Árangursrík læknisferð og misskilin móðgun

Hælaháir skórJúlímánuður fór af stað með offorsi, eins og elstu bloggvinir muna og í dag átti ég eftirtékk-tíma hjá elskulegum lækni. Ég hafði safnað saman nokkrum kvillum til að spyrja um, smástressuð yfir því samt að mega jafnvel bara koma með eitt erindi í einu - sá eiginlega fyrir mér eilífar læknisferðir (alla vega tvær) næstu misserin. Ég reyndi að tala mjög hratt til að þetta tæki styttri tíma og hár blóðþrýstingur varð sannarlega ekki aðalatriðið, enda hafði ég lækkað niður í góðar tölur. Ég á samt að halda áfram að taka pillurnar. Læknirinn skammaði mig ekki fyrir að hafa hangið hölt í nokkra mánuði heldur kíkti á dýrðina og ... ég reyndist vera með hálfslitna hásin en hef víst verið að gera allt svo hárrétt með aðstoð Ingu vinkonu og Apóteks Vesturlands, kæla, hvíla og slíkt.

Svo allt í einu sagði læknirinn upp úr þurru að ég yrði að fara að ganga í hælaháum skóm! (Og kannski klæðast Channel númer fimm-ilmvatni við?) Var ég þá búin að missa allan kynþokka? Ég hef aldrei getað gengið á slíkum skóm en þrátt fyrir það margoft gifst, eins og hér hefur ósjaldan komið fram. Gæti verið að eiginmenn mínir hafi allir elskað mig vegna innrætis míns, greindar og góðs minnis á póstnúmer? Andskotinn!

Ég talaði ekki bara hratt, heldur hlustaði óþarflega hratt líka, læknirinn var víst að meina að enn meiri hækkun á hægri hæl myndi gera mér gott. Apótekið reddaði því, of kors. Svo fékk ég dropa fyrir viðkæman hársvörð og þar með var allt mitt uppsafnaða vesen komið í farveg.

 

Stór fjölskyldaTvær sýrlenskar fjölskyldur á Skaganum hafa tekið mig inn í klanið sitt ... í gær mætti Fatima mín í næsta húsi með mat handa sjúklingnum (kvef) og aftur í dag, en ég frestaði rabarbaragrautsgerðinni okkar um tvo daga, vegna kvefsins. Það fer fram á morgun. Já, kvefið ... læknirinn sagði að ég mætti alveg taka amerískt flensulyf sem hefur árum saman linað kvef mín og flensur - hvað þetta heitir nú allt - en á pakkanum sem ég tók með mér til doksa stóð: Ask your doctor if you have háan blóðþrýsting, sem ég sem sagt gerði þótt þrýstingurinn sé komin niður í OK. Henni fannst dagsetningin á flensulyfinu pínku fyndin ... eða best fyrir apríl 2016, samt virkar það, en ég á eflaust nýrri pillur ofan í baðskúffu. Vona það, ég er dugleg að gefa þær því mér finnst ömurlegt að fólk þurfi að kaupa nefdropa, hóstamixtúru, verkjalyf, strepsils og slíkt á meðan hægt er að taka tvo belgi og líða svo miklu betur. Hið íslenska ColdZyme er líka skrambi sniðugt kvefmeðal. Og virkar.

 

Hin fjölskyldan mín býr ögn fjær(á Akranesi er fimm mínútna aksturfjarlægð frekar langt), hafði samband í gær og gjörsamlega sjokkeraðist yfir því að ég væri með kvef ... Af hverju sagðir þú okkur ekki að þú værir veik? Ég er ekkert veik, reyndi ég að segja ... en sem sagt eiginmaðurinn skutlaði mér til læknis í dag, sem var ótrúlega vel þegið og sótti mig svo þangað og fór með mig í apótekið ... ég hef verið virkilega klökk yfir þessari miklu góðvild, það er bara gefið og gefið ... Elsku frábæra fólk. 

 

FACEBOOK - NÝJASTA NÝTT:

Nefndu hlut sem getur breytt lífi þínu en kostar innan við tíu þúsund kall. 

Þetta er bandarísk síða og ég veit að sumir hlutirnir sem eru nefndir þarna kosta gott betur en tíu þúsund kall ...

 

- Almennilegur koddi til að sofa á

- Rafmagnstannbursti 

- Bókasafnskort 

- Lykkjan

- Black Sabbath Vol 4, geisladiskur

- Bækur

- Góð margnota vatnsflaska

- Handklæðaofn

- Súkkulaði

- Cappuccino

- Brjóstahaldari sem passar

- Kvíðalyf

- Vegabréf

- Taka að sér kött

- Smokkar, fleiri ættu að nota þá

- Klósettpappír

- Taka að sér hund

- Góðir, þægilegir skór

- Svitalyktareyðir

- Seglar með hreint og óhreint til að setja á uppþvottvélina

- Getnaðarvarnir

- B-vítamín, allt í einu hætti ég að vera andvaka á nóttunni

- Brauðrist, ristað brauð er dásamlegt  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 678
  • Frá upphafi: 1516028

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband