð eftir hraða göngu í kringum íþróttahöllina stóru, með fram hluta Langasands, minnir mig, áreynsla getur valdið minnisleysi, og svo þegar átti að teygja gerði ég það svo rækilega að ég næstum sleit hásin, þá sömu og angrar mig núna, mörgum árum seinna. Var heillengi að jafna mig þá og líka núna. Furðulegt, mig langar aldrei út að ganga - en akkúrat þegar ég á erfitt með það langar mig.
Eftir að hafa látið lítið fara fyrir mér í fjölskyldunni í áratugi - með aðeins eitt nafn (og föðurnafn) ákvað ég að fara út á bjargbrúnina, eiginlega langt út fyrir þægindarammann, leyfa meðfæddu hugrekkinu að ráða loksins og í leiðinni gera mig enn meira gildandi. Ég fór inn á vef Þjóðskrár og var eiginlega einhvern veginn neydd út í þetta, svo auðvelt og hvetjandi var viðmótið og mikið uppáhaldsnafn í gegnum tíðina er nú orðið að millinafni mínu. Ekki samt Elísa, en það var uppáhaldsnafnið mitt á árunum þegar ég þráði heitast að vera prinsessa af Danmörku - sviksemin við Ísland vegna matarómenningarinnar sem hér ríkti.
Undanfarin ár hef ég sem sagt hugsað um að bæta við vissu millinafni. Gamall kunningi með vit á talnaspeki, varð voða hrifinn þegar hann heyrði nafnið og sagði að ekki veitti af að fá inn fimmuna (afsakið kínverskuna) sem skorti svo tilfinnanlega, það vantaði algjörlega ferðagleði og glaum í nafnið mitt en fimman væri í stöfunum e og n, minnir mig. ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ og ég hefði ekkert á móti því að halda áfram að vera heimakær sófakartafla, varð þetta nafn nú fyrir valinu, ekki síst vegna hrifningar minnar á krumma ... svo nú heiti ég löglega: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir ... Endilega kallið mig Hurrí.
Er reyndar líka hrifin af mávum en ... Jónatana* sem millinafn er ekki jafnflott. (*Man kannski enginn eftir bókinni Jónatan Livingstone mávur? Kom út 1973) Þegar ég gúglaði árið sem bókin kom út, sá ég líka minnst á veitingastað með þessu nafni, Guffi og allt, og minningarnar reyndu að troða sér upp á yfirborðið. Við Tryggvagötu ... fór maður ekki stundum þangað frá 1988 (stofnað skv. gúgli) og kannski til aldamóta?
Og annað, ég hefði aldrei farið út í þetta nafnadæmi nema bara af því að vegabréfið mitt er hvort eð er að renna út. Og jú, ég þarf víst að endurnýja rafrænu skilríkin líka en það er ekkert mál. Mikið sem þetta gekk hratt fyrir sig. Ég sótti um í gær og vandaði mig mikið við að búa til sennilega skýringu á beiðni minni, t.d. að hrafn væri í skjaldarmerki ættarinnar - sem virkaði svona líka fínt! Frábær þjónusta hjá Þjóðskrá, rafrænt og alveg ókeypis. Takk, elskurnar.
Ein sem ég sagði frá þessu fyrr í dag spurði mig hvort þetta hefði breytt lífstölunni minni. Ég varð að játa að ég hefði ekki hugmynd um það, datt ekki einu sinni í hug að kíkja í mína eigin bók (Galdraskjóðuna, samansafn af alls konar samkvæmisleikjum, hvar ætli hún sé?) og reikna. Hefði þá mögulega geta endað með nafnið Jónatönu eða jafnvel Mildríði - til að blíðka talnapúkana. Hver veit.
Ég er hætt að öskra yfir alþjóð réttan aldur minn, nema á afmælistertunni ár hvert og fæðingarár mitt er á Facebook en það kann enginn að reikna lengur ... já, bókaormurinn ég hef aldrei vitað nafnið á tánum á okkur! Bara stórutá og litlutá.
Elskan hann Sigurður Hreiðar, fyrrum ritstjóri Úrvals og Vikunnar, vissi allt um tærnar og setti nöfnin í athugasemd: Stóratá, háatá, miðtá, lágatá og litlatá. Svona er Facebook nú fræðandi þegar hún tekur sig til.
Á þræði tengdum forsetakosningunum: Athugasemd: Fáir vita það en Covid-19 var sett af stað til að búa til dýrustu raunveruleikaþætti sögunnar. Sama var upp á teningnum með WW2. Þá erum við raunar að tala um útvarp. (BJ)
Minning af mínum eigin vegg frá 11. maí 2016. Fyrirspurn frá myndarmanni sem var annaðhvort að reyna við mig á frumlegan hátt eða vildi eyðileggja mannorð mitt:
Fyrirgefðu eða ert þú konan sem fórst einu sinni með mér til U.S.A man það ekki alveg en held það.
Útlendingur getur ekki einu sinni keypt sumarhús í Danmörku nema til eigin nota. Á Íslandi hefur Breti keypt rúmlega 80 jarðir og enginn segir neitt. (BBB)
MYNDIN: Er ferðaþjónustan farin að gera út á afmælið mitt eftir tvö ár? Þetta er ekki einu sinni stórafmæli! Ég hef aldrei selt inn.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 222
- Sl. sólarhring: 271
- Sl. viku: 885
- Frá upphafi: 1516235
Annað
- Innlit í dag: 177
- Innlit sl. viku: 718
- Gestir í dag: 171
- IP-tölur í dag: 168
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.