3.7.2024 | 23:58
Írskir að byrja, gamall hrekkur og bækur sem eldast illa
Vítamínhrúgurnar inni í eldhúsi eru nú minnisvarði um þá áráttu mína að stunda sjálfslækningar, heimalækningar, DIY í læknisfræði og sjúkdómsgreina mig sjálf ef einhver kvilli hrjáði. Undanfarið orkuleysi og þreyta og hálfgerð depurð í nokkrar vikur, hlaut bara að vera vítamínskortur. Hvað annað? Ég gúglaði og jú, þessi einkenni stóðust heldur betur. Tók þó bara rétta skammta af þeim en fussaði yfir því að þau virkuðu ekki. Svo tek ég "pilluna" mína í þrjá daga við háum blóðþrýstingi og myndi eflaust hoppa og skoppa um allt ef ekki væri fyrir verkjaða hásin (í nokkra mánuði, skamm). En ... læknistími eftir tvær vikur og þá verður tekið á því. Þetta var lærdómsríkt, nú veit ég að læknar eru til af ástæðu og í mínu tilfelli hefði ég átt að kveikja mun fyrr á perunni. En hva, hér ríkir eintóm gleði og bara ef einhver þarf að láta leggja fyrir sig parket, þrífa sameignina eða baka fyrir ferminguna, hóið bara í mig. Eða kannski ekki ... kannski fór ég illa út úr covid-bólusetningunum fyrir þremur árum án þess að átta mig á því ... og er ekki einu sinni ofanjarðar, allt bara blekking gerð með speglum ... Sjá mynd ofar.
Á morgun ætla ég á listsýningu í Einarsbúð, hún Tinna Royal, algjört uppáhald, er með sýningu á verkum sínum í uppáhaldsbúðinni minni! Ég tek strætó þótt það sé skammarlega stutt að ganga (10 mín.) en hlífi hásin þar til annað kemur í ljós. Flestar jólakúlurnar mínar eru gerðar af henni, ópalpakki, dós af grænum baunum, þið munið ... (sjá mynd) er mjög spennt að sjá sýninguna. Get þá keypt í matinn fyrir helgina í leiðinni, fengið heimsent og náð heim með strætó (síðasti um kl. 18) því það verða tónleikar á hlaðinu hjá mér kl. 19.30, klósettin komin og veðurspáin fín. Ég þarf bara að opna gluggana eða setjast út á svalir. Þetta eru fjölskyldutónleikar með Stuðlabandinu, thank you very many* ...(*Þakkarorð finnsku hljómsveitarinnar Leningrad Cowboys)
Á Wikipediu má lesa: Stuðlabandið er íslensk ballhljómsveit frá Selfossi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og æfði fyrst um sinn á bænum Stuðlum í Ölfusi og dregur nafn sitt þaðan. Mér líst ofsavel á þetta.
Á föstudeginum ... Jaðarsbrautin er aldrei með götugrill. Ég naga bara fiskbein og japla á gömlu kartöfluhýði ... En tek gleði mína á laugardeginum því þá verður Brekkusöngur, líka á hlaðinu hér og líka kl. 19.30, svokallað fyrirpartí fyrir Lopapeysuna, ball ársins ... aldrei fór ég á Lopapeysuna, þessi 18 ár mín hér, ég á ekki einu sinni lopapeysu sem er hneyksli!
Það var virkilega gaman að rifja upp minningar þessa dags, 3. júlí fyrir XX mörgum árum ... en í dag eru til dæmis nákvæmlega tíu ár síðan viss "fjandi" komst í tölvuna mína í vinnunni og skrifaði á fb-síðu mína:
Fann tíu krónur í morgun undir sófanum þegar ég lá á gólfinu og gerði grindarbotnsæfingar. Það var þá sem ég vissi að þetta yrði góður dagur.
Fb-vinir mínir réðu sér ekki fyrir kæti, jafnvel eftir að ég kommentaði sjálf fyrir neðan með sannleikann um þennan hrekk. Einn sem neitaði að trúa leiðréttingu minni eða sá hana ekki, skrifaði þurrlega:
Þú hefur þá getað haldið þvagi vegna fagnaðarláta.
Sami fjandi skrifaði í dag á Facebook-síðu sína:
Hefur einhver séð Kristján Hreinsson og Gylfa Ægis báða á sama tíma? ... hélt ekki.
Fyrir 14 árum endurlas ég greinilega fjölmargar Theresu Charles-bækur, var að undirbúa mig fyrir að skrifa grein í Vikuna um þessa skáldkonu ... sem reyndist svo vera ... hjón, minnir mig, sem skrifuðu undir þessu nafni. Eins og ég hélt mikið upp á þessar bækur í denn brá mér nú svolítið við endurlesturinn á sumum þeirra. Það spunnust auðvitað umræður um bækurnar og ég hef einhverjum svarað með: Ég er í losti yfir kvenfyrirlitningunni: Honum þótti nú ósköp vænt um barnabörnin þótt þau væru bara stelpur.
- - - - - - -
Það sem ætti ekki að hafa hátt um eða hrópa í hjónavígslu:
- Ég hef prófað þau bæði.
- Þetta er konan MÍN.
- Þú veist að ég er rétti faðir barnsins.
- Allt er þá þrennt er.
- Ég gef þessu sex mánuði.
- Hún er systir þín!
- Veit konan þín af þessu?
- - - - - - -
Í lokin
Ég fann og þýddi brandara fyrir Vikuna í einhver ár. Notaði ansi oft nafnið Guðmundur (til að stríða samstarfsmanni) ... staðfærði brandara og lét þá stundum gerast í V-Húnavatnssýslu því ég vissi (systir mín bjó þar) að við ættum marga áskrifendur þar. Sumir brandarar gerðust sem sagt í Kaupfélagi V-Hún eða í sveitinni í kringum Hvammstanga, bændabrandarar. Já, og sem algjör kvenremba, auðvitað, breytti ég ljóskubröndurum þannig að þeir fjölluðu um ljóshærða karlmenn, ekki spurning, og þeir versnuðu ekkert við það.
Það hefur verið gaman að sjá brandarana "mína" fara á flug í gegnum tíðina, ég veit þegar þeir eru mínar þýðingar, t.d. út af Guðmundi ... og svo líka t.d. götunöfnum sem ég þurfti að finna íslenskt heiti á. Sumir brandararnir voru frekar svartir en ég fann einhvers staðar á netinu ansi hreint góða uppsprettu fyrir mig að ganga í, minnir að ég hafi getað gerst áskrifandi og fengið Brandara dagsins senda ókeypis í pósthólfið mitt, ef ég man rétt, þrjú til fimm þannig bréf á viku, eða þar til það þótti of gamaldags og við gátum farið að gúgla ALLT, en þá voru brandararnir hættir hjá Vikunni sem mér fannst algjör synd en þeir voru svo sem bara börn síns tíma. Held að Séð og heyrt hafi endurnýtt þáseinna sem er hið besta mál því þar sem ég rakst á þá núna, kom fram að þeir hefðu verið í Séð og heyrt.
Ég rakst á þrjá frá mér um daginn:
Gunna gamla dó og Jón maðurinn hennar hringdi í lögregluna.
Hvar býrðu í bænum? spurði lögreglumaðurinn.
Við syðri endann á Kalkofnsvegi, sagði Jón.
Kakkoffs ... úps, gætirðu stafað þetta fyrir mig?
Eftir langa þögn sagði Jón: Hvernig líst þér á að ég dragi Gunnu bara niður á Sæbraut og þið sækið hana þangað?
Tveir ljóshærðir menn leigðu saman litla íbúð. Eldur braust út í íbúðinni eina nóttina og þeir hlupu út á svalir.
HJÁLP, HÁLP! kallaði annar þeirra
Kannski hjálpaði það ef við kölluðum saman, sagði hinn.
Góð hugmynd, sagði sá fyrsti og þeir kölluðu í kór:
SAMAN, SAMAN ...
Guðmundur var að spjalla við Tom, kunningja sinn í Kaliforníu.
Ég er að fara til La Jolla í næstu viku, sagði Guðmundur.
Þú átt að segja La Hoj-a! greip Tom fram í.
Ó, ég skil. Við hjónin ætlum að dvelja á El Cajón-hótelinu.
Þú meinar El Ca Hóne-hótelinu, leiðrétti Tom aftur.
Úps, ég skil.
Hvenær ferðu svo aftur til Íslands? spurði Tom.
Guðmundur hugsaði sig um í smástund og sagði svo varfærnislega:
Veit ekki, annaðhvort í húní eða húlí.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 25
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 688
- Frá upphafi: 1516038
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 566
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.