Ofmetnir ferðamannastaðir og letidagurinn mikli

LetidagurSérdeilis góður letidagur í dag - nákvæmlega ekkert gert að gagni. Alþjóðlegi letidagurinn verður 10. ágúst nk. Tveimur dögum seinna, eða 12. ágúst, er alþjóðlegur dagur unga fólksins. Ég átti að fæðast þann tíunda en mætti tveimur dögum of seint, mögulega vegna leti ... Gott að slaka vel á til að hlífa fætinum og ná honum góðum því á morgun verður land lagt undir fót og haldið í Mosfellsdal (ekki samt gangandi) nánar tiltekið í Reykjadal. Fæ að koma með þegar stráksa verður skutlað þangað í uppáhaldsstaðinn sinn í öllum heiminum (fyrir utan Glasgow kannski). Hann vildi endilega hafa mig með í bílnum, kannski af því ég hef nánast alltaf farið með honum.

 

Ég er að hlusta á bækur eftir Angelu Marsons núna, bækur sem ég hef nú þegar lesið en búin að gleyma að mestu. Kim Stone rannsóknarfulltrúi stjórnar glæpadeild á lögreglustöð í Mið-Englandi (West Midlands). Hún á sér marga aðdáendur hér á landi og víðar, enda mikill töffari. Ég kláraði fyrstu bókina í dag og er byrjuð á þeirri næstu. Sýnist vera um tíu bækur um Kim inni á Storytel en þegar ég gúglaði höfundinn virðist sem bækurnar verði 20 eða jafnvel 25 sem er mikið tilhlökkunarefni. Fínustu glæpasögur. Ég hafði byrjað á nokkrum nýútkomnum sem ég var búin að hlakka til að hlusta á en þær ná mér ekki ... Stundum er maður bara í stuði fyrir eitthvað sérstakt, núna kannski glæpa- og löggudæmi, stundum eitthvað annað, eins og ástir og örlög. Ætla að nota þennan rólega kafla í lífi mínu (er á meðan er, það skellur á vinnulota innan tíðar) til að flokka dót; gefa, henda, eiga ... og þá er gott að hafa eitthvað að hlusta á, allt gengur betur, finnst mér, með skemmtilega sögu í eyrunum. Þá verður líka heldur betur þægilegt að pakka niður og flytja í bæinn þegar að því kemur.  

- - - - - - - 

Ferðalög í sumar verða eflaust fá og jafnvel bara dagsferðir. Mér finnst ógurlega gaman að fara á Snæfellsnes, ekki síst Grundarfjörð og drekka skuggalega gott kaffi (Valería, af hverju fæst það ekki í Einarsbúð?). Svo er líka alltaf svo gaman að heimsækja Hvammstanga, þekki marga þar.

 

 

Nýlega rakst ég á óformlega könnun á því hvaða þekktir  ferðamannastaðir væru ofmetnir ... það voru þúsund komment og ég nennti bara að lesa helminginn. Parísarborg á algjörlega vinninginn sem ofmetnasta borgin (þegar ég gúglaði vinsæla ferðamannastaði kom mynd af Eiffel-turninum fyrst upp). Disneyland (um allt) fékk líka mörg atkvæði og Dúbaí. Ég leitaði örvæntingarfull að einhverju dissi um Ísland en fann ekkert, mér til léttis. Við erum kannski ekki ofmetinn staður, heldur bara fokdýr og mögulega stutt í að okkur takist að okra okkur út af markaðnum, eins og sumir vilja meina.

Hér eru nokkur komment um ofmetna staði

 

ParísParís, Frakklandi. Falleg borg en maður er minna en velkominn þangað.“ 

Hawaii ... æðislegur staður en ferðamannaiðnaðurinn þar er ömurlegur og skiljanlegt að innfæddir séu ekki hrifnir af gestum.“ 

Disneyland og Lególand.“ 

Stonehenge. Klettar á svæði þar sem er mikil umferð og hávaði af henni. Svo var líka ógeðslega kalt og vindasamt þar.“ 

París, Vegas og Feneyjar. Sólarhringur nægir. Vanmetnir staðir eru Vín og Buenos Aires.“ 

Dúbaí.“ 

Dubrovnik í Krótatíu er stærsta túristagildra sem ég hef lent í.“ 

„Hef aldrei áttað mig á Dúbaí. Er þetta ekki bara risastór verslanamiðstöð sem var plantað niður í eyðimörkinni?“

Indland, svo kaótískt. Ég varð tilfinningalega örmagna á örfáum tímum.“ 

Vatíkanið og Sixtínska kapellan. Vissulega allt voða flott og allt í gulli (sem ætti frekar að nýtast fátækum) en mikil þrensli og fólki ýtt áfram því það mátti ekki stoppa.“ 

Taj Mahal.“ 

París. Samt fer ég aftur og aftur.“ 

„Nánast allar eyjarnar í Karíbahafinu.“ 

Balí sökkar.“

Alcatraz. Fangelsið er mjög lítið.“

Pýramídarnir í Egyptalandi. Mætti alveg gera snotrara í kringum þá, það eru bara sölubásar með drasli þarna.“

New York.“ 

Indy 500. Horfðu frekar á keppnina í sjónvarpinu.“

Hollywood, ekkert nema heimilislaust fólk og eiturlyf þar.“   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 24
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 1273
  • Frá upphafi: 1513011

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1080
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Straujárn
  • Stráksi
  • Hnetusmjör

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband