4.6.2024 | 16:42
Að ýta Harry Potter til hliðar ... stutt í EM og séður stráksi
Bloggvinir mínir hafa ráð undir rifi hverju og það er fátt sem þeir ekki vita, eins og hefur margoft komið í ljós. Ég fékk skilaboð, alla leið frá Spáni, frá dásemdunum sem aka um á húsbíl og sýna okkur frá daglegu lífi sínu. Þau eiga alla mína samúð vegna hitans sem er að fara með þau. Þá er Ísland nú betra. Stóra Storytel-málið minnkaði hratt í kjölfarið á skilaboðunum og nú er svo komið að ég veit hvernig ég finn nýjar bækur og væntanlegar bækur. Eða allra, allra neðst þegar maður skrollar, og það þarf að ýta til hliðar.
Neðst hjá mér stóð Harry Potter (sjá lýsandi mynd) sem eru bækur sem ég hef margoft lesið og kannski frekar langt í enn einn endurlesturinn, EN þegar ég ýtti þeim ferningi til vinstri fann ég það sem ég þráði. Mér finnst ég svo heimsk, auðvitað hefði ég getað sagt sjálfri mér að ýta Harry Potter til hliðar, til að töfrarnir gerðust. Ég hef aldrei þorað á Tinder-stefnumótaappið, svo ég hef enga æfingu í að ýta til hliðar, sem mér skilst að þurfi að gera þar. Það nægir mér alfarið að fá Sælinú annað slagið á Facebook frá villtum, ævintýragjörnum, áhættusæknum, ókunnugum aðdáendum, þykjustuofurstum eða hjartaskurðlæknum á virðulegum aldri. Ég þarf engu að ýta til hliðar þegar ég eyði þeim án nokkurrar miskunnar.
Ég var líka að verða vitlaus á Eldum rétt fyrst (áður en mér var sagt til), það átti ekki að ýta á Matseðlar, heldur Veldu rétt, og síðan Þú getur Veldu rétti ... og svo mátti alls ekki taka mark á því þegar kom að engin heimsendingarþjónusta væri í mínu póstnúmeri. Auðvitað! Mjög fínn matur en nokkuð mikil hrifning á hnetum hjá kokkunum. Einu sinni datt mér í hug að panta hátíðarpakka og bjóða góðu fólki til mín á Skagann einhvern páskadaginn, en svo var einhver jarðhnetueftirréttur. Jarðhnetur eru annar mesti og hættulegasti ofnæmisvaldur heims, ef marka má gúggl og nú verð ég að vita hver er mesti ofnæmisvaldurinn ... ég giska á gróður ... bíðið aðeins.
Hlé ...
Sko ... sem ofnæmisvaldur er það mjólkin sem er algengust!!! Kúamjólk! En gróðurofnæmi er ansi víðtækt líka. Engin leið fyrir mig að finna almennilegan lista yfir allt ofnæmi í hætturöð, enda mætti ég vera betri í ensku til að geta leitað almennilega. Munið, ég er manneskjan sem hélt hálfa ævina að það væru mjög margir dýralæknar í hernum ... Ég les reyndar mjög, mjög hratt.
Veteran: uppgjafahermaður, stytting: vet
Veterinarian: dýralæknir, stytting: vet
Evrópukeppni karla í fótbolta, EM 2024, stendur frá 14. júní til 14. júlí. Ég hafði einsett mér að gera nákvæmlega EKKERT á þessum tíma nema horfa á fótbolta, eða þannig. Stóð ég við það, eða ætlum við systur kannski að skreppa dagsferð norður á land (innan NV-kjördæmis) þann 15. júní? Mundi ég eftir EM þegar ég sagðist auðvitað vilja koma? Nei. Verða mikilvægir leikir þarna á laugardeginum? Ja ...
Kl. 13: Ungverjaland - Sviss
Kl. 16: Spánn - Króatía
Kl. 19: Ítalía og Albanía
Verð bara að muna að þegar líður á keppnina að svara hvorki síma né netspjalli, en ef næst í mig: gera mér upp veikindi sem halda mér heima. Gubbupest, Covid, matareitrun, bráðsmitandi kvef, þursabit. Eitthvað samt sem kemur mér strax á fætur eftir leik og fram að þeim næsta. Hugmyndir vel þegnar.
Mynd: Frá HM 2018 þegar Hannes varði víti frá Messi!!! Þá var ég pottþétt stödd í Stykkishólmi og bara heppni að það hafi verið sjónvarp þar.
Ég er líka smeyk við að ég ákveði kannski í bríaríi að skreppa til útlanda í helgarferð í vetur. Vera búin að borga ferðina og hótelið og komin út á flugvöll, kannski 31. október, jafnvel sest inn í flugvélina þegar ég man eftir því að ég á miða á Skálmöld, tónleika í Hörpu 1. nóvember. Ég veit að það er gáfumerki að vera utan við sig og gleymin ... en samt. Að vera vel á verði, hafa ákveðið eitthvað löngu fyrirfram, setja það í rafrænu dagbókina ætti að vera nóg.
Ég er viss um að fótboltaleikirnir þarna laugardaginn 14. júní verða verulega óspennandi, þeim jafnvel frestað vegna leiðinlegheita ... Ekki gaman að að horfa á þá eftir á - frekar þátt á eftir með því besta úr leikjunum, ég lifi það alveg af. Og hver vill ekki skreppa norður í góðum félagsskap í góðan félagsskap?
Mynd: Mínir allra bestu menn.
Stráksi er kominn heim úr sumarbúðunum í Reykjadal, kom við í himnaríki núna rétt áðan á heimleið, bara rétt til að knúsa Gurrí sína og kettina. Ohh, hvað ég vildi að ég hefði mátt vera viku lengur, sagði hann. Það var svooooo gaman! Hann lofaði að hringja í kvöld og segja mér allt um dvölina. Ég er enn skráður greiðandi fyrir síma og net hjá honum, skv. þakklæti þjónustugjafa fyrir greiðsluna, þrátt fyrir að við höfum farið og látið breyta því í apríl. Honum finnst þetta eiginlega mjög hentugt og algjör óþarfi að vesenast eitthvað í þessu.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 34
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 697
- Frá upphafi: 1516047
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 575
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.