27.5.2024 | 23:33
Ætlaði bara rétt að kíkja ...
Fyrsta ferðalag sumarsins var farið í dag, örstutt og gott og innihélt skúffukökusneið, Hagkaupsferð og umferðarhnúta. Já, við fórum tvær (ég farþegi) og skutluðum stráksa í sumarbúðir drauma hans. Minna mátti það ekki vera. Í þetta skipti verður hann í fjögurra stráka herbergi og leist vel á það. Okkur var boðið upp á kaffi og skúffuköku fyrir brottför sem var ágætis bensín á skrokkinn í umferðarsultunni sem ríkti um hálffimm í Ártúnsbrekkunni, á leið í Skeifuna. Samferðakona mín sagði mér að það hefði oft hangið þarna köttur í búðunum, aðallega í A4, hélt hún. Kattakjéddlíngin ég gat nú aldeilis sagt henni að kötturinn sá væri enn á sveimi og ætti sína eigin Facebook-síðu, Spottaði Diegó, heitir hún. Meðfylgjandi mynd sem ég rændi af síðunni sýnir hversu mikil dásemd hann er ... og ég keypti einmitt rándýra skrifborðsstólinn minn (sjúklega æðislega góða) í A4 í Skeifunni þegar ég ætlaði bara rétt að kíkja á Diegó ... nánast. Ég er hættuleg þegar ég ætla bara rétt að kíkja ...
Við skruppum í Hagkaup, ég ætlaði bara rétt að kíkja og athuga hvort ég fyndi ekki besta pestó landsins (Önnu Mörtu-pestóið) og kannski huga að einhverju matarkyns því ég sleppti Eldum rétt í dag (fyrir þessa viku) því ég yrði að heiman. Í stutta ferðalaginu í Mosfellsdal og Reykjavík. Svo bara sá ég Eldum rétt-kassa í kælinum og skellti mér á einn ... máltíð fyrir tvo sem dugir mér nú alveg í þrjár máltíðir. Ég fer bara út í ruglmat ef ég passa mig ekki. Svo keypti ég auðvitað nýútkomna bók, þá síðustu eftir Jussi Adler-Olsen um Q-deildina (sjá mynd) og ég keypti hana þótt ég hafi svo mikið á tilfinningunni að höfundur detti í þann drullupytt að drepa slatta af söguhetjunum. Þarf samt ekki að vera ... ég vona ekki, ég bara trúi því ekki. Mig langar ekki einu sinni að lesa bókina um síðasta mál Poirots ... og í mínum huga er Erlendur líka sprelllifandi. Ég man hvað ég varð pirruð út í höfund sem drap annan eineggja tvíburann í fyrstu bók sinni án þess að hugsa út í afleiðingarnar og hvað hefði verið hægt að búa til margar skemmtilegar senur með tveimur alveg eins, þar sem annar var spæjari.
Svo keypti ég auðvitað flottar ólífur (ragnar grímsson), bakka af rótargrænmeti til að elda mér á morgun, voðalega fínt vítamín fyrir liðina, virkar vonandi á hásinar. Já, og lítinn sushi-bakka í kvöldmatinn ... en allt í einu tók ég undir mig stökk, til að flýja þessa hroðalega girnilegu og hættulegu búð og stefndi hratt á kassana. Ég setti ekkert í körfuna sem ég ók á undan mér, tókst að koma öllu á staðinn þar sem börnin sitja, og meira að segja ofan á töskuna mína ... en samt kostaði þetta rúmlega 19 þúsund krónur. Þegar maður ætlar bara rétt að kíkja ... á besta pestó landins. Er samt ekki búðasjúk. Samferðakonan þurfti í Jysk og ég kom með. Nánast í anddyrinu fann hún plastkassana sem hana vantaði og við beint á kassa og svo út. Ég sá fullt af búðasjúkum karlmönnum þarna með fangið fullt af eflaust óþörfum rúmfötum og gerviblómum. Síðan var það bara umferðarsultan heim á Skagann aftur. Ólífurnar eru æði og ég sé ofboðslega eftir því að hafa ekki keypt meira en tvær krukkur af pestóinu ... og ég borða ekki einu sinni pestó (nema þetta). Skilja bloggvinir núna hvers vegna ég vil flytja í bæinn?
Von var á tveimur vinkonum í heimsókn kl. 11 í morgun og 30 mínútum áður fékk ég þá hugmynd að bjóða þeim upp á pönnukökur. Alveg búin að gleyma því að ég kann ekki að tilsteikja slíkar pönnur en hva, ég átti "gamla" mjólk, útrunna en óopnaða og í góðu lagi og þá er allra best að baka pönnsur. Þær urðu svolítið þykkar hjá mér og ég þarf að æfa mig meira, finna rétta hitastigið og slíkt en ég held að mér hafi tekist að tilsteikja pönnuna núna, það fór ekki allt í kássu og vesen eins og í fyrra, þegar ég prófaði síðast. Það var ekkert mál með gömlu pönnunni og á gömlu eldavélinni en allt þarf að venjast.
Ég kemst pottþétt ekki á fleiri forsetaframbjóðendafundi. Halla Hrund mætti á Skagann þegar yfir 70 stúdentar voru að útskrifast frá FVA og Katrín mætti í kvöld á Nítjándu, hjá golfvellinum, en þangað kemst enginn nema fuglinn fljúgandi og fólk á bíl. Held að Halla T. hafi líka mætt en ég varð ekki vör við það fyrr en eftir á og ég stórefa að fjórmenningarnir knáu, Ásdís Rán og þau, mæti hingað úr þessu. Þegar Baldur kom var ég stödd í Reykjavík, svo hingað til hef ég misst af þeim öllum nema auðvitað Jóni Gnarr um daginn. Það var mikill gleðidagur, ekki bara hjá stráksa, heldur mér líka. Við fengum svo gott knús, bæði tvö, held að það að knúsa lömb og lítil börn sé ofmetið hjá frambjóðendum, það á frekar að knúsa fólk ... með kosningarétt!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 19
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 648
- Frá upphafi: 1524963
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 550
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.