18.7.2024 | 18:08
Árangursrík læknisferð og misskilin móðgun
Júlímánuður fór af stað með offorsi, eins og elstu bloggvinir muna og í dag átti ég eftirtékk-tíma hjá elskulegum lækni. Ég hafði safnað saman nokkrum kvillum til að spyrja um, smástressuð yfir því samt að mega jafnvel bara koma með eitt erindi í einu - sá eiginlega fyrir mér eilífar læknisferðir (alla vega tvær) næstu misserin. Ég reyndi að tala mjög hratt til að þetta tæki styttri tíma og hár blóðþrýstingur varð sannarlega ekki aðalatriðið, enda hafði ég lækkað niður í góðar tölur. Ég á samt að halda áfram að taka pillurnar. Læknirinn skammaði mig ekki fyrir að hafa hangið hölt í nokkra mánuði heldur kíkti á dýrðina og ... ég reyndist vera með hálfslitna hásin en hef víst verið að gera allt svo hárrétt með aðstoð Ingu vinkonu og Apóteks Vesturlands, kæla, hvíla og slíkt.
Svo allt í einu sagði læknirinn upp úr þurru að ég yrði að fara að ganga í hælaháum skóm! (Og kannski klæðast Channel númer fimm-ilmvatni við?) Var ég þá búin að missa allan kynþokka? Ég hef aldrei getað gengið á slíkum skóm en þrátt fyrir það margoft gifst, eins og hér hefur ósjaldan komið fram. Gæti verið að eiginmenn mínir hafi allir elskað mig vegna innrætis míns, greindar og góðs minnis á póstnúmer? Andskotinn!
Ég talaði ekki bara hratt, heldur hlustaði óþarflega hratt líka, læknirinn var víst að meina að enn meiri hækkun á hægri hæl myndi gera mér gott. Apótekið reddaði því, of kors. Svo fékk ég dropa fyrir viðkæman hársvörð og þar með var allt mitt uppsafnaða vesen komið í farveg.
Tvær sýrlenskar fjölskyldur á Skaganum hafa tekið mig inn í klanið sitt ... í gær mætti Fatima mín í næsta húsi með mat handa sjúklingnum (kvef) og aftur í dag, en ég frestaði rabarbaragrautsgerðinni okkar um tvo daga, vegna kvefsins. Það fer fram á morgun. Já, kvefið ... læknirinn sagði að ég mætti alveg taka amerískt flensulyf sem hefur árum saman linað kvef mín og flensur - hvað þetta heitir nú allt - en á pakkanum sem ég tók með mér til doksa stóð: Ask your doctor if you have háan blóðþrýsting, sem ég sem sagt gerði þótt þrýstingurinn sé komin niður í OK. Henni fannst dagsetningin á flensulyfinu pínku fyndin ... eða best fyrir apríl 2016, samt virkar það, en ég á eflaust nýrri pillur ofan í baðskúffu. Vona það, ég er dugleg að gefa þær því mér finnst ömurlegt að fólk þurfi að kaupa nefdropa, hóstamixtúru, verkjalyf, strepsils og slíkt á meðan hægt er að taka tvo belgi og líða svo miklu betur. Hið íslenska ColdZyme er líka skrambi sniðugt kvefmeðal. Og virkar.
Hin fjölskyldan mín býr ögn fjær(á Akranesi er fimm mínútna aksturfjarlægð frekar langt), hafði samband í gær og gjörsamlega sjokkeraðist yfir því að ég væri með kvef ... Af hverju sagðir þú okkur ekki að þú værir veik? Ég er ekkert veik, reyndi ég að segja ... en sem sagt eiginmaðurinn skutlaði mér til læknis í dag, sem var ótrúlega vel þegið og sótti mig svo þangað og fór með mig í apótekið ... ég hef verið virkilega klökk yfir þessari miklu góðvild, það er bara gefið og gefið ... Elsku frábæra fólk.
FACEBOOK - NÝJASTA NÝTT:
Nefndu hlut sem getur breytt lífi þínu en kostar innan við tíu þúsund kall.
Þetta er bandarísk síða og ég veit að sumir hlutirnir sem eru nefndir þarna kosta gott betur en tíu þúsund kall ...
- Almennilegur koddi til að sofa á
- Rafmagnstannbursti
- Bókasafnskort
- Lykkjan
- Black Sabbath Vol 4, geisladiskur
- Bækur
- Góð margnota vatnsflaska
- Handklæðaofn
- Súkkulaði
- Cappuccino
- Brjóstahaldari sem passar
- Kvíðalyf
- Vegabréf
- Taka að sér kött
- Smokkar, fleiri ættu að nota þá
- Klósettpappír
- Taka að sér hund
- Góðir, þægilegir skór
- Svitalyktareyðir
- Seglar með hreint og óhreint til að setja á uppþvottvélina
- Getnaðarvarnir
- B-vítamín, allt í einu hætti ég að vera andvaka á nóttunni
- Brauðrist, ristað brauð er dásamlegt
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 15
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 678
- Frá upphafi: 1516028
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 556
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.