21.7.2024 | 02:55
Kveflok, björgun í bröns og óvænt glæpatengsl
Kvefsóttin reyndist hundleiðinleg og stóð yfir allt of lengi og sá ekki fyrir endann á henni fyrr en bara akkúrat núna. Allt of gömul og löngu útrunnin flensulyfin gerðu þó sitt gagn, þannig séð, en ég átti mun nýlegra í duftformi (fékk það gefins) sem ég tók loksins á föstudaginn. Strangar reglur giltu varðandi það, eitthvað um að drekka brennandi heita vatnið með duftinu í innan tíu mínútna, engar skaðabætur fyrir brennda tungu ... svo ég setti þrjá plasthúðaða ísmola út í kvikindið. Svo hófst hryllingsdrykkjan og eldgamlar minningar rifu sér allt í einu leið upp á yfirborðið. Ég á sannarlega ekki margar þynnkur að baki í lífinu, enda ekki mikill vínþambari en eitt sinn, ég man ekki hvar en minnir að mögulega hafi þá ríkt tíð fyrsta, annars eða þriðja eiginmanns míns. Jú, ég fann fyrir þynnku og einhver miskunnsamur mágurinn eða frændinn átti til algjört töframeðal við því, eitthvað sem hét Alkasetzer, ég hélt þá (og mjög lengi) að þetta væri daginneftir-lyf fyrir drykkfellda, ja, alka ... fannst þetta mjög hreinskilið lyfjaheiti, og er ekki frá því að margir landsmenn hafi haldið það líka. Og þetta var duft til að setja út í vatn, kalt, minnir mig. Viðkomandi maður átti greinilega bara mjög stór glös, fyllti eitt slíkt af vatni og setti alkameðalið út í - sagði mér síðan að drekka þetta. Það tók mig sennilega tvo klukkutíma og ég náði samt að hella rúmlega helmingnum niður þegar enginn sá til. Mig grunar að þarna hafi ég, mögulega án þess að átta mig á því, ákveðið að fá aldrei aftur þynnku.
Ég náði að klára flensulyfshrylling föstudagsins á svona korteri, með algjörum herkjum og ópum og ... ég hét mér því þegar ég tók síðasta ógeðssopann að fá hreinlega aldrei aftur kvef! Að minnsta kosti ekki fyrr en einhver sem ég þekki fer til Ameríku, kíkir í Walmart eða Costco eða nánast hvaða búð sem er og færir mér cold and flu-meðal, helst day and night-dæmið ... Borga að sjálfsögðu fyrir.
Myndin samsetta hér fyrir ofan sýnir það sem ég hef þurft að þola í auglýsingamálum frá 1. júlí, annaðhvort hlerar gemsinn mig til að geta otað að mér "réttum" auglýsingum, eða kóvitarnir höfðu rétt fyrir sér allan tímann og bæði hlerunartæki og staðsetningarbúnaður var fólgin í covid-bóluefnunum, til að Bill Gates geti ... jahhh, fækkað okkur, vilja nú sumir meina. En ég prófaði að segja upphátt við gemsann minn fyrr í kvöld: Ég á blóðþrýstingsmæli. Bæði á íslensku og ensku. Hvaða auglýsingar koma næst? Hef svo sem líka verið að drukkna í auglýsingum um sófaleikfimi fyrir "aldraða" og alls kyns kúrum ... og þegar ég talaði síðast um að fara í megrun var það fjarri öllum tækjum, uppi í Öskjuhlíð, í rykfrakka og með sólgleraugu, talaði mjög lágt.
Þegar systir mín ók í hlað rétt rúmlega eitt í dag/gær, laugardag, ég er að skrifa þetta aðfaranótt sunnudags, héldum við beinustu leið í Galito í bröns. Vorum búnar að lofa okkur því að prófa ... síðasti slíkur var í Apóteki í boði hennar svo nú var komið að mér. Enginn metingur samt.
Þið eruð tveimur mínútum of snemma, sagði glaðasti þjónn í heimi sem tók á móti okkur. Ég hafði látið vita af smáseinkun, að við yrðum komnar 13.10, eða tíu mínútum of seint. Bílstjóri fyrir framan systur mína ók á sextíu til sjötíu á þeim kafla sem ekki var hægt að fara fram úr en rauk svo upp í hundrað þegar akreinar voru orðnar tvær ... skilst að þetta sé alveg týpískt fyrir marga ökumenn. Hann var svoooo löghlýðinn í göngunum að hann ók á fimmtíu, hélt sig þó hægra megin svo hægt var að taka fram úr í löngu brekkunni upp norðanmegin.
Við fengum okkur eggs benedict sem var sturlað gott, og svo ábætisplatta á eftir með kaffinu. Flott skyldi það vera.
Er þetta jarðhneta? sagði ég skrækróma við systur mína og benti á eitthvað drapplitað lítið á diskinum, átti að vera til skrauts en þvílíkt skraut, var ekki alveg eins hægt að fá bara arsenik, vetnissprengju?
Baðstu ekki um hnetulausan bakka? spurði systir mín hissa. Ég gekk reyndar bara úr skugga um að benediktsegg systur minnar væru án tómata til að hún lenti ekki á spítala, en ég hlýt að vera svona rosalega óeigingjörn, eða gleymin ... fannst sennilega ólíklegt að fólk færi að troða algengum ofnæmisvaldi í svona fínheit ... megi bakarí landsins taka þetta til sín og fara að hafa konudagskökur framtíðarinnar hnetu- og núggatlausar.
Góði þjónninn kom til okkar, hafði fundið á sér að eitthvað væri á seyði þarna úti í horni vinstra megin og fór beint í skaðaminnkandi aðgerðir. Á ég ekki að láta útbúa nýjan platta fyrir ykkur? spurði hann.
Nei, alls ekki, ekkert vesen, sérðu, ég tek bara aðra lummuna þarna sem snerti ekki hneturnar og sleppi þes- færði lummuna og upp gaus grænt hneturyk ... þær leyndust víðar á diskinum og í fleiri sortum hneturnar, þjónninn brosti, tók plattann og sagði: Við viljum ekki að þú deyir, fagri fastakúnni, eitthvað slíkt, minnir mig. Til að eyðileggja ekki stemninguna sleppti ég því að segja að einkenni mín, þegar ég borðaði eitthvað sem jarðhnetur hefðu snert, væru nú bara kláði í hálsi í nokkra klukkutíma - en ekki sjúkrabíll í hvelli. Held að eymdin í gamla daga (mátti t.d. ekki flytja inn smartís stærstan hluta æsku minnar) hafi bjargað lífi mínu því ekki nokkur hræða komst upp með matvendni, eins og það hét þá.
MYND: Nýi plattinn var suddalega góður. En á myndinni sést sá fyrri, en þá hafði hneturykið sennilega sest eftir að ég hreyfði lummuna og þjónninn ekki enn búinn að fjarlægja hættuna.
Systir mín hrósaði mér fyrir fagurt hár, geggjaðar strípur, en ég hafði sett eitthvað hár-dæmi í það eftir sturtuna og reynt að hemja það svolítið að auki, renna í gegnum það með fingrunum til að það stæði ekki út í loftið þegar það þornaði. Reynsla mín í hármálum er frekar slæm því hárstíll minn (villt vísindakona) hefur ekki slegið í gegn hjá neinum nema mér. Úfið, krullað, eins og á unglingsárunum. Myndin var tekin í kvöld, þegar það hafði aflagast. Ég er alla vega sátt, og kettirnir.
Það var ekki bara ég sem gladdist yfir heimsókninni úr bænum. Við sóttum stráksa í smábíltúr, hann var voða glaður og tók svo sannarlega í mál að hlaupa upp að staur rétt við himnaríki, með stóran matarleifapoka sem systir mín hafði tekið með úr Kópavogi, handa svöngu mávafrændum sínum á Akranesi, sem urðu líka harla glaðir. Eltu sennilega bílinn hennar og hafa nú komið sér vel fyrir í Fossvogsdal þar til þeir stinga af til Tene til að hafa þar vetursetu.
Eftir góðan kaffibolla og einskæra gleði hundanna að koma heim til Gurríar frænku sem passaði þá fyrir Krumma ketti sem lítur alltaf á heimsóknir þeirra sem ógn við bæði ketti og menn, vei þeim ef þeir gelta ... Og svo þegar unga ferska systirin fór heim var sú eldgamla hreinlega búin að vera eftir allt þetta erfiði. Lagðist ofan á rúmið, hlustaði á sögu og hvíldi sig. Hin besta slökun heims því um klukkan tíu rauk ég á fætur, ekki til að hátta og sofa, heldur taka til!!! Alla vega í eldhúsinu sem var orðið ansi subbulegt, það má ekki verða veikur án þess að allt fari úrskeiðis.
Ég er pínku nefmælt en núna í kvöld (laugardag) lít ég svo á að þessu kvefi sé formlega lokið. Nenni því ekki lengur og mun ekki sýna því frekari athygli eða umhyggju.
Svolítið óhugnanlegt að lenda í því í veikindunum að hlusta á tvær íslenskar glæpasögur í sakleysi sínu og máttleysi og báðar tengjast Akranesi glæpsamlegum böndum. Önnur um morðóðan heilbrigðisstarfsmann sem hafði búið á Akranesi og myrti bara fólk sem hafði líka búið á Akranesi ... ekki byggt á sannsögulegu. Get ekki sagt meira til að skemma ekki fyrir ... Hin var meira í Borgarfirðinum en samt, eldri maður sem löggan leitaði að, hafði átt vin SEM RAK VÍDEÓLEIGU EINMITT Á AKRANESI og lögreglan á Akranesi kom líka við sögu - og samt er ég ekki einu sinni byrjuð á bók Evu B. Ægis, skilst að hún sé svo spennandi (Heim fyrir myrkur) að ég var hreinlega of lasin til að leggja í hana ... Líst ansi vel á Rót hins illa, bók sem ég byrjaði á í kvöld á meðan ég, full þakklætis fyrir að hafa endurheimt orkuna, tók eldhúsið í gegn.
Mynd 4 tengist færslunni algjörlega óbeint.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 15
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 678
- Frá upphafi: 1516028
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 556
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.