17.7.2024 | 00:56
Fjögurra skóga ferð, óþekkt eða góður smekkur ...
Heimaræktaða salatið var í matinn í kvöld og bragðaðist ótrúlega vel. Takk, elsku Hulda. Bætti við tómötum, agúrkum, harðsoðnum eggjum (12 mín. - þarf alltaf að gúgla) og ofnsteiktum amerískum kartöflum með olíu og hvítlaukssalti. Vinkona mín borðaði þessa dásemd með mér og samt verður nægur afgangur í hádeginu á morgun (í dag). Steingleymdi að kaupa avókadó, það hefði verið skrambi gott líka.
Vinkona mín hefur ferðast víða, bæði innanlands og utan og í kvöld sagði hún mér frá sniðugri fjögurra skóga gönguferð sem hún fer bráðum í og var hugsi yfir því að hún væri ekki þriggja skóga. Vinkona hennar ætti fínasta jeppa sem þær færu á sem væri frábært, og aðalvesenið væri að finna almennilegt nesti fyrir þessa daga sem ferðin tæi. Ég fór að telja í huganum ... Vaglaskógur, Kjarnaskógur, Hallormsstaðaskógur ... voru til fleiri skógar á landinu? Þetta yrði heilmikil keyrsla, fá suðvesturlandi og norður í skógana þar og svo austur, ef þetta væru réttu skógarnir. Af hverju væri gott að hafa fínan jeppa til að komast á milli? Hvers konar ferðalög væru eiginlega til? Ég hata svo sem gönguferðir - og skógar kæmu allra síst til greina sem tilneydd gönguleið hjá mér ... og rétt áður en ég spurði nánar út í skógana sem átti að ganga í gegnum og keyra á milli þeirra á jeppum, áttaði ég mig á að hún meinti erfiðleikastig göngunnar, hún sagði skóa-. Skór, ekki skógar. Fjögurra skóa ferð er víst erfiðari en þriggja skóa ferð (þetta segir auðvitað ekkert um fjölda skóa sem fólk mun slíta í ferðinni) en það var sem sagt lýsingin á ferðinni, tímalengd, hækkun, ófærð og slíkt sem var ekki upp á neina fjóra skó, vildi gönguglaða vinkonan meina. Ég er dauð úr þreytu bara eftir spjallið um þessa gönguferð.
Hún á alveg milljón barnabörn og sýnir mikla snilli þegar hún gefur þeim afmælisgjafir ... þau fá ömmudag frá henni og í gær fór hún ásamt einu krúttinu sínu í dagsferð í bæinn, Húsdýragarðinn og tívolí, barnið réði því hvað borðað var og fannst dagurinn ansi hreint góður. Amman var að minnsta kosti alveg í skýjunum. Held að þetta sé sniðugasta afmælisgjöf sem ég hef heyrt um frá ömmu til barnabarns. Verja tíma með barninu og gera eitthvað sem því finnst skemmtilegt. Aldur barnsins skiptir auðvitað máli og þessi ferð passaði akkúrat fyrir þetta barn. Leikhúsferð eða bíóferð hentaði öðrum. Kannski tekur hún elsta barnabarnið með á Skálmaldartónleikana núna í nóvember (þrennir), svona ef það barn hefur góðan smekk fyrir tónlist ... það myndi ég sko gera.
Á morgun kemur vinkona mín úr næstu blokk, sú sem færði mér síðbúinn ofsagóðan hádegisverð í dag, sjá mynd, í heimsókn og lærir að búa til rabarbaragraut hér í himnaríki. Hún fékk glampa í augun þegar ég sagði henni að þetta væri gamaldags íslenskur matur og er virkilega spennt að smakka - og læra að búa hann til. Vona að hún falli fyrir honum.
Mér finnst pínku asnalegt að þurfa nánast að éta ofan í mig að ég hafi andstyggð á gamaldags íslenskum mat ... en þá er ég auðvitað að tala um þverskorna ýsu, hræring, siginn fisk, súran þorramat og slíkt. Fátt er nefnilega betra en sumt í gamaldags flokknum, eins og pönnukökur, slátur (játs), hangikjöt, flatkökur og svo auðvitað rabarbaragrautur. Ég ræddi þetta ofaníát mitt nýlega við konu sem kom í heimsókn. Hún fór að segja mér frá móður sinni sem er komin yfir áttrætt og búsett á dvalarheimili, að starfsfólk þar hefði áhyggjur af því að hún borðaði ekki allan mat, t.d. sumar tegundir af fiski, en dóttirin veit fullvel hvers vegna, mamma hennar var einmitt pínd til að borða alls konar fiskhrylling í æsku sem hún hefur neitað að gera eftir að hún komst til vits og ára (lífið of stutt fyrir vondan mat). Hún eldaði fisk fyrir börn sín en var alltaf "búin að borða" þegar þau settust við matarborðið. Ég man reyndar ekki eftir því að mín eigin móðir hafi verið alveg brjáluð í gamaldags mat en hann var samt á boðstólum heima (og í sveitinni). Í gamla daga var "matvendni" (góður smekkur) skilgreind sem óþekkt.
Eftir allar þessar djörfu bækur sem hafa ofsótt mig undanfarið og ég hef kvartað yfir hér á blogginu, ákvað ég að færa mig frá þessum svokölluðu ástarsögum yfir í hinn enda rófsins, í eitthvað blóðugt og æsispennandi ... Byrjaði virkilega vongóð á bókinni Hefnd vélsagarmorðingjans en haldið ekki að aðalgaurinn þar, morðinginn sjálfur, hafi strax í öðrum kafla kynnst kynþokkafullum axarmorðingja ... Þegar fór að stefna í einhverja erótík á milli blóðbaðanna, í sirka fimmta kafla, varð mér allri lokið og fann mér aðra, gamla og góða bók um þróun fiskeldis í Téténíu síðustu hundrað árin, bara formálinn er tíu binda ritröð. Nú mega sko heyrnartólin detta úr sambandi hvar og hvenær sem er og það verður ekkert mál að sofna á kvöldin.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 16
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 679
- Frá upphafi: 1516029
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 557
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.