5.7.2024 | 20:20
Tvennt mjög mikilvægt og hitt himnaríkið á Akranesi
Fótboltinn verður eiginlega óáhorfanlegur þegar fer í framlengingu, hvað þá vítaspyrnukeppni, stundum slekk ég, sem hefur eflaust haldið blóðþrýstingi mínum lágum allt þar til nú. Að skjóta fram hjá er líka streituvaldandi hér í himnaríki, svo ég settist við bloggskrif til að dreifa huganum. Ég þurfti ekki annað en að hugsa sólarhring aftur í tímann til að fyllast hugarró og hamingju. Ég lenti nefnilega fyrir tilviljun í hinu himnaríkinu á Akranesi, pallinum fyrir framan æskuheimili mitt bak við Einarsbúð þegar við Inga vorum að koma frá því að skoða geggjuðu sýninguna hennar Tinnu Royal þar. Inga átti heima á neðri hæðinni áður en ég flutti þangað, það voru svo fá hús á Akranesi í gamla daga ...
Tvær ungar og óþekkar tíkur reyndu að fara á flakk en við Inga komum í veg fyrir það og lentum á spjalli við húsráðendur, sem einmitt rækta labrador-hunda. Ef ég byggi á jarðhæð, væri ég komin með brúna hvolpinn á fóðursamning, ég ætti hann í raun ekki en hann byggi samt hjá mér, ég bæri kostnað af honum og lánaði hann stundum til eigendanna, í undaneldi kannski, á sýningar og slíkt, enda allt miklir verðlaunahundar. Og öll dýrðin sem þarna fyrirfannst í gær, fæddist í húsinu þar sem ég varði stórum hluta æsku minnar. Ég náði meira að segja í D-vítamínkorterið mitt sem ég reyni að næla mér reglulega í eftir hryllinginn á Akratorgi um daginn þar sem gráblámi handleggja minna olli gríðarlegu uppnámi, vona bara að búið sé að reisa við styttuna af sjómanninum sem fleygði sér af steini sínum í algjöru sjokki. Ég er glæpsamlega hvít og svo vel innan marka þegar miðað er við t.d. litaspjald Útlendingastofnunar, að ég fengi hreinlega ekki að yfirgefa landið.
Við stoppuðum ábyggilega í klukkutíma á pallinum framan við tvílyfta gamla húsið mitt sem nú er einbýlishús og nutum þess að knúsa hunda á öllum aldri (tíkur) og köttinn, læðuna fögru sem lét sér vel líka lætin í yngri voffunum. Við erum orðnar miklar vinkonur, líka við tíkurnar. Hvolparnir eru strákar og þessi brúni er svo ótrúlega rólegur og yfirvegaður, ég hef bara aldrei kynnst svona hvolpi! Alveg einstakur.
Hélt með Þýskalandi í dag en samt þakklát fyrir að sleppa við vítaspyrnukeppni ... Seinni leikurinn mun ekki hreyfa mikið við mér, en ég hef áhyggjur af heilsu minni á morgun þegar England mætir Sviss. Reyni að vera ekki komin heim af djamminu á Akratorgi ... gleymi mér á markaðnum, fæ mér eitthvað gott í gogginn úr matarvagni og passa að hugsa ekki um ísbjörn. Þá verður allt í lagi.
Tvennt mjög mikilvægt og æðislegt sem ég þarf að mæla með, annað fyrir andann, hitt líkamann:
Það fyrra: Það verður markaður í gamla Landsbankahúsinu við Akratorg á morgun í tilefni Írskra daga. (Sjá mynd af bréfi) OG ...
... elskan hún Þurí verður með vörurnar sínar til sölu, græðikremið góða sem er NOTAÐ með góðum árangri á brunadeildinni á LSH og á barnaskurðdeild, jafnvel víðar. Ég brendist í andliti eitt árið (2008), sat í sakleysi mínu úti á svölum og spjallaði við soninn, alls ekki í sólbaði en þetta gula réðst samt á mig, en ég hafði hreinsað farða (eftir staffamyndatöku) af andlitinu og sett feitt krem á eftir ... sem virkaði alveg eins og steikarolía. Vá, hvað það er sársaukafullt að sólbrenna. Annars stigs bruni, sagði læknirinn sem veitti mér leyfi til að nota græðikrem Þuríar eftir að hafa haft samband á Landspítalann og spurt. Ég vissi að það hafði virkað mjög vel á son Þuríar eftir að hann brenndist illa sem barn. Margar góðar sögur af þessu ótrúlega smyrsli. Andlitið á mér greri hratt og vel, og húðin undir var slétt og fín þegar sú gamla flagnaði af - og á þeim tímapunkti hefði ég átt að hætta að reykja og einbeita mér að hrukkulausum lífsstíl ... en ég er þó samt ögn skárri til húðar en sumt sólbaðssjúkt og enn reykjandi fólk á mínum aldri. Hilda systir notaði smyrslið á börnin í sumarbúðunum sem hún rak, setti krem í plástur ef börn duttu og hrufluðu sig, kremið sá um að hreinsa sárið og græða það. Jamm, ég mæli af alefli með Þurí og jurtasmyrslinu hennar á Akranesi á morgun.
Það seinna: Ef ykkur vantar endorfín og slíka gleðistrauma mæli ég með tryllingslega skemmtilegri konu á Instagram sem sýnir þessa dagana frá Ítalíuferð fjölskyldunnar, 17 meðlimir á öllum aldri saman og ýmislegt miserfitt drífur á dagana. Sagan er jafnóðum sett í "highlights" en "story-ið" í dag er líka ansi hreint fyndið. Konan heitir Þórdís og á Instagram: thordisbjork sjá mynd. Hvet ykkur til að læka síðuna hennar, byrjá á að horfa á "highlights" (hápunktana) og fylgjast svo með ferðalaginu daglega. Hef ekki hlegið svona mikið síðan uppistandið með Snjólaugu var sýnt á RÚV í kringum síðustu áramót, og þar áður (2019?) var það sjónvarpsþátturinn um hlaðvarpið: My dad wrote a porno ... sonur í sjokki yfir illa skrifuðum klámbókum sem pabbi hans, uppgjafasmiður og -verktaki, fór að skrifa ... úti í garðskúr því konan hans vildi engan subbuskap á heimilinu. Smiðurinn skein iðulega í gegn í bókunum því ýmsar æsandi athafnir áttu sér stað á sérlega vel lögðu parketi, svo dæmi sé tekið.
Það á að dreifa gleðinni, þetta er mín tilraun til þess, og Þórdís á mikið þakklæti skilið fyrir að vera til, eiga svona skemmtilega fjölskyldu, og hafa þetta góðan húmor sem hún deilir með alþjóð. Og ítalska lagið sem hljómar aftur og aftur, gerir þetta allt enn skemmtilegra. Ef þið eruð ekki með Instagram, er alveg þess virði að ná sér í það.
P.s. Það verður annar markaður á morgun, rétt fyrir aftan gamla Landsbankahúsið, eða á hlaðinu heima hjá Báru ljósmóður á Suðurgötunni, á móti húsinu þar sem Kallabakarí stóð í áratugi.
Örugglega hægt að ganga á hljóðið, Bára er svo hláturmild og dásamleg, og hún verður ekki ein þarna, heldur ýmsir með ýmislegt, sem er svo skemmtilegt. (Myndin rammstolin frá Báru og er af Báru úti í garðinum sínum).
- - - - - - -
Það var akkúrat á markaði á Írskum dögum sem ég kynntist Fasta, afskaplega hollum og bragðgóðum safa frá Íslenskri hollustu. Fasti breytti lífi mínu, fyllti mig af orku og krafti, lét mér vaxa neglur á fingrum (ég gæti unnið fyrir mér sem naglafyrirsæta núna) og varð eiginlega til þess að ég fór að huga að vítamíni og passa mig á vítamínskorti ... en það síðarnefnda angraði mig í áratugi án þess að ég áttaði mig á því. Ég hafði nagað neglur alla tíð, og greinilega ekki af taugaveiklun eins og allir sögðu.
Það var alltaf ansi erfitt að finna Fasta, ég þurfti að eltast við Mjóddarmarkaðinn á föstudögum, ýmsa útimarkaði þar sem t.d. geitungar réðu ríkjum út af sultunum, en svo hætti ég einfaldlega að finna Fastann minn sem hafði verið fastur vinur minn árum saman. Hann hætti fljótlega í framleiðslu af því að hann ... seldist ekki! Og ég hringdi og spurðist fyrir og gat ekki stillt mig um að segja að það væri ekkert skrítið að hannn seldist ekki, hann væri ófinnanlegur, meira að segja fyrir "fastakúnna". "Nei, hann fékkst í Fjarðarkaupum," var svarið, og hann leyndist víst þar í einhverri neðstu hillunni, algjörlega ósýnilegur, áður en framleiðslu var hætt. Ég borða hollan mat (Eldum rétt og minnka saltið), spreyja vítamínum í mig og eftir að ég fór að taka pilluna góðu á morgnana (í fimm daga), er bþ kominn í eðlilegt stand. Meira að segja hásinin hefur ekkert verið með vesen í dag, ég gekk óhölt út í Malíbó, hollustustaðinn fyrir ofan Guðlaugu hér við Langasand, í dag án afleiðinga (kæli reyndar vel 3x á dag, takk, elsku Apótek Vesturlands) ... fékk þar virkilega góða beyglu með avókadó o.fl. og geggjaðan grænan heilsudrykk. Skammaðist aðeins yfir kaffinu sem hefði mátt vera fínna en eitthvað ódýrt innflutt heimiliskaffi en eigandinn sagði að fólk væri ánægt, afi hennar drykki helst ekki kaffi en gæti drukkið þetta. Og þá er það bara í fínu lagi. Þetta er hollustustaður en ekki kaffihús - og ég mun mæta aftur og aftur, virkilega vel heppnaður staður og yndislegar ungu konurnar sem afgreiddu mig.
Þarf að hrósa meira fyrst ég er byrjuð, hringdi í Tryggingastofnun ríkisins í dag. Þvílíkt ljúf og hjálpleg kona sem ég talaði við og gat leiðbeint mér svo visst mál sem hefur tafist, klárast mögulega strax eftir helgi, mér og þeim sem ég er að aðstoða, til mikils léttis. Það er til svo gott fólk þarna úti ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 25
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 688
- Frá upphafi: 1516038
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 566
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.