30.5.2024 | 22:32
Að bíða eða ekki bíða ...
Dagurinn í dag hefði hér áður fyrr farið í að fylgjast með nýjasta eldgosinu en ég held að ég sé að verða eins og dóttir vinkonu minnar sem sagði ung að aldri og að gefnu tilefni: Ég nenni ekki eldgos! Fyrstu eldgosin handan hafs voru mjög spennandi, hægt að ganga að þeim (fyrir masókista, 8 klst. hvora leið, minnir mig). En þessi síðustu gos eru ekki jafnskemmtileg, ég get ekki ímyndað mér hvernig er að vera í sporum Grindvíkinga og sjá helv. hraunið reyna að hremma bæinn þeirra. Ég vann eitt sumar í Grindavík, þá bara 14 að verða 15 ára. Bjó á verbúð og kynntist skemmtilegu fólki, bæði innfæddum grindjánum og auðvitað aðkomufólkinu sem bjó í verbúðinni. Vinsælasta lagið þetta sumar var Dyer Maker með Led Zeppelin, svo gott að það er á aðallagalistanum mínum öllum þessum árum seinna. Við vorum tvær þarna í vinnu sem áttum afmæli 12. ágúst og þá bakaði matráðskonan vöfflur. Fyrirtækið hét Hraðfrystihús Grindavíkur en það virðist ekki vera til lengur, ég reyndi að gúgla. Sennilega of langt síðan ég var þarna því ég reyndi eitt sinn með google-maps að bera kennsl á húsið (sem var mjög auðvelt með Ísfélagið í Vestmannaeyjum í fyrrasumar sem hýsir nú íbúðir, held ég), en án árangurs. Besta kaffihúsið í Eyjum er þar við hliðina, við bryggjuna, og býður upp á mjög gott kaffi.
Myndin hér efst er frá Grindavík og húsið gæti mögulega verið Hraðfrystihús Grindavíkur ... Myndin var tekin stuttu áður en ég fór að vinna þar.
Sem minnir mig á að það er kominn nýr "staður" á Akranesi. Hann heitir Malíbó og er á Aggapalli við Langasand (fyrir aftan fótboltastúkuna, sjá mynd en vantar Aggapall þarna til hægri fjær) og í tveggja mínútna göngufæri við himnaríki. Þar verður eitthvað hollt og gott á boðstólum; búst, skálar, beyglur ... kaffi auðvitað og svaladrykkir/gosdrykkir.
Ung kona (Rakel Mirra Njálsdóttir) rekur Malíbó og vonandi verða Skagamenn og gestir duglegir að mæta. Ég ætla að minnsta kosti að gera það. Þetta lítur mjög vel út. (Það er alltaf hægt að ná mér ef avókadó er í boði, kannski eru slíkar beyglur í boði). Skessuhorn segir að það sé opið frá þri.-fös. kl. 10-17 en lau og sun 11-17. Lokað á mánudögum.
Áhyggjur mínar síðustu daga hafa mestmegnis snúist um bakaraofn himnaríkis. Hvort ég hafi mögulega eyðilagt hann með því að nota of sterkt hreinsiefni, ætandi mögulega, ég fékk efnið gefins í ómerktri glerklukku og átti að bera á með tusku og hafa gúmmíhanska á höndunum, láta liggja yfir nótt og þrífa svo af ... Nú eru hvít ský víða í ofninum sem fara ekki sama hvað ég þríf oft. Ef ég ætla að selja himnaríki, sem ég geri einn daginn, verð ég að kaupa nýjan ofn, nema ég gefi afslátt upp á c.a. verð ofns og leyfi nýjum eigendum að velja. Margir fínir á innan við 100 þús. hjá Elko, sýnist mér. Þá á svipuðu verði hér á Skaganum.
Ef ég hefði áhyggjurnar yðar, frú Guðríður Hrefna, myndi kannski einhver hugsa, en ég get verið voða viðkvæmt blóm stundum, það verður að viðurkennast. Eitt dæmi: Ég fékk vinnutengt símtal frá mjög indælli konu sem gaman var að spjalla við. Í lok símtalsins, þegar við vorum að kveðjast var hún orðið ofboðslega kuldaleg. Svo kuldaleg að ég notaði daginn og kvöldið til að fara aftur og aftur yfir símtalið í huganum, hvað sagði ég, getur verið að ég hafi móðgað hana eða sært og þá algjörlega óvart? Mér hefur reyndar skilist að ég hafi stundum móðgað (án ásetnings) nokkra með bloggskrifum mínum, þegar ég breyti kannski samtölum þannig að þau henti betur sjúkum húmor mínum, hef smávegis sannleikskorn til að gera það trúlegra, eins og samsæriskenningasmiðir, því ég plata, skrökva og ýki hér frekar oft. Ég á til dæmis ekki rosalega marga fyrrverandi eiginmenn, ég man ekki hversu marga en þeir eru ekki óteljandi, eins og ég hef oft gefið í skyn. Kannski bara einn, ég bara man það ekki.
Svo hringdi konan aftur nokkrum dögum seinna og var þá orðin svakalega elskuleg og ég lét á engu bera. Þegar við kvöddumst varð hún aftur svona rosalega kuldaleg og ég áttaði mig á því að hún var farin í næsta verkefni/símtal í huganum, hún var bara fjarlæg, ekki fjandsamleg. Ég barði mig nokkrum sinum í andlitið með blautu handklæði í refsingarskyni fyrir þetta rugl í mér.
Ertu hætt við að flytja í bæinn? hef ég verið spurð um. Nei, alls ekki en himnaríki var á sölu í tvo mánuði án árangurs og þá fannst mér rétt að hugsa mitt ráð. Ég á ráðagóða að og er auðvitað ansi snjöll sjálf, enda úr Þingeyjarsýslu.
Einn möguleikinn er að bíða átekta, jafnvel fram á næsta ár, og gera þá ný vinnuplön miðað við það. Annar möguleiki er að fá einhvern algjöran hákarl í borginni til að bæði selja himnaríki OG finna draumaíbúð handa mér. Mig langar í þriggja herbergja íbúð, á stað þar sem er mikið líf (og stutt í strætó), miðborgin kemur því miður ekki til greina því ég hefði bara efni á einhverju algjöru greni fyrir 54,9 milljónirnar sem eru settar á himnaríki.
Virðuleg frú á mínum aldri nennir ekki að skuldsetja sig og borga í framtíðinni allan ellilífeyrinn sinn í lán í staðinn fyrir brennivín og karlmenn! Ég var búin að finna mjög fína íbúð, á góðu verði, á draumastað með smá útsýni og allt, en missti hana af því að mín seldist ekki. Í raun liggur mér ekkert á núna, ég elska himnaríkið mitt og góða fólkið mitt hér á Akranesi, en ég sakna líka vina og vandamanna í bænum.
Allir Skagamenn vita að leiðin frá Reykjavík og upp á Akranes er svo miklu, miklu lengri en leiðin frá Akranesi í bæinn ... og það er bölvað vesen stundum, finnst mér, (sérstaklega á hátíðum) að vera strætóandi og upp á aðra komin með skutl þegar strætó gengur ekki.
Bíddu, bíddu, ertu ekki með þyrlupall á hlaðinu hjá þér? hugsa eflaust allir ... en þyrlur hafa bara hækkað of mikið í verði til að það sé forsvaranlegt að nota þann ferðamáta, líka skortur á þyrluskýlum á Skaganum, oft svo mikill vindur á Íslandi og það versta; Ásdís Rán, hirðþyrluflugmaðurinn minn, gæti endað á Bessastöðum og nennir þá tæplega að skutla mér á milli.
Er að hlusta á ansi skemmtilega bók eftir Stephen King og Richard Chizmar ... hún heitir Gwendy og er nýkomin inn á Storytel, lesin af Sigríði Lárettu Jónsdóttur sem er súperfínn lesari. King er á svipuðum slóðum og alltaf, ekki svo mikill hryllingur samt, alls ekki eins og er t.d. í Pet Semetery (fyrsta SK-bókin sem ég las og treysti mér ekki til að horfa á myndina). Þessi er hófstilltari og fyrir þau sem vilja langar bækur: hún er 16 klst. og 30 mín. Ég er með stillt á hraðann 1,2 sem styttir talsvert. Er búin með tæpa níu tíma og á fjóra tíma og 50 mín. eftir. Enda er allt afar fínt í himnaríki núna (nema bakaraofninn) og svo hefur heklaða teppið handa stolna barnabarninu í næsta húsi líka lengst nokkuð.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 150
- Sl. sólarhring: 215
- Sl. viku: 813
- Frá upphafi: 1516163
Annað
- Innlit í dag: 136
- Innlit sl. viku: 677
- Gestir í dag: 133
- IP-tölur í dag: 131
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.