1.6.2024 | 15:04
Klístrað óhapp og útgöngulagið loks fundið
Vaknaði fyrir allar aldir í morgun um níuleytið. Nú skyldi gengið til kosninga, ekki þó gengið, heldur farið á hvítri drossíu, Teslu ... Reyndar ekki með riddaranum á hvíta, heldur dásamlegri vinafjölskyldu. Þau komu stundvíslega kl. 10.35 eins og samið hafði verið um, svo ég kaus í fyrsta sinn á ævinni fyrir hádegi. Nýr kjörstaður að þessu sinni, kosið í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Yfirleitt hefur það verið gamli skólinn minn, Brekkubæjarskóli, en síðast reyndar, eða í alþingiskosningunum, var íþróttahúsið hér á hlaði himnaríkis notað.
Kjördeild 2 var vingjarnleg - og setti ekki út á að í vegabréfi mínu stóð bara Guðríður Haraldsdóttir, ekki millinafnið Hrefna en svo stutt er síðan ég fékk millinafnið að kjörgögn eru sennilega enn með gamla nafnið mitt, sjúkk. Til öryggis var ég reiðubúin að heimta að tala við kjörstjórn og sýna henni bréfið frá Þjóðskrá um nýja millinafnið. Fagmannlega fólkið sem gætti þess að allt færi rétt fram, leit á ófalsað vegabréf mitt, leit svo upp og horfði á fegurðina sem hafði lítt dvínað frá því vegabréfsmyndin var tekin - en eina fölsunin var að ég hafði skellt farða í andlit mitt - svo ég leit ekki út fyrir að vera deginum eldri en svona 45 ára, fannst mér svipur fólksins segja. Ég var auðvitað búin að ákveða mig og setti X-ið á þann stað sem mér fannst réttur. Ekkert taktískt en ég vona að minn frambjóðandi hljóti góða kosningu sem hann á skilið. Það verður svo sirka óhætt að fara á feisbúkk á þriðjudag, miðvikudag - og þá getum við farið að tala um ketti, kaffi og annað skemmtilegt.
Myndin: Það á ekki að bakka á myndum, heldur eins og taka skref áfram, beina sér fram á við, ekki aftur á bak, sagði eitt sinn klár atvinnuljósmyndari sem var að mynda viðmælanda minn (Katrínu Fjeldsted lækni) fyrir nokkrum árum. Þessi mynd er framávið-mynd - sem var betri en þær fyrri og þarna var ég að reyna að stilla mig um að hlaupa ekki til sætu hundanna hægra megin, uppstillt eins og fyrirsæta. Samt í fk. Cartman-jakkanum sem er 10-15 cm of stuttur ...
Ættum við ekki að kíkja í Kallabakarí og halda aðeins upp á þetta, spurði vinkona mín, maður hennar og sonur kinkuðu kolli og ég auðvitað líka. Hafði lagt svo mikið upp úr fegurðinni að ég borðaði bara mína súrmjólk, kornfleks og púðursykur, og gleymdi kaffibollanum. Lagði þó bara í kakóbolla í bakarínu þótt kaffið þar sé ekkert vont. Það átti eftir að reynast örlagaríkt. Ég er ekki vön því að hella niður eða detta og fá á mig gat (á 40 ára fresti) og slíkt, en á meðan við vorum að tala um hótelið sem kemur kannski við hliðina á himnaríki, og ég var að tala um andstöðu margra Skagamanna við það, þegar ég rak mig í kakóbollann sem skvettist yfir mig, töskuna mína í stæinu við hliðina og bjó til stóran kakópoll á gólfið. Kaffi hefði aldrei gert þetta óhapp svona klístrað því ég nota aldrei sykur eða bragðsíróp ... en elskuleg stúlka kom og bjargaði mér, þreif allt mjög vel. Við drifum okkur út áður en hún skellti mér í bað ... Þetta gerði einhver hóteldraugur, sagði ég spámannslega, þetta var fyrir því að annaðhvort komi hótel þarna eða ekki, bætti ég greindarlega við.
- - - - - - - -
Facebook er full af kosningaáróðri núna en Halldór fjandi skrifaði áðan: Ætli fólk sem skrifar kostningar stundi samtfarir?
Ég kveð frábæra forsetann okkar, Guðna Th., með miklu þakklæti (hann dýrkar og dáir Skálmöld) og óska nýjum forseta alls hins besta frá og með morgundeginum.
- - - - - - -
Eftir að hafa sest á rökstóla, aðallega með sjálfri mér, ákvað ég að halda áfram að reyna að selja himnaríki og sóttist eftir aðstoð fasteignasala úr bænum sem þarf þá að finna íbúð við hæfi handa mér í staðinn. Hún ætlar að kíkja á mig í næstu viku og henni finnst himnaríki gjörsamlega geggjað! Ekkert rosalegar kröfur sem ég geri um nýtt himnaríki í bænum, ég vil vera þar sem er líf og fjör, góð en "ódýr" íbúð, stutt í allt og sem minnst af gróðri í kring. Við erum nokkur sem teljum lífshamingju okkar ekki ógnað með steinsteypu.
Einstaklega falleg tónlist hljómar undir auglýsingu frá RÚV um menningarþátt ... og ég hef ekki munað eftir eða kannski ekki kunnað við að opinbera vanþekkingu mína en lengi langað til að vita hvaða tónlist þetta er. Var í tónlistarskóla í þrjú ár, þá sjö, átta og níu ára, og ætti að vita eitthvað. Lærði t.d. að það ætti að bera Chopin fram sem Sjópeng, ekki Tjópin, eins og einn lesarinn hjá Storytel gerir. Fannst aðeins of langt gengið að hringja í RÚV og spyrja, gerði það nú samt einu sinni fyrir langalöngu, upp úr tvítugu, minnir mig, og með góðum árangri, þá var það Ófullgerða sinfónían (nr. 8) eftir Schubert, og keypti mér plötuna í kjölfarið. Nú er ég minni óhemja og vonaði bara að þessa tónlist ræki á fjörur mínar einhvern daginn. Ég var búin að vígbúast með appi í símann minn, appi sem ber kennsl á alla tónlist, þarf ekki að heyra nema smáhluta úr lagi. Svo var ég að hlusta á Krýningarmessu Mozarts, eins og maður gerir annað slagið, og leyfði svo YouTube-veitunni að velja eitthvað svipað þegar henni var lokið ... og þannig fann ég þessa dýrð. Myndbandið er mjög áhrifamikið líka. Spurning um að biðja ættingja mína um að hafa þetta frekar útgöngulagið í útför minni, í staðinn fyrir Hel með Skálmöld, eins og ég var búin að fá samþykkt. Spila Hel frekar í erfidrykkjunni ...
Þetta er verk eftir Christopher Tin (f. 1976) og heitir Sogno di Volari (The Dream of Flight). Ég læt lagið fylgja með til að þíð fáið notið, elsku bloggvinir, þið sem ekki hafið nú þegar uppgötvað þessa snilld. Þetta hristir upp og hrærir í tilfinningum. Nú langar mig í kór aftur og fá að syngja þetta og fleira eftir þetta stórkostlega tónskáld. Um leið og ég hætti að reykja varð röddin svo miklu hreinni.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 36
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 699
- Frá upphafi: 1516049
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 577
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.