16.7.2024 | 01:31
Í lausu lofti og meint illska fræga fólksins
Mánudagurinn var ljómandi fínn. Ég held þó að sumarfrí fólks hafi heilmikil áhrif á venjulegt líf margra ... meðal annars á fasteignamál mín því ég veit ekki hver staða mín er varðandi íbúðina sem ég er hæfilega spennt fyrir, eða staðsetningunni meira ... nálægt sundlaug og kirkju (djók). Sá íbúð auglýsta með þessum tveimur kostum í Grafarvogi, minnir mig. Fyrir manneskju sem fer ALDREI í sund og bara í jarðarfarir í kirkju, eru þetta ekki kostirnir sem ráða úrslitum um val mitt á húsnæði. Ég horfi á samgöngur, vídeóleigur og slíkt. Er sem sagt í lausu lofti en tíminn vinnur samt með mér, keðjur ganga yfirleitt upp, held ég, tekur tíma og því seinna sem ég geri tilboð, því betra, og meiri líkur á að allt verði gengið upp hér.
MYND: Leitaði ráða hjá véfréttinni til öryggis, væri ég nokkuð að breytast í sólskinsbarn? ... en sjúkkitt! Ég er kaldur fiskur ...
Stráksi ætlaði að kíkja um helgina en sem betur fer frestaði hann því ... hér var nánast dásvefn í gangi ... veður hefur lítil áhrif haft á mig, nema ég hata hálku, ég er meira fyrir vetur en sumar (sjá véfrétt) og það var október-veður í gangi um helgina, en samt ... Og svo kom sól, ég fór ekki einu sinni út á svalir, en minnti einna helst á fólk í kornfleksauglýsingu því slíkur var hressleikinn í dag.
Ég bakaði hvítu regnbogakökuna (takk, Betty) handa stráksa sem mætti svo í köku og safa eftir vinnu. Áttu flensulyf? spurði hann nefmæltur. Jú, ég átti eitthvað smávegis og gaf honum. Þú veist að þetta læknar ekkert, þér líður bara betur, minnti ég hann á. Kvefaði stráksi stoppaði bara í klukkutíma. Megnið af tertunni var skorið niður og fór í frysti, frekar fullan frysti ... Eldum rétt hafði mætt að vanda og ég hlakkaði til að borða þorsk með hrísgrjónum í kvöldmat.
Ég missti af hálfu kílói af rabarbara á síðu fb-vinkonu sem á snjallan son sem vildi fá eitthvað fyrir að tína rabarbara og skera hann. Ég varð of sein, fólk slóst um þessi tvö kíló sem voru í boði.
Elskan hún Hulda, gamla nágrannakona mín síðan í eldgamla daga, sá aumur á mér, og kom seinnipartinn færandi hendi, með rabararbara, nýja sultu sem hún hafði gert og salat sem hún hafði ræktað. Hún býr við sjóinn norðanmegin á Akranesi. Á morgun verður salatið í matinn ... með grænmeti og harðsoðnum eggjum, jafnvel sætri kartöflu. Slurp.
En þetta með rabarbarann. Ég skar hann niður í kvöld og skipti bitunum niður í sex poka, hver hálft kíló ... svo hér verður rabarbaragrautur reglulega á næstunni. Jóhanna Leópolds kom mér upp á hann, færði mér skammt af graut og rjóma, ekki löngu eftir að Einar dó, og ég ekki sú hugmyndaríkasta í eldamennsku ... svo þetta var nánast besti matur sem ég hafði fengið. Svo eldaði ég graut fyrir stáksa nokkuð löngu seinna og hann sagði: Ég veit ekki hvort mér finnst þetta gott en má ég samt fá meira?
Dásamlega sýrlenska fjölskyldan í næsta húsi fær að smakka og ef þeim líkar, þá fá þau alla vega eitt kíló og geta prófað sjálf, þau eru mjög spennt fyrir íslenskum mat og menningu, stórhrifin. Litli frystirinn minn er að springa, svo kannski dríf ég í þessu strax í vikunni.
Eins og þið vitið er ég mjög hrifin af spurningum og svörum ... svona skemmtilegheitum af Facebook. Fólk var beðið að nefna fræga manneskju sem það grunaði að væri illt hið innra.
Ekki stóð á svörum ... auðvitað nefndu langflestir Trump (þetta var eftir tilræðið við hann), margir nefndu Elon Musk og Tom Cruise, og einhverjir Móður Theresu, ég hef reyndar séð það áður. Skýringar fyrir aftan sum nöfnin eru ekki mínar, heldur fólksins sem nefndi djöflana í dulargerfunum.
Trump - en líka á almannafæri, sem sagt alltaf illur.
Keanu Reeves. Ég sver það, hann hefur blekkt okkur öll (margir broskarlar)
Ellen ... en það vita allir.
Jennifer Garner.
Justin Timberlake. Hef aldrei hitt hann en vinur minn tók eitt sinn viðtal við hann. Ölvunaraksturinn er bara byrjunin á falli hans.
Elon Musk, sá appelsínuguli, allir sjónvarpspredikarar og Ted Cruz.
Johnny Depp.
Karl III konungur.
Angelina Jolie, ekki spurning.
Oprah.
Joel Osteen, Billy Graham.
Ryan Reynolds, fínn leikari en það eru alltaf svona gaurar sem skvetta kaffinu yfir aðstoðarmanninn.
Öll ... nema Brendan Frasier og Keanu Reeves.
Keanu Reeves. Maður heyrir bara hversu góður gæi hann er því allir eru hræddir við að segja sannleikann.
Osmond-fjölskyldan, eins og hún leggur sig.
Móðir Theresa.
Beyoncé.
Tom Cruise.
Oprah. Ég hef ekki treyst henni síðan hún sagði að við ættum öll að eiga handklæði í stíl.
Elon Musk. Það er ástæða fyrir því að helmingur fjölskyldu hans talar ekki við hann.
Andrés prins. Eitthvað segir mér að hann hafi sitt af hverju að fela. (Broskarlar)
Madonna. Á einhvern skrítinn hátt.
Tom Hanks, enginn er svona indæll, ljúfur og heiðarlegur. Ó, bíddu, jú, hann er þetta allt.
Seven Seagal.
Rosie O´Donnell.
Madonna. Ég dáði hana árum saman, en allir sem hitta hana, hata hana.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 13
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 676
- Frá upphafi: 1516026
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 554
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.