1.6.2024 | 00:11
Einnar konu kosningavaka - kókosbollur og allt
Þátturinn með efstu 6 er búinn, sá síðasti fyrir kosningar og sá fyrsti sem ég hef séð. Ég nenni nánast ekki lengur inn á Facebook vegna leiðinda þar. Vá, hvað ég er fegin að þessu er að ljúka. Seinni þátturinn með hinum sexmenningunum hófst með látum, veit ekki hvort Ástþór hefði getað stillt sig um ólæti ef þau hefðu verið öll 12 saman. Annars er ég sammála honum, við eigum að vera hlutlaus þjóð - sem er kannski flókið fyrst við erum í NATO ... Viktor er sniðugur - á köflum, en hann snýr of mikið út úr og er með stæla ... dáðist að spyrlunum að láta sem ekkert væri. Seinni þátturinn var talsvert fjörugri en sá fyrri, þó gaman að hlusta á þau öll.
Ég er búin að redda mér fari á kjörstað á morgun. Hásinin enn stokkbólgin þrátt fyrir góða og planaða hvíld undanfarið, engar skrefatalningar. Frekar stutt að ganga þessa leið í Fjölbrautaskólann en til hvers að leggja á sig sársaukafullt ferðalag fótgangandi þegar maður getur fengið FAR MEÐ TESLU! Til öryggis hef ég gætt þess að gefa ekki upp hvern ég kýs (með hjartanu - ekki taktískt) til að styggja ekki farið mitt ... sem væri samt alveg nákvæmlega sama, er ég viss um, kýs mögulega það sama og ég. Svo annað kvöld verð ég með einnar konu kosningavöku. Búin að kaupa kókosbollur og allt. Lenti í því að klára rommkúlupokann í algjöru ógáti yfir kosningaþættinum á RÚV.
Rammstolin mynd af frambjóðendum, henni var meira að segja nappað frá leikskóla ...
Bakaraofninn er enn skellóttur en virkar fínt, þorði að prófa í kvöld, ætla að fá fagmanneskju til að aðstoða mig við að þrífa hann - ef hægt er. Ég eldaði frekar vondan mat í kvöld, kjötbollur frá ER sem ég keypti í Hagkaup um daginn, og var svo upptekin eða utan við mig eitthvað að sósan klúðraðist. Maturinn í gærkvöldi var miklu betri. Tók þrjár sneiðar af hrökkbrauði, setti góða pestóið ofan á, rifinn ost, tómata (fyrirgefðu, Hilda) og ferskan mozzarella-ost, síðan rifinn aftur og smávegis pipar ofan á og hitaði, síðan pínku pestó. Gjörsamlega dýrlegt.
Leksands surdeig-hrökkbrauð er algjör snilld í pítsugerð. Hægt að raða því í hring og þarf ekki að skera ... Þrjár voru meira en nóg í kvöldmat. Holl drög að pítsum, myndi ég segja OG rosalega gott. Þetta pestó (sést á myndinni til vinstri, líka hrökkbrauðið) frá Önnu Mörtu er engu líkt. Maturinn hét: Að bjarga sér (með ónýtan ofn, sem var svo ekki ónýtur).
Gömul æskuvinkona af Skaganum skildi eftir ofnahreinsi við dyrnar hjá mér í morgun, einhver misskilningur en örugglega vel meint og algjör óþarfi ... ég á mjög góðan ofnahreinsi sem ég keypti í Omnis og hefði betur notað hann en þetta glæra stórhættulega gums sem er sennilega ætlað fyrir iðnaðarofna. Takk samt, kærlega. Fallega hugsað en harðbannað að mæta með meira handa mér. Ég er gjörsamlega að kafna í dóti.
Þarf að semja við einhvern sem á kerru að fara ferð upp á hauga eftir helgi. Vantar að losna við skjöktandi kringlótta borðið sem ég hef átt í áratugi, hægt að setja það í Búkollugáminn en ég efast samt um að þau nenni að bjóða upp á svona dót sem þarf virkilega að dedúa við. Ég má eiginlega ekkert vera að þessu kosningavökudæmi fyrir grisjunarþörf sem er að hellast yfir mig. Svo á ein systir mín afmæli á sunnudaginn og það væri gaman að kíkja ... en það er ekkert til sem heitir að kíkja þegar maður er háður eigi svo tíðum strætóferðum. Ég reiknaði einu sinni út að það tæki mig sex og hálfan tíma að skreppa í brjóstaskimun í Reykjavík eftir að Krabbameinsfélagið hætti að nenna að skima á Skaganum og heilsugæslan í bænum hélt sig við þá aumu ákvörðun. Væri snjallt hjá bæjarstjórninni að beita þrýstingi til að fá þetta aftur - og þá miklu meiri mætingu í kjölfarið. Fékk einmitt greiðslubeiðni í heimabankann frá Krabbameinsfélaginu í dag og eyddi henni, að vanda. Allt í lagi að vera langrækin þegar kemur að einhverju svona.
Kláraði Stephen King-bókina í dag, já, rólegur dagur og eina sem rauf spennuna þarna í bókarlok var koma Einarsbúðar með vörur, skyr, kókosbollur og slíkt. Nenni ég að horfa á Villibráð? Nei, ekkert fyrir fyllirís-, leyndarmála- og trúnó-myndir (hún mallar undir bloggskrifum), verð að fara snemma að sofa, kjörstaðarskutlaragengi mitt kemur fyrir allar aldir, eða kl. 10.30! Ég hef aldrei í lífinu kosið fyrir hádegi áður. Hef reynt að sofa lengi til að geta vakað fram á nótt en ég held ég láti bara tíufréttir á sunnudagsmorgun segja mér allt af létta. Nema auðvitað verði rímur og glíma, hagyrðingar hittast-innskot í kosningasjónvarpinu, jafnvel Sirkus Billy Smart ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 149
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 812
- Frá upphafi: 1516162
Annað
- Innlit í dag: 135
- Innlit sl. viku: 676
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 130
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.