20.6.2024 | 23:06
Tíramísú takk, nýja flokkunarkerfið og ein enn sagan
Fótboltadagur í dag með vinnunni, svolítið erfiður því ég hélt með báðum liðunum sem kepptu kl. 16 ... þulirnir virtust halda með Spáni núna í síðasta leiknum, sem þýðir að ég vil frekar að Ítalía sigri, enda má hvorki gleyma lasagne né tíramísú í svona ákvörðunum. Vissulega hef ég komið til Ítalíu en ekki Spánar sem spilar kannski inn í. Stórkostleg ferð með Kór Langholtskirkju vel fyrir aldamót. Flórens var æði, líka gaman að fara til Feneyja en ég var ekki sérlega hrifin af Riccione sem var síðasta stoppið okkar og frívika eftir velheppnaða tónleikaferð. Jú, ykkar kona hefur nefnilega túrað um Evrópu (Austurríki, Þýskaland, Ítalía ... seinna Finnland). Skálmöld hvað, segi ég nú bara. Riccione virtist vera algjör túristabær, rétt hjá Rimini, og ég man bara eftir hótelum, verslunum, börum, veitingahúsum og baðströnd. Leiddist mikið þessa lokaviku þar sem ekkert var sungið, bara sólbaðast, sennilega voru þarna lögð fyrstu drögin að sólbaðsóþoli mínu. Græddi þó San Marino-ferð með góðu fólki sem leið alveg eins og mér. Man að það fór nokkur tími í að kaupa gjafir handa fólkinu heima, eitthvað sem hefur nánast algjörlega lagst af hjá ekki bara mér, heldur þjóðinni allri, sem betur fer. Gamall arfur frá því þegar utanlandsferðir voru alls ekki á allra færi og utanfarinn bætti þeim sem heima sátu það upp með spennandi og framandi gjöfum. Minnir að ég hafi keypt nokkrar gauksklukkur í San Marino og gefið, beið alls ekki til jólanna, afhenti þær bara strax ... vantar í mig sniðugheitagenið. Vissulega eru enn stundaðar innkaupaferðir til útlanda, sem ég eiginlega laug upp á okkur systur síðasta ár þegar við fórum til Glasgow. Það fóru vissulega nokkrar tilvonandi jólagjafir með okkur heim en aðallega var þetta ofboðslega skemmtileg borgarferð ... þar sem ég náði mínum fyrstu og einu 10 þúsund skrefum, eftir að mælingar hófust. Labbið í New York í útskriftarferðinni 1999 fór pottþétt mjög vel yfir þann fjölda. Það blæddi úr fótunum á mér ... aha, þarna voru sennilega drögin lögð að gönguhatri mínu!
Staðan enn markalaus í hálfleik en Spánn ofan á, sagði þulurinn! Lánleysi yfir Spánverjum, sagði hann svo á 53. mínútu ... og ögn seinna skoruðu Ítalir fyrir þá (sjálfsmark) ... ítalski markmaðurinn ferlega góður samt og vissulega reyndi meira á hann en þann spænska. Sá hefði átt skilið að skora, um einn spænska leikmanninn sem brenndi af ... Sennilega myndi ég ekki heyra þetta ef ég héldi með Spánverjum sem áttu vissulega betri leik en kommon!
Ég hef verið að hlusta á bækur á Storytel, eins og bloggvinir mínir vita, og það heyrir til undantekninga ef fólk segir eitthvað annað en brjóstaRhaldari þegar sú flík kemur við sögu. Hélt fyrst að það væru bara karllesarar sem vissu ekki betur, en svo er nú aldeilis ekki. Verslanakeðjan Coop sem fyrirfinnst víða um heim (í 100 löndum, hví ekki á Íslandi?) kemur einnig (eins og brjóstaRhaldari) við sögu í bókinni sem ég er að hlusta á núna. Búðin er sögð heita KÚP þar sem virðist rétt ... en það á að segja kó op. Meira að segja ég, sem hef þó ekki ferðast mikið, vissi það. Mér finnst samt mun verra að tala um brjóstARhaldara ... get þó ekki sagt að þetta trufli tilveruna mikið. Ég þoli ekki orðið ungabarn, ekki á prenti allavega, og þegar lesari las þetta orð á Storytel í bók sem ég las yfir fyrir mörgum árum og hefði aldrei leyft UNGAbarni að flækjast með, áttaði ég mig á því að lesararnir sjálfir geta gert mistökin, og allt rétt í bókinni!
Fasteignamálin - bara læti ... það verður opið hús aftur núna á sunnudaginn kl. 16-16.30. Utanbæjarfólk: góður bíltúr á Skagann, gott kaffi hjá mér, flott íbúð, dásamlegt útsýni ... í leiðinni hægt að kíkja í Guðlaugu, fara í sund, kíkja í antíkskúrinn, á vitana, Langasand, ísbúðirnar og margt fleira.
Ótrúlegar þessar keðjur sem geta myndast í fasteignamálum. Þessi getur ekki keypt íbúðina sem hann gerði tilboð í því hann getur ekki selt sína eign og allt verður stopp hjá svo mörgum. Svo bara allt í einu gengur allt upp. Hjá einni sem ég þekki var það flott nýuppgerð íbúð á Hlemmi sem seldist loksins og þar með fór allt í gang og öll runan gat flutt, viðkomandi kona gat flutt í draumaíbúðina með fínasta útsýni yfir Fossvoginn. Ég kýs geitungaleysi, eins og ríkir hér í himnaríki, ýmsir kostir fylgja því nefnilega að búa við sjóinn og geitungaskortur er enn af þeim. Skordýrafræðingur kom eitt sinn í útvarpsviðtal hjá mér og ráðlagði geitungahræddu fólki að flytja á Suðurnesin, til dæmis, við sjóinn, sagði hann.
Ég leita ekki að íbúð í bænum (Kópavogi) með gróðursælum garði, eins og allir. Hér er vissulega gras og smágróður og sumir íbúarnir eru með fín blóm á svölunum en ekki ég. Jæks. Hingað, alla leið upp til mín í himnaríki, kemst ekki einu sinni flugan fljúgandi ... en það er auðvitað möguleiki að kettirnir veiði þær sem dirfast.
Akranes hefur verið nokkuð aftarlega á merinni þegar kemur að nýja sorpflokkunarkerfinu og það verður ekki fyrr en 1. september nk. sem nýju tunnurnar okkar koma. Við þurftum að finna út hversu margar tunnur við vildum fyrir blokkina og svo höfum við þrjá mánuði eftir það til að endurskoða fjöldann. Eftir það fer allt að kosta. Nú höfum við um tvenns konar ruslaílát að velja: pappi og plast ... og allt hitt. Mjög lítið lífrænt fer reyndar í ruslið hjá mér því fuglarnir fá nánast alla matarafganga.
Ég fékk þessa fínu viðbót, alíslenska og dagsanna, við brúðkaupssögur gærdagsins:
Organistinn fór í útreiðatúr og gleymdi að mæta í kirkjuna. Eftir langa mæðu og mörg símtöl náðist í annan organista sem gat komið strax. Hann spilaði brúðarmarsinn svo hratt að brúðhjónin hlupu við fót að altarinu til að vera í takt.
Þegar stóra stundin rann upp fyrir brúðina að segja hið langþráða JÁ ... tók hún eftir því að brúðarvöndurinn var iðandi og skríðandi af blaðlús. Hún rétt náði að stöðva öskrið: NEEEIIIIII og stillti sig um að henda vendinum frá sér í ofboði (hún er með pöddufóbíu). Úff, hvílík sjálfstjórn á ögurstundu að koma upp skjálfrödduðu jái með von um að restin af athöfninni væri á sama hraða og brúðarmarsinn. Eftir athöfnina, þegar hún þakkaði organistanum fyrir að spila, áttaði hann sig fyrst á því að hann þekkti brúðina aðeins og sagði að hann hefði spilað eitthvað alveg spes og fallegt ef hann hefði vitað að hún væri hlaupandi, ólétta brúðurin.
Um kvöldið fóru brúðhjónin út að borða með foreldrum sínum. Foreldrar brúðarinnar höfðu skilið fyrir 25 árum og móðirin hafði sýnt sínum fyrrverandi ískalda framkomu allan tímann, vildi ekkert af honum vita. Yfir kaffinu eftir matinn sagði hann nú samt við hana: Jæja, Sigríður mín, við vorum virkilega góð saman í kvöld. Það mætti halda að við hefðum aldrei verið gift! Allir við borðið skelltu upp úr, líka Sigríður.
Hjónabandið varði í sex ár.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 25
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 688
- Frá upphafi: 1516038
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 566
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.