Stórviðburðir í þrennum ...

VaktinHver stórviðburðurinn rekur annan og spurning hvað er orsök og hvað afleiðing. Ég ákvað í gærkvöldi að taka himnaríki úr sölu, hvort sem það er til lengri eða styttri tíma. Þarf að ákveða næstu skref. Það var svo eins og við manninn mælt um tíuleytið í morgun að Langisandur hlaut enn einn bláfánann - sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir hreina og ómengaða strönd. Ekki bara montflagg, heldur nýtist hann einstaklega vel sem vindhani fyrir okkur íbúana við hafið.

 

 

TímalínanAlltaf hálfgerður fúlheitadagur þegar fáninn er tekinn niður í sumarlok, þótt viðurkenningin tengist alls ekki bara sumrinu og sandurinn fái bæði innlenda og erlenda gesti allan ársins hring. Hér er allt of oft logn við Langasand á sumrin og ekki jafnmikil þörf á vindhana, frekar þegar lægðirnar dásamlegu koma og gera sjóinn sjúklega flottan en fyrstu árin fengum við notið fánans langt fram eftir vetri. Einhver sem stjórnar bláfánadæminu núna sviptir mig þeim möguleika að kíkja út um gluggann til að gá til áttar, svo ég neyðist til að nota gemsann sem síðan skammar mig í sífellu fyrir allt of mikla notkun. Það er talið með þegar ég nota símann til að hlusta á sögu - við húsverkin þannig að ég er algjör gemsabófi.

 

Nýju lopapeysulitirnirEkki löngu eftir að bláfáninn fór að blakta byrjaði að gjósa handan við Faxaflóann. Ekki endilega tilviljun. Stórviðburðir koma oft í þrennum. Ég átti að vera úti í bæ í kaffi milli 11 og 12 en því var óvænt frestað. Það er greinilega passað upp á okkur nördana, líka óvart.

 

 

Þrír fjórðu af þeim sem hér búa sátu við tölvuna og fylgdust með - eftir að skjálftahrinan hófst og farið var að rýma. Sjá lýsandi mynd hérna efst. Keli og Mosi gáfust fjótlega upp og lögðu sig. Ég sat á vaktinni allt þar til fór að gjósa, vonaði nú samt að þetta yrði bara kvikuhlaup sem kæmist ekki upp. Myndin hægra megin á samsettu myndinni (sem sýnir tímaröðina) var tekin þegar sex mínútur voru liðnar af gosinu og strax nokkuð myndarlegur bólstur kominn, hann átti eftir að stækka en skýin fóru fljótlega að blanda sér í keppnina um athygli svo ég einbeitti mér að vefmyndavélum og RÚV2. Einhver þarf að fylgjast með þessu, eins og ég segi við áhugalausa ættingja mína sem láta sér nægja að horfa á fréttirnar í kvöld! Döh!

 

Fyrsta stefnumótÁ Facebook

Í fjórum orðum ... hvernig eyðileggur maður stefnumót?

Svörin sem bárust voru sum byggð á reynslu!

 

„Níu börn, fimm mæður!“ (sönn saga, fyrsta og eina stefnumótið)

„Ég elska Jesú Krist.“

„Við mamma búum saman.“

„Minn fyrrverandi gerði vanalega ...“

„Tæknilega er ég gift/ur.“

„Sálfræðingurinn minn sagði að ...“

„Ég gleymdi veskinu mínu.“

„Ég kýs Arnar Þór!“ (djók, þetta var Trump)

„Meðan ég sat inni ...“

„Giftur tvisvar, skilinn tvisvar!“

„Ég þoli ekki fótbolta!“

„Ég tók pabba með.“

„Ég tók mömmu með.“

„Ég er á skilorði.“

„Hef fylgst með þér ...“

„Mamma skutlaði mér hingað.“

„Hlauptu, frúin er hérna!“

„Ég þoli ekki hunda/ketti.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 149
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 812
  • Frá upphafi: 1516162

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 676
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband