24.6.2024 | 23:07
Aldrei vanmeta lakkrískonfekt
Lakkrískonfekt ætti aldrei að vanmeta ... Ég keypti einn poka af Andreu, okkar allra á Akranesi, síðasta föstudag, lét vita opinberlega að ég byði upp á það á opnu húsi ... og það varð nánast fullt hús. Eitt sem ég hef þó ekki alveg fengið til að ganga upp í huga mínum er að þegar ég rétti fram skálina og bauð, sögðu þau öll nei takk! Samt grönn. Og bara tvö þáðu kaffi! Ég þarf að hugsa þetta.
Kettirnir voru í aðalhlutverki á opna húsinu, ég sem var búin að gefa þeim blautmat, reyna að leika við þá og þreyta en þegar himnaríki nánast fylltist af kattelskandi fólki urðu þeir að fara fram og heilsa ... og knúsa.
Ég er nú þegar búin með marglitu molana og giska á að lakkrísinn sjálfur, svarta gumsið, klárist um klukkan þrjú á miðvikudaginn, miðað við hve hratt gengur á lakkrískonfektið. Stundum þarf bara að fórna sér.
Mynd 1: Kettirnir taka alltaf æðiskast þegar ég fæ blóm, þessum vendi forðaði ég frá þeim um leið og ég var búin að mynda þá. Krummi svo fyndinn að stökkva upp til að taka þátt í partíinu. Þegar eru liljur í vöndunum og kettirnir narta geta þeir orðið veikir, jafnvel dáið, svo gerviblóm prýða allt í himnaríki. Svo eru þeir eiginlega alltaf með kattagras til að narta í.
Hvað segir Facebook gott?
Jón Gnarr birti áhugavert vídeó á fb-síðu sinni ... um ískalda blettinn í hafinu fyrir sunnan Grænland og Ísland, og spyr hvort leysingavatn frá Grænlandi valdi kólnun hér og búi jafnvel til hafstrauma sem svo renni í veg fyrir aðra hlýrri hafstrauma. Myndbandið á YouTube heitir The North Atlandtic´s Mystery Spot. Það kæmi sér nú samt nokkuð vel í allri þeirri bylgju ferðamanna sem leita uppi köld sumarleyfislönd eftir 50 gráða hita á heimalóðum þeirra, jafnvel bara 40 ... og svo er sagt að það sé bara tímaspursmál þangað til moskító fari að herja á okkur Íslendinga ...
Mér skilst á kommenti við færslu Gnarrs að þessi kuldapollur hafi verið talsvert í fréttum fyrir nokkrum árum.
- - - - - - - - - - - -
Þvottur er það eina sem ætti að flokka eftir lit.
- - - - - - - -- - - -
Hvernig hljómar nafnið þitt í stafrófsröð?
Fis: Sif
Deisy: Eydís
Ginsý: Signý
Annsu: Sunna
Aann: Lena
Adfhhilnrru: Hrafnhildur
Aíknrt: Katrín
Ðgnruú: Guðrún
Gírru: Gurrí
- - - - - - - - - - - - - - - - -
Sá nýlega grein á DV (feisbúkksíðu DV) um einkenni mikillar greindar, eitthvað sem ég hef stundum hugsað út í hvort sé ekki málið með sjálfa mig þegar mér tekst mjög vel upp í einhverju ... Hæ, Mensa!*
Hógværð: Þar skora ég hátt, eins og í svo mörgu.
Bölv og ragn: Stráksi þurfti stundum að skamma mig fyrir að blóta, ég segi stundum (oft) fokk og jafnvel íslensk blótsyrði sem eru þó miklu hræðilegri.
Samkennd: Ég er konan sem græt yfir flugum sem deyja í bíómyndum - af einskærri samkennd.
Sjálfstjórn: Hvatvísi mín er nánast komin niður í núll.
Forvitni: Já, óseðjandi þekkingarþrá mín er alræmd innan ættarinnar og víðar.
Lítið fyrir félagslíf: Ég fann engan mun á lífi mínu í samkomubanni á covid-tímum. Engan. Sjá fjölmargar bloggfærslur mínar um þetta á árunum 2020-2022.
Allt á hvolfi: Sennilega átt við drasl. Það var oft drasl hjá mér þegar ég átti of mikið dót og var ekki búin að uppgötva kosti vítamíns. En ég á styttu af stelpu á hvolfi (frá Sólheimum). Storytel er sennilega forheimskandi á sinn hátt því ég tek til og þríf á meðan ég hlusta á sögur.
Nátthrafn: Mér þykir stórkostlega furðulegt að nokkur manneskja nenni á fætur eldsnemma á morgnana nema hún þurfi að mæta í vinnu. Og ég fell ekki fyrir bulli á borð við að maður sofi best þegar maður nær því að sofna fyrir miðnætti, hvað þá ruglinu um að morgunstund gefi gull í mund!
* Ég tók reyndar eitt sinn greindarpróf aftan á kornflexpakka og fékk alveg 84 stig. Þetta dæmi hér að ofan finnst mér miklu snjallara og auðveldara, ég samsama mig við þetta allt! Verð sennilega að segja upp áskrift minni að Storytel ef það lætur mig taka of vel til!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 25
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 688
- Frá upphafi: 1516038
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 566
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
ÝrraH ?
Steingrímur Helgason, 24.6.2024 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.