6.6.2024 | 20:34
Klikkaðar kenningar og uppskrift að dásemdarköku
Eldsnemma í morgun, alveg um tíuleytið, stökk ég á fætur, hress eins og kornfleksauglýsing, og tók þá skynsamlegu ákvörðun að snúa mér ekki á hina hliðina til að lúra bara í klukkutíma í viðbót. Mér hættir til að taka unglinginn á þetta þegar ég þarf ekki að mæta neins staðar snemma á morgnana. Það var auðvitað dýrleg sturta, síðan sett í þvottavél og sitt af hverju sem ákveðið hafði verið ... en svo fór allt í rugling. Ég setti dropa í hægra eyrað þar sem ég sat við skrifborðið og tók eftir því að lyklaborðið var orðin ansi rykugt, sem og tölvuskjárinn, svo ég fór fram til að sækja bæði ryksugu og hreina tusku. Þegar ég kom inn í eldhús tók ég eftir því að bananarnir fjórir voru orðnir vel dökkir allt of þroskaðir. Væri ekki snjallt að baka bananaköku úr þeim? Ég hafði fundið brilljant uppskrift á netinu í gær, dökka, silkimjúka formköku, og skrifaði uppskriftina niður. Ég hófst handa við það, stökk þó fram á bað til að setja í þurrkarann og mundi þá eftir því að ég var ekki enn búin að ryksuga lyklaborðið en vildi klára fyrst að setja kökuna inn í ofn ... Rétt á meðan ég man áður en ég rýk í annað, hér er uppskriftin:
Súkkulaði-bananakaka
3-4 vel þroskaðir bananar (300 g)
200 g sykur
2 stór egg
125 ml olía
1 tsk. vanilludropar (ég átti bara vanillusykur)
190 g hveiti
50 g kakó
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. natron
1 tsk. salt
240 ml heitt vatn (1 bolli)
Stappið bananana og setjið í skál. Bætið sykri út í, eggjum, olíu og vanilludropum. Hrærið vel saman (í höndunum, ekki í hrærivél) Setjið í aðra skál þurrefnin; hveiti, kakó, lyftiduft, natron og salt og sigtið yfir bananablönduna. Blandið vel saman og setjið að síðustu heita vatnið út í. (Þetta er ansi þunnt deig og ég hélt að vatnsmagnið væri of mikið, minnkaði það oggulítið ...) Hellið deiginu í smurt form (frekar stórt) og bakið við 170°C í 40-45 mín. Eftir 43 mínútur var kakan langt frá því bökuð, prjónninn kom löðrandi út, svo ég setti á blástur og bakaði í 10-15 mín. í viðbót, þá varð hún líka æðisleg. Látið kökuna kólna alveg og búið til "kremið" á meðan ...
Ganache ofan á
160 g súkkulaðidropar (ég notaði Síríus-suðusúkkulaði, skar í bita)
120 ml heitur rjómi
Setjið súkkulaðidropana í skál, hitið rjómann í potti og hellið honum heitum yfir súkkulaðið og bíðið í þrjár mínútur. Hrærið síðan saman þar til súkkulaðið hefur allt bráðnað. Geymið í ísskápnum þar til kakan er orðin köld.
Mynd: Eins og sjá má heppnaðist kakan virkilega vel. Ganassið varð mun mattara hjá mér, eftir ísskápsveruna, enda kólnaði kakan sjálf mjög hægt, ég þurfti að skella henni út í norðurglugga, alveg við opnu rifuna svo norðankuldinn sæi um verkið. En góð er hún, virkilega góð.
- - - - - - - - - - -
Kakan fór inn í ofn, ég þreif eftir atganginn, mundi eftir að fara með ryksuguna inn í herbergi til að þrífa lyklaborðið, gerði það og setti síðan dropa í vinstra eyrað. Fór fram í eldhús til að sækja tusku til að þrífa skjáinn og strjúka yfir ryksugað lyklaborðið en rak augun í smádót inni í stofu sem þurfti að taka ...
Ég er ekki með athyglisbrest þótt ég taki alveg eftir gulum bílum, en ansi oft sé ég eitthvað sem þarf að gera og ræðst í það þótt eitthvað annað sé hálfklárað. Síðan, eftir einhvern tíma, er allt komið á sinn stað í öllum herbergjum íbúðarinnar og skrefafjöldinn mun meiri en hann hefði þurft að vera, sem er auðvitað ekkert annað en stórgott, finnst mér. Eins og ég get samt verið skipulögð. Það er kannski meira þegar kemur að vinnu.
Í nokkur ár hef ég verið með veglega kattaklóru í skotinu í fatahenginu, þar sem sópur, skúringarkústur, moppa og ruslafata undir flöskur og dósir hafa haft einnig haft aðsetur (svolítið í felum) en kettirnir líta ekki við klórunni, finnst sófar og rúm mun betri staðir til að brýna klærnar á. Hvað er þetta þá að gera hérna og það í nokkur ár? spurði ég sjálfa mig, pirruð og örg, ein lengi að fatta.
Ég er vinkona Villikatta Vesturlands, þess dásamlega félags, og spurði konuna sem varð fyrir svörum á fb-síðu félagsins hvort hún vildi klóruna og einnig mjög fínt og nánast ónotað bæli sem kattarassgötin mín líta ekki við, sennilega of háir "veggirnir" - sést ekkert þaðan nema standa upp ... og kannski missa af öllu fjörinu, svo Villikettir fengu það líka, enda eflaust einhverjir kettir hjá þeim sem kunna vel við meira prívat. Svo kom Inga darling áðan og sótti kringlótta borðið sem er eiginlega dottið í sundur, við efuðumst báðar um að Búkolla nytjamarkaður vildi það í gáminn ... Borðið þarf ekki bara ást og umhyggju, heldur smíðakunnáttu, gott lím og alls konar tæki og tól, held ég. En það hefur þjónað mér vel í áratugi.
Myndin sýnir kattaklóruna, bælið og borðið samankomið á ganginum í himnaríki. Þarna má sjá Krumma sem er skítsama um þetta allt saman.
Eins og sumir vita er ég mjög veik fyrir samsæriskenningum þótt ég hafi svo sem aldrei nennt að kafa mjög djúpt í þær. Ögn betri enskukunnátta myndi kannski breyta því eitthvað ... en á Facebook mátti sjá spurninguna:
Hver er klikkaðasta samsæriskenning sem þú hefur heyrt og veist að sumir trúa samt? Svörin voru nokkuð amerísk, enda fb-síðan svo sem þaðan, en bráðskemmtileg sem er það sem skiptir máli. Mjög mörg svör tengd Trump bárust, bæði með og á móti honum, og þá um að Biden hefði unnið kosningarnar síðast ... en hérna eru alla vega nokkur svör og örfá ættuð annars staðar frá:
- Að Trump muni vinna kosningarnar (úr fangelsi?)
- Að jörðin sé flöt.
- Að covid-bóluefnið hafi drepið fleiri en það bjargaði.
- Að vindorka og rafbílar séu góð fyrir umhverfið.
- Að flokkun rusls sé aðferð stjórnvalda til að stjórna fólki.
- Að bílstjóri J.F. Kennedys hafi skotið hann.
- Að breska konungsfjölskyldan sé í rauninni eðlufólk.
- Að Rússar hafi hjálpað Trump til að sigra 2016.
- Að Elvis sé enn á lífi og búi í Kentucky.
- Að við séum í raun bara tölvuleikur inni í tölvu.
- Að J.F. Kennedy sé enn á lífi.
- Að Jesú hafi verið hvítur.
- Að geimurinn sé ekki til.
- Að Bandaríkjastjórn hafi staðið fyrir árásunum 11.9 2001.
- Að ný sól hafi tekið við eftir síðasta sólmyrkva.
- Að Michelle Obama sé karlmaður.
- Að karlar vilji verða transkonur til að sigra í íþróttum.
Ef við gefum okkur að þeir tveir séu enn á lífi, þá verður Elvis Presley níræður í janúar á næsta ári og J.F. Kennedy er nýorðinn 107 ára.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 34
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 697
- Frá upphafi: 1516047
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 575
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.