14.6.2024 | 23:54
Keppt á lasleikunum og hræðilegur leigjandi
Fótboltinn á heiðurinn af því að hafa læknað krankleikann sem hér hefur herjað á himnaríkisfrúna. Ekki spurning. Í gær fullyrti vinkona mín nánast að ég væri með covid, það væri í mikilli sókn núna, mörg smit ... og alvarleg veikindi, sagði hún umhyggjusöm. Ég ætlaði á sumarhátíð á leikskóla í hádeginu í dag, með einu ömmubarninu sem ég hef rænt hér á Skaga, en ákvað að hósta bara heima í einrúmi og nú er ég hætt að hósta. Svo seinnipartinn spurði úkraínska grannkonan hvort ég vildi ekki fá far í búð og ég þáði það, vantaði eitthvað almennilegt að drekka (ég er með æði fyrir innocent-ávaxta- og grænmetissöfum) og maula yfir leiknum. Kaus froska (Frakkland samt ekki að keppa) fram yfir bananastangir þótt ég ætti auðvitað að halda mig í ávaxtadeildinni og fá mér þær eða appelsínusúkkulaði. Svo ætlum við stráksi í smáferðalag á morgun með Hildu sín. Fyrir austan Fjall bíður okkar vissulega algjör hryllingur - eða 20 stiga hiti sem fær nú samt ekki að skemma neitt, það er kaldur blástur í Hildubíl og ég ákvað að auki að vera bara nakin á morgun til að lifa þetta af. Ef fólk þolir það ekki, getur það bara haldið sig heima hjá sér!
Myndin sýnir og sannar að ást mín á fótbolta hefur staðið nokkuð lengi. Og líka að ég hafi verið forsíðustúlka Alþýðublaðsins eitt skiptið sem ég er mjög hreykin af.
Þessi nýi tími á aðalfréttum RÚV er bara fínn. Ekki klesstur fyrir aftan Stöðvar 2-fréttir og sexfréttir útvarps þar á undan. Ég missi af öllum leikjum á morgun vegna ferðalagsins og finn á mér að þeir verði ömurlega leiðinlegir, svo mér er sko slétt sama. Kíki kannski rétt á þá í gemsanum þegar færi gefst, til að sjá stöðuna og svona. Oft hef ég haldið með Þýskalandi, svo féll ég endanlega fyrir Skotlandi í fyrra
Fyrri hluti hárfegrunaraðgerðarinnar á mér fór fram á miðvikudaginn, sennilega aðeins of snemma í lasleikunum (eða ekki-covidinu) því mér sló aðeins niður. Hárið var klippt af mikilli list og augabrúnir litaðar ásamt augnhárum, en litur í hár kemur eftir mánuð og það verða gerðar breytingar. Mögulega verð ég ljóska eftir 11. júlí, ég legg ekki meira á samferðafólk mitt, við háró funduðum stíft á meðan klipping fór fram og ég get vart beðið eftir útkomunni. Þessum örfáu gráu hárum hefur fjölgað nokkuð og ef tekið er fullt tillit til umhverfissjónarmiða væri snjallt að breytingin úr ljósku yfir í gránu færi fram á frekar löngum tíma til að sjokkera engan, þá síst háreigandann. Þegar gömul vinkona mín giftist 25 ára algráhærðum manni, fannst öllum það svo sætt (það klæddi hann reyndar rosalega vel) en þetta er erfiðara hjá okkur stelpunum. Við þykjum ekki reffilegar með grá hár fyrr en við erum orðnar talsvert eldri en 25 ára.
Mynd: Úti á stoppistöð: Hárið svo hræðilegt að mér var hleypt inn í innanbæjarstrætó að aftan - en það gerðist ekki eftir klippingu! Ég hef mælt fegurð mína algjörlega eftir þessu.
Gömul og góð vinkona kíkti á mig þegar ég hélt ég væri orðin frísk, daginn fyrir klippingu. Hún tók með sér mikinn uppáhaldsrétt í fjölskyldunni, eða hráefnin í hann, sérstakt kringlótt kryddbrauð úr Mosfellsbakaríi - skar það í tvennt (tertuskurður), smurði botninn með grænmetissósu, setti salatblöð ofan á, raðaði svo tómatsneiðum, gúrkusneiðum og soðnum eggjum, efst kom aftur grænmetissósa (hún er í samskonar umbúðum og t.d. pítusósa) og síðan brauðlokið ofan á. Vá, hvað þetta var ferskt og gott, stefni að því að gera nokkrar svona fyrir afmælið mitt í ár. Fljótlegt og hrikalega gott. Gestir þurfa alls ekki að taka með sér nesti þegar þeir heimsækja mig en eftir að stráksi flutti út, á ég voða sjaldan eitthvað með kaffinu, svangir vinir mínir kunna að bjarga sér.
Mynd: Hér sést vinkonan í eldhúsi himnaríkis við að búa til þetta dásamlega kryddbrauðæði.
------
Önnur vinkona ákvað eitt haustið að leigja út herbergi í íbúðinni sinni, með aðgangi að eldhúsi og baði. Þetta átti að vera út veturinn. Bandarískur eða breskur maður, mikið menntaður og í voða fínu starfi hér á landi, tímabundið þennan vetur svo allt passaði, fékk herbergið. Allt gekk vel fyrstu dagana en svo fór maðurinn að breiða sífellt meira úr sér í íbúðinni, sat með tölvuna á kvöldin og um helgar og vann jafnvel í stofunni sem hann hafði ekki aðgang að, líka inni í eldhúsi utan þess tíma sem hann átti þar, og það fór líka frekar mikið fyrir dótinu hans inni á baði þótt hann vissi að hann hefði bara takmarkað pláss þar, enda baðherbergið lítið.
Vinkona mín reyndi að tala við hann um þetta og skrifaði svo niður reglurnar sem hún var búin að segja honum að giltu, en hann fór ekkert eftir þeim, bara versnaði og henni leið sífellt verr inni á eigin heimili, hann bar enga virðingu fyrir henni og sat sem fastast þar sem honum sýndist og fór fram á t.d. meira pláss í ísskápnum og fleira. Þessi vinkona er mjög ljúf en getur alveg verið ákveðin en ekkert virkaði á manninn.
Eftir einhvern tíma og allt versnaði frekar en hitt, sagði hún að best væri að hann flytti, hún treysti sér ekki til að leigja honum fyrst hann gæti ekki farið eftir einföldum húsreglum. Hann hló bara og neitaði að fara svo hún hringdi á lögregluna. Maðurinn sýndi lögreglunni tölvupóstssamskipti milli sín og vinkonu minnar, sem sönnuðu að hann væri leigjandi hjá henni, svo löggan kvaddi bara, hann var í rétti. Skömmu seinna hafði hún samband við vinnuveitanda hans og þá loks gerðist eitthvað. Yfirmaðurinn mætti í íbúðina, bað manninn um að pakka saman, hann gæti geymt dótið sitt á vinnustaðnum en hann yrði sjálfur að útvega sér nýtt húsnæði, fara á hótel þarna um kvöldið ef hann fyndi ekkert, en út færi hann, svona hegðun væri ekki hægt að líða. Og þannig losnaði vinkona mín við manninn sem virkaði svo ágætur í upphafi.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 33
- Sl. sólarhring: 121
- Sl. viku: 696
- Frá upphafi: 1516046
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.