23.6.2024 | 15:20
Göngutúr, góðgrannar og sjónvarpsþættir sem súrna
Vonandi mæta margir á opna húsið í dag kl. 16 því varla vill fólk að ég borði allt lakkrískonfektið sjálf! Veðrið hefur lagast, rigningin hætt, mátulega því Norðurálsmótið er alveg að verða búið... stöku sólarglæta rífur sig lausa sem er ekki verra.
Það var mikill dugnaðardagur í dag, ég reif mig upp fyrir kl. 11 í morgun og er búin að brjóta saman þvott (vá, hvað allt svona umstang hefur samt minnkað eftir að stráksi flutti), gera eldhúsið geggjað en leynitrikkið (takk, Sólrún Diego) til að hafa eldhúsvaskinn alltaf gljándi fínan er að þvo hann, þurrka og bera síðan smávegis matarolíu á hliðarnar, bara með eldhúsbréfi. Minn gljáir alla vega nokkuð oft, fyrst ég kann leyndardóm eldhúsvaskanna.
Þegar ég var búin að þessu öllu saman ákvað ég að verðlauna mig með göngutúr (grín en samt ekki) út á Aggapall við Langasand og fá mér hollustugóðgæti sem síðbúinn hádegisverð. Nýi staðurinn, Malíbó, VAR LOKAÐUR! Sem þýddi að ég þyrfti mögulega að bleyta fína, fína eldhúsvaskinn minn með einhvers konar eldamennsku og skola disk á eftir.
Vonbrigðin voru svo sem ekki mikil, þetta var hressandi gönguferð, ég gekk samt hægt til að ögra ekki duttlungum hásinar hægri fótar, fylgdist bara með hálfberum útlendingum (sjá mynd 1, lengst til hægri) fara skrækjandi úr búningsklefum Guðlaugar út í laugina sjálfa og það var ekki laust við að mig langaði að hlýja mér þar með þeim. Mundi svo að ég hef ekki átt sundbol í 40 ár af því að ég er ekki sérlega hrifin af neinu svona blautu "dekri". Það fyrsta sem ég gerði við heimkomu var að fara í tölvuna, alls ekki til að panta sundbol, heldur athuga með Malíbó. Jú, jú, þar var auglýsing frá staðnum sem verður lokaður í vikur, eða frá 22. júní til 29. júní. Það gladdi mig að hann lagði ekki upp laupana vegna veðurs - það er alltaf slatti af fólki sem gengur á sandinum eða stígunum fyrir ofan, í hvaða veðri sem er. Svo getur vont veður í sumra augum verið gott veður í augum annarra! Nefni engin nöfn. En það var akkúrat svona sumarið þegar ég ögraði alheimsorkunni (eða hvað sem þetta kallast allt, karma og það allt) með því að kaupa mér ódýra sumarsæng hjá Jysk. Ég, þessi heita kona, skalf undir henni allt sumarið og varð til þess að sólarunnendur kvöldust, held að það hafi komið fárviðri á Írskum dögum, man eftir kolsvörtum himni og klikkuðu roki. En ég hef aldrei vogað mér að gera þetta aftur. Er með frekar svala heilsárssæng og hef þurft að nota teppi að auki allt þetta ár, nema daginn sem hitinn fór upp í 18 gráður og ég sótti viftuna. Þá nægði bara þunna rúmteppið sem sæng.
Þar sem ég sat og syrgði pínkulítið tímabundna lokun Malíbó fékk ég skilaboð í gegnum Messenger. Ertu heima? Ég er með mat handa þér, elskan. Dásamlegu nágrannarnir mínir eru ekki bara eina fólkið sem finnst ég mjó og færa mér reglulega mat, heldur lesa þau hugsanir á milli húsa. Tíu mínútum seinna kom elsku Fatima með fullan disk af gómætum mat sem eiginmaðurinn hafði eldað. Restarnar af kvefinu sem ég fékk um daginn munu nú endanlega hverfa með þessari miklu og góðu chili-veislu. Dugar vel í tvær máltíðir.
Mynd 2: Maturinn góði ... fjær má sjá grilla í lakkrískonfekt, eða aðra skálina. Hin er við hliðina á tölvunni og ég búin að smakka þrisvar ...
Þarna í covid-ástandinu þegar ég hætti að horfa á sjónvarp og er enn frekar stygg gagnvart því (nema á EM og HM, þegar kemur uppistand (árslok 2023) eða Gísli Marteinn) missti ég áhuga á því að fylgjast með þáttum sem ég hafði fylgst með, flestum af hálfum hug. Ég gafst fljótt upp á Lost, gat ekki nema eina þáttaröð af Prison Break (að teygja lopann er svo leiðinlegt), var orðin of meðvirk fyrir Dexter, hélt með honum en samt ekki og óttaðist að hann næðist, frétti að þættirnir hefðu farið út í mikla vitleysu, sá hálfa fyrsta þátt af Game of Thrones og treysti mér ekki meira þegar pabbi krakkanna ætlaði að láta drepa hundana (úlfana) þeirra. Eina þáttaröðin þar sem ég horfði á hvern einasta þátt og allar seríurnar var 24, twenty four - fyrir svo ótrúlega mörgum árum, alla vega tuttugu. Bjó enn á Hringbraut þegar þeir voru sýndir.
Nýlega rakst ég á spurningu á einni af síðunum mínum: Sjónvarpsþáttaraðir sem voru æðislegar fyrst en þú getur alls ekki horft á núna?
The Walking Dead voru nefndir oftast, þættir sem ég hef aldrei séð. Svo voru ýmsir nefndir, athugasemdir fylgdu með nokkrum og eru innan sviga:
House of Cards
Lost
Stranger Things
Desperate Housewives
The Black List
Under the Dome
Sex and the City
Grey´s Anatomy ("Þegar Sandra hætti tók hún það fyndna með og þá var bara Merdith næstum því dáin það eina þáttaröð eftir þáttaröð ...")
Glee
Dexter ("góður fyrst en á hraðri niðurleið, síðasta þáttaröð ömurleg")
Seinfeld ("einfaldlega ekki fyndnir þættir")
Frasier
The Man in the Hight Castle
Orange is the New Black
Weeds
The Handmaid´s Tale
Friends ("var mikill aðdáandi, get ekki horft á þá núna")
True Blood
Game of Thrones (síðustu tvær þáttaraðirnar svo miklu verri)
Manifest ("miklir möguleikar á góðum þáttum, tækifærinu klúðrað")
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 25
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 688
- Frá upphafi: 1516038
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 566
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.