Í lausu lofti og meint illska fræga fólksins

VéfréttinMánudagurinn var ljómandi fínn. Ég held þó að sumarfrí fólks hafi heilmikil áhrif á venjulegt líf margra ... meðal annars á fasteignamál mín því ég veit ekki hver staða mín er varðandi íbúðina sem ég er hæfilega spennt fyrir, eða staðsetningunni meira ... nálægt sundlaug og kirkju (djók). Sá íbúð auglýsta með þessum tveimur kostum í Grafarvogi, minnir mig. Fyrir manneskju sem fer ALDREI í sund og bara í jarðarfarir í kirkju, eru þetta ekki kostirnir sem ráða úrslitum um val mitt á húsnæði. Ég horfi á samgöngur, vídeóleigur og slíkt. Er sem sagt í lausu lofti en tíminn vinnur samt með mér, keðjur ganga yfirleitt upp, held ég, tekur tíma og því seinna sem ég geri tilboð, því betra, og meiri líkur á að allt verði gengið upp hér. 

 

MYND: Leitaði ráða hjá véfréttinni til öryggis, væri ég nokkuð að breytast í sólskinsbarn? ... en sjúkkitt! Ég er kaldur fiskur ... 

 

 

Stráksi ætlaði að kíkja um helgina en sem betur fer frestaði hann því ... hér var nánast dásvefn í gangi ... veður hefur lítil áhrif haft á mig, nema ég hata hálku, ég er meira fyrir vetur en sumar (sjá véfrétt) og það var október-veður í gangi um helgina, en samt ... Og svo kom sól, ég fór ekki einu sinni út á svalir, en minnti einna helst á fólk í kornfleksauglýsingu því slíkur var hressleikinn í dag.

 

 

Hvíta kakanÉg bakaði hvítu regnbogakökuna (takk, Betty) handa stráksa sem mætti svo í köku og safa eftir vinnu. „Áttu flensulyf?“ spurði hann nefmæltur. Jú, ég átti eitthvað smávegis og gaf honum. „Þú veist að þetta læknar ekkert, þér líður bara betur,“ minnti ég hann á. Kvefaði stráksi stoppaði bara í klukkutíma. Megnið af tertunni var skorið niður og fór í frysti, frekar fullan frysti ... Eldum rétt hafði mætt að vanda og ég hlakkaði til að borða þorsk með hrísgrjónum í kvöldmat.

 

Ég missti af hálfu kílói af rabarbara á síðu fb-vinkonu sem á snjallan son sem vildi fá eitthvað fyrir að tína rabarbara og skera hann. Ég varð of sein, fólk slóst um þessi tvö kíló sem voru í boði.

RabarbariElskan hún Hulda, gamla nágrannakona mín síðan í eldgamla daga, sá aumur á mér, og kom seinnipartinn færandi hendi, með rabararbara, nýja sultu sem hún hafði gert og salat sem hún hafði ræktað. Hún býr við sjóinn norðanmegin á Akranesi. Á morgun verður salatið í matinn ... með grænmeti og harðsoðnum eggjum, jafnvel sætri kartöflu. Slurp.

En þetta með rabarbarann. Ég skar hann niður í kvöld og skipti bitunum niður í sex poka, hver hálft kíló ... svo hér verður rabarbaragrautur reglulega á næstunni. Jóhanna Leópolds kom mér upp á hann, færði mér skammt af graut og rjóma, ekki löngu eftir að Einar dó, og ég ekki sú hugmyndaríkasta í eldamennsku ... svo þetta var nánast besti matur sem ég hafði fengið. Svo eldaði ég graut fyrir stáksa nokkuð löngu seinna og hann sagði: „Ég veit ekki hvort mér finnst þetta gott en má ég samt fá meira?“ 

Dásamlega sýrlenska fjölskyldan í næsta húsi fær að smakka og ef þeim líkar, þá fá þau alla vega eitt kíló og geta prófað sjálf, þau eru mjög spennt fyrir íslenskum mat og menningu, stórhrifin. Litli frystirinn minn er að springa, svo kannski dríf ég í þessu strax í vikunni.

 

Eins og þið vitið er ég mjög hrifin af spurningum og svörum ... svona skemmtilegheitum af Facebook. Fólk var beðið að nefna fræga manneskju sem það grunaði að væri illt hið innra.

Trump samsærisEkki stóð á svörum ... auðvitað nefndu langflestir Trump (þetta var eftir tilræðið við hann), margir nefndu Elon Musk og Tom Cruise, og einhverjir Móður Theresu, ég hef reyndar séð það áður. Skýringar fyrir aftan sum nöfnin eru ekki mínar, heldur fólksins sem nefndi djöflana í dulargerfunum. 

Trump - en líka á almannafæri, sem sagt alltaf illur.

Keanu Reeves. Ég sver það, hann hefur blekkt okkur öll (margir broskarlar)

Ellen ... en það vita allir. 

Jennifer Garner

Justin Timberlake. Hef aldrei hitt hann en vinur minn tók eitt sinn viðtal við hann. Ölvunaraksturinn er bara byrjunin á falli hans.

Elon Musk, sá appelsínuguli, allir sjónvarpspredikarar og Ted Cruz.

Johnny Depp.

Karl III konungur.

Angelina Jolie, ekki spurning. 

Oprah

Joel Osteen, Billy Graham.

Ryan Reynolds, fínn leikari en það eru alltaf svona gaurar sem skvetta kaffinu yfir aðstoðarmanninn.

Öll ... nema Brendan Frasier og Keanu Reeves.

Keanu Reeves. Maður heyrir bara hversu góður gæi hann er því allir eru hræddir við að segja sannleikann.

Osmond-fjölskyldan, eins og hún leggur sig.

Móðir Theresa

Beyoncé.

Tom Cruise.

Oprah. Ég hef ekki treyst henni síðan hún sagði að við ættum öll að eiga handklæði í stíl. 

Elon Musk. Það er ástæða fyrir því að helmingur fjölskyldu hans talar ekki við hann. 

Andrés prins. Eitthvað segir mér að hann hafi sitt af hverju að fela. (Broskarlar)

Madonna. Á einhvern skrítinn hátt. 

Tom Hanks, enginn er svona indæll, ljúfur og heiðarlegur. Ó, bíddu, jú, hann er þetta allt. 

Seven Seagal

Rosie O´Donnell.

Madonna. Ég dáði hana árum saman, en allir sem hitta hana, hata hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 1516026

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband