8.6.2024 | 23:17
Allt gefið í botn, heimsóknir og hótun um kvef
Gestagangur hefur heldur betur lýst upp helgina. Eins og það er gott að vera ein er líka rosalega gaman að vera það ekki. Stórasystir kíkti í gær með eitt af sætu barnabörnunum, fyrirvari það góður að ég hafði náð að kaupa brauð, salat og eplaköku sem gladdi ömmgurnar mikið. Það var allt rosalega fínt, eiginlega eins og enginn byggi í himnaríki en það var ástæða fyrir því. Ég var búin að undirbúa bloggaðdáendur mína, um að í stað þess að bíða um hríð með sölu, sem var einn möguleikinn, ætlaði ég að gefa allt í botn varðandi höfuðborgardrauminn, fá "hákarl" í bænum (hákarl er hrósyrði) til að sjá um húsnæðismál mín frá A til Ö, selja himnaríki og finna nýtt ... og fyrsti hluti þess gerðist um morguninn þegar ljósmyndari mætti hingað vel græjaður af tækjum og hæfileikum. Sjá mynd (og fleiri hjá Lind). Það verður opið hús í himnaríki á miðvikudaginn (12.6.) kl. 18. Vissulega nánast tvíbókun, að vanda, en hár mitt verður klippt fyrr þennan sama dag ... en ég næ heim í tíma af því að fegrunaraðgerðin verður svo umfangsmikil að hana verður að taka í tveimur skrefum. Fyrst klipp (þann 12.) og svo lit (síðar). Aldurinn?
Ég bað sérstaklega um að opna húsið yrði ekki á föstudaginn því þá hefst EM í fótbolta. Sennilega skreppum við litlasystir austur (á Suðurland) daginn eftir, geymum okkur Norðurland þar til seinna í sumar. Maður fórnar án hiks þremur fótboltaleikjum fyrir bestu ferðafélagana.
Í dag kom einmitt ferðafélaginn besti í heimsókn ásamt Herkúlesi og Golíat, frændhundum mínum knáu sem óttast ekkert ... nema Krumma, svarta og hvíta óargakött himnaríkis sem reynir með kinnhestum (engar klær samt) að þagga niður í hressum hundum sem gelta stundum af gleði einni saman. Mér sýnist samt að ætlunarverk hans sé eiginlega frekar að vernda okkur mannfólkið fyrir þessum hvítu, hættulegu og háværu dýrum sem H og G eru, að hans mati. Keli og Mosi elska hvítu hundkrúttin og sennilega finnst Krumma það furðulegt háttalag katta um hábjartan dag. Svo kíkti elskan hún Hjördís (mömmur.is) og prufukeyrði ofboðslega góðan heitan brauðrétt á okkur systrum. Hjá mér fékk hún nýþiðnaða súkkulaðibananatertu til að smakka (sjá uppskrift í síðasta bloggi). Síðan héldum vér systur í fyrirhugaðan ísbíltúr með stráksa sem fékk nú bara heimsendan jarðarberjasjeik vegna annríkis hans og hrifningar á grilluðum hamborgurum, löng saga (allt of góður matur þar sem hann býr). Ég drakk þennan fína latte í ísbúðinni og Hilda fékk sér pínkulítinn bragðaref. Nýr eigandi Frystihússins kann að velja starfsfólk, strákarnir tveir sem voru að vinna í dag, voru ferlega fínir og annar þeirra gerði hinn fullkomna latte handa mér. Nóg að gera, og kaffihússviðbótin við ísinn er ansi fín, ekki mikið af bakkelsi kannski, en alveg nóg, finnst mér. Gott kaffi er aðalatriðið.
Hálsbólga herjar svolítið frekjulega á nú í kvöld svo það verður skriðið upp í rúm (bók: Svört dögun, búin með 9 klst. og 20 mín ... eftir eru 3 klst. og 10 mín. Mjög fínar bækur eftir Cillu og Rolf Börjlind). Er búin að spreyja hálsinn með ColdZymé sem er markaðssett gegn algengum kvefveirum og fólk segir að það virki. Minnir að það hafi virkað vel síðast þegar ég fékk hótun um komandi kvef því ekkert varð úr neinu. Tók að auki amerískt flensulyf áðan sem læknar ekki eitt eða neitt en líðanin verður svo miklu, miklu betri. Bandaríkjamönnum (330 millj.) er treyst til að óverdósa ekki á flensulyfjum en Íslendingum (380 þús. plús) er ekki treyst. Blessuð hjartans forsjárhyggjan - nema auðvitað yfirvöld í USA séu markvisst að reyna að fækka fólki á svona lymskulegan hátt.
Yfir og út í bili.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 34
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 697
- Frá upphafi: 1516047
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 575
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.