6.7.2024 | 18:23
Góss dagsins og kona með ökklaband ...
Gífurleg heppni að hafa misst af fyrri hálfleik, skilst mér (England-Sviss), svo leiðinlegur á hann að hafa verið. Ég var stödd niðri í bæ í vöfflu hjá Slysavarnarfélaginu þegar hann byrjaði og ég laumaðist til að skella honum á í gemsanum en ætlaði bara að horfa ef ég heyrði öskur í þulinum. Það var eftir ráp um svæðið, ég heimsótti t.d. alla þrjá markaðina og kom heim með góða græðikremið (Fjólu-smyrslið) hennar Þuríar og sérlega fallegan margnota poka undir ýmislegt til að druslast með á markaðinum hjá Báru, einnig flott eldgosskort eftir Hrönn snilling, keypti svo í Jónsbúð fallegt silfurhálsmen með steini, grænum steini sem var sennilega einu sinni glerflaska (brennivín, Fresca?) og fannst á Langasandi, ansi hreint vel sorfinn af hafinu. Friðrik Ómar, nýi Borgnesingurinn, söng nokkur lög á Akratorgi á meðan ég var þar, og er sérlega fínn söngvari ... húmorinn hans er jafnvel enn betri.
Við stráksi áttum stefnumót um hálftvö í dag og ætluðum að hittast fyrir utan Einarsbúð en ekkert bólaði á honum þar þegar ég mætti þangað, svo við færðum hittinginn að húsinu þar sem tannlæknirinn okkar er með stofu og Arion banki með bankaþjónustu í formi hraðbanka. Mikið líf og fjör í miðbænum og ég náði að faðma nokkra menn (jessss) og líka kjeddlíngar auðvitað, klappa sætum hundum og gleðjast almennt. Það skyggði á gleðina hjá stráksa að finna hvergi kjúklingaborgara, ég ætlaði að splæsa, en matarvagnarnir voru færri en stundum áður. Vaffla m. sultu og rjóma + kakó (500 kall á mann) bjargaði okkur alveg og var alveg stanslaus umferð þangað, svo lágt verð trekkir að, eitthvað sem Skagamenn kunna og aðrir mættu draga lærdóm af. Skilst að hringekjan á hafnarbakkanum í Reykjavík sé alltaf tóm því það kostar 3.000 kall ferðin ... Skagamenn myndu rukka um þúsundkall og allt myndi fyllast og allir græða.
Í kvöld verður brekkusöngurinn, ég hef aldrei farið þangað (á mínum 18 árum hér ...) bara opnað glugga. Kannski kíki ég í kvöld með stráksa. Miðað við að himnaríki sé selt (með fyrirvara) og ég komin í keðju, er fremur ólíklegt að ég verði hérna á næsta ári. Kannski get ég faðmað fleiri karla í kvöld ef ég fer út, mér skilst að slíkt sé líklegra ef ég geri það.
Bloggvinir mínir vita að ég er ekki mikið "sólskinsbarn", forðast sól og hita og er langtum meiri áhugamanneskja um innivist en útivist sem orsakar alltaf sama vandamálið ef ég neyðist til að fara út á góðviðrisdögum ... í búð, á Írska daga, bara eitthvað. Ég á engan sumarjakka, bara cartman-jakkann minn, þennan breiða og stutta sem ég þoli ekki en hann er hlýr í svala og ég gæri verið í lopapeysu innan undir í kulda. Í dag var ég í þunnum bol innan honum, nánast kynæsandi bol, svo þröngur er hann með vítt hálsmál, svipaður og kynþokkabolurinn sem mamma gaf mér eitt árið þegar hana langaði í tengdason ... löng saga. Ég var sem sagt eina manneskjan á Akranesi sem gladdist innilega þegar smávegis hafgola mætti á svæðið og þunn ský drógu úr vítishita sólarinnar - ég reyndi að hanga í skugga en það var ekki alltaf hægt. Eitt árið gekk ég bara í regnkápu (það var hræðilegt, lítil öndun) en með því tryggði ég Skagamönnum nánast þurrt sumar. Strax í haust verð ég búin að steingleyma sumarjakkaskortinum ... svona hefur það verið í mörg ár.
Ég náði rúmlega fimm þúsund skrefum og dagurinn ekki búinn. Síminn minn ræður sér ekki fyrir kæti. Eftir að ég tók hásinar-lækninguna föstum tökum, kældi, íbúfenaði, hælhækkaði og hvíldi, hrapaði meðalskrefafjöldi niður í um 800 skref á dag.
Fyrir gönguna niður í bæ skellti ég vissulega íbúfeni í mig, þrátt fyrir undarlega mikinn bata á örfáum dögum, setti frosinn poka við hásinina og sokkinn yfir, fór í skóna með hælhækkuninni og tölti frekar rólega af stað. Ég sá stöku óttablik í augum sumra sem ég mætti og það var ekki fyrr en á heimleiðinni að ég áttaði mig á því að litli pokinn við hásin hægri fótar leit út eins og ökklaband sem fylgist með ferðum glæpóna. Mér fannst það nú bara töff. Þegar ég gúglaði mynd af hásin áðan, sá ég nýtt orð sem ég hef ekki heyrt áður, hásinarbólga. Ætla þó ekki að sjúkdómsgreina mig með hana, hef lært nógu mikið síðustu daga til að vera ekkert að því. En ég ætla að lesa mér til samt. Getur verið að ég hafi verið að gera stóra vísindauppgötvun, að háþrýstingslyf séu góð við hásinarbólgu? Hlutirnir gerast hratt þessa dagana.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 25
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 688
- Frá upphafi: 1516038
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 566
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.