20.5.2024 | 23:03
Lífið er blekking ... og veðurspár með vesen
Sannkallaður gesta- og matardagur í dag í himnaríki (og í gær). Fékk óvænta matarsendingu frá sýrlensku vinafólki ögn fjær, ekki nágrönnunum í næstu blokk, eða guðdómlegt falafel sem ég gleymdi að mynda í allri geðshræringunni. Í gær snæddi ég svo rótsterkt kúskús í boði elsku grannanna frá sama landi, svo magnað að ég "losaði bjúg" á tveggja, þriggja tíma fresti í alla nótt. Nú er ég orðin há og grönn, takk, chili. Ég er mjög hrifin af svona mat og verulega þakklát.
Ein af dásamlegu systrum mínum heimsótti mig svo í dag og hafði komið við í bakaríi á leiðinni, þetta krútt. Hún harðneitaði svo að taka tertuna, eða afganginn af henni, með sér heim aftur, enda býr hún á litlu heimili eins og ég, mannfjöldalega séð. Spurning hvort súpergóðar súkkulaðikökur með karamellukremi megi fara í frysti. Þetta er annars svo ömurlegt ... eða að loksins þegar ég hef efni á og enginn sér til mín, gæti ég borðað kökur og súkkulaði í hvert mál, eins og ég ákvað í barnæsku eftir endalausar synjanir foreldra og vasapeninga við hungurmörk sem nægðu ekki einu sinni fyrir dýfu á ísinn, en finnist það þá viðbjóðsleg tilhugsun og kysi frekar gulrætur! Vegna þess að mér finnst þær betri! Þetta er stóri gallinn við að eldast. Að ég neyðist til að svíkja öll loforðin sem ég gaf sjálfri mér um allt nammið sem ég ætlaði að borða þegar ég yrði stór og enginn gæti bannað mér það. Lífið er bara blekking. Það er svo ofmetið að fullorðnast.
Þegar ég skoðaði veðurspána fyrir komandi viku stakk ég upp á miðvikudegi fyrir opna húsið, þá leit út fyrir afar meinlaust veður, það var sól og blíða í kortunum. EN ... daginn eftir ákvörðunina hafði fokið í veðurguðina og spáin orðin gjörbreytt, með líkum á útsynningi. Þá er sem sagt séns á því að sjórinn sýni sitt besta sem hann gerir svo oft í suðvestanátt. Þau sem vilja sléttan og rólegan sjó fá hann mjög oft líka hér við Langasand en mér finnst hann flottastur þegar hann er með dólg.
Í nóvember 2005, þegar ég skoðaði himnaríki fyrst, var sjórinn einmitt úfinn og flottur sem kveikti það mikið í mér að ég hringdi í fasteignasalann og vildi gera tilboð. Þá var himnaríki fjögurra herbergja íbúð, svo mér leið eins og drottningu að flytja úr hreysi í höll (úr 56 fm (ekki hreysi) í 100 fm), en svo lét ég rífa vegg á milli stofu og herbergis, missti herbergi við það en fékk danssalinn sem ég hafði alltaf þráð, fínasta bókasafn í öðrum enda hans og borðstofa í hinum. Það er búið að gera heilmargt hér í húsinu eftir að ég flutti ... komnar almennilegar svalir, búið að skipta um glugga og svo er verið að skoða núna lagnir undir húsinu, og gert við ef þarf. Við eigum digra sjóði svo það er ekki kvíðvænlegt. Svo styttist í að húsið verði málað, járnið meira og minna heilt utan á því sem er æði, en skipt um það sem er ekki æði.
Engin læti hér, ekkert vesen, en þegar ég flyt losnar staða riddara húsfélagsins sem yrði mögulega slegist um á fyrsta aðalfundi án mín. Stór kostur hér er að hafa ekki sérstaka úti-tiltektardaga, það er einn sem slær (og háþrýstiþrífur líka tunnurnar) svo garðvinna er engin NEMA ef maður er með blóm á svölunum.
Einu sinni sögðu tveir breskir miðlar við mig að ég væri svo gömul sál. Þetta átti að vera mikið hrós en ég náði að leiðrétta það snarlega, gamlar sálir elska víst að hlúa að garðinum sínum, ég gæti ekki verið það því ég hataði garðyrkju, ég væri nær því að vera ungbarnssál. Þau horfðu kuldalega á mig og sögðu: Hættu að draga svona úr þér. Síðan hef ég ekki talað við breska miðla.
Bókin sem ég var að lesa um daginn, Sálarhlekkir eftir Steindór Ívarsson, var nú bara ansi sæt og góð. Ég laug því auðvitað í einu blogginu að maturinn sem fólkið á dvalarheimili bókarinnar hefði fengið væri morðtilræði en eftir að hafa fengið spurningar í kjölfarið og fundið fyrir forvitni um þessa "snilldarbók" sem enginn virtist hafa lesið, ákvað ég bara að setjast niður og skrifa eina spennusögu sem gerist á dvalarheimili, matur kemur mjög mikið við sögu. En ... svona í alvöru talað, ég treysti mér ekki til að eldast og fara á slíkt heimili ef ekki verður hugað að matseðlinum (eins í 100 ár?) og hann færður til nútímans, og líka pælt í tónlistinni frammi í setustofu. Meira að segja mamma, þá 88 ára, flúði stundum setustofuna á deildinni sinni á Eir vegna hræðilegrar tónlistar (sem átti að vera við hæfi gamla fólksins). Hún var reyndar virkilega ánægð á Eir en hún hafði gaman af því að hlusta á Al Jolson, Pet Shop Boys og Coolio, fyrir utan Mozart og flotta karlakóra - vildi ekkert sem var sérstaklega hannað fyrir eldra fólk, sagði hún.
Þegar kemur að mér og mínum jafnöldrum verður tæknin mögulega vonandi orðin þannig að við ættum að geta kallað fram heilmyndir af uppáhaldshljómsveitum okkar, erum kannski með ígæddan kubb í höfðinu sem kemur í veg fyrir að ég sjái t.d. Geirmundar-heilmyndina hjá næstu manneskju, heldur hafi frið með mína Skálmöld og Pink Floyd. Ég VISSI í bernsku að það yrðu komnir flugbílar árið 2000 og ég veit að tækninni hefur fleygt enn meira fram á tilvonandi dvalarheimlisárum mínum. Nema allir í eldri kantinum fái heim til sín vélmenni sem þrífur, þvær, þurrkar, eldar, hjúkrar, þjálfar, skemmtir og gleður. Já, og kann svæðanudd án þess að bora of fast. Mig vantar svoleiðis.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 34
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 1888
- Frá upphafi: 1512970
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 1633
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.