Versta bíómyndin, besta afmælið og óvænt seinkun

Alltaf sól á AkranesiHvað gera konur þegar Eldum rétt kemur ekki á réttum tíma og stefnumót hafði verið ráðgert í höfuðborginni um fjögurleytið? Jú, þær blogga og vona heitt að þær nái 17.28-vagninum frá Garðabraut. Samkvæmt SMS-i frá ER mun það nást. Það varð bilun í sendibíl sem orsakaði seinkunina en ... það að komast ekki á stefnumót á réttum tíma gerir mig bara enn meira spennandi. Vona alla vega að systur minni finnist það líka. Á morgun verður hittingur ættfólks sem hittist í allra mesta lagi árlega, svona allt í einni kös, enda tæplega helmingurinn búsettur fyrir westan haf.

Það verður gaman að æfa enskuna (frændfólkið af þeirri kynslóð að það var talið rangt og ruglandi að láta það tala bæði ensku OG ÍSLENSKU í nýja landinu) og elsta frændfólkið íslenskuna, ræða um forsetamálin ytra og sitt af hverju fleira. Flest í hópnum eru fædd ytra og þótt þau upplifi Íslendinginn sterkt í sér eru þau auðvitað búsett þarna og hafa sínar skoðanir sem ég er spennt að heyra.

 

Myndin hér að ofan heitir: Alltaf sól á Akranesi. Ég er svo hrifin af síbreytilegum litunum. Keli líka.

 

AfmælisstelpanHin fjölskylda mín, þessi á Akranesi, hélt upp á fimm ára afmæli miðdótturinnar í gær með kökum, söng, blöðrum og gleði. Ég ákvað að bíða með gjöfina frá mér þar til í dag þegar ég rændi stelpuskottinu með mér í Lindex þar sem við völdum aldeilis fínt pils og bol, reyndar einnig fallega sokka í stíl og sólgleraugu til að mana fram sólina.

Svakalega skemmtilegt afmæli með mörgum gestum og frábærum kökum. Það vakti athygli mína þegar faðirinn kom og sótti mig (fín þjónusta) að hann var í stuttermabol. „Þetta er nú meira sumarið,“ sagði ég, meira að segja mér blöskrar ... mögulega er þetta samt meðvirkni með sólaraðdáendum því ég get dregið fyrir heima og sett viftur í gang en hinir hafa þurft að klæða af sér kuldann. „Þetta er ljómandi fínt veður,“ sagði hann bara og brosti. Miðstöðin í bílnum mallaði reyndar og hélt hitastiginu í 20°C þegar við ókum þessar fimm mínútur eða svo í veisluna.

 

Á myndinni má sjá sætu og kláru afmælisstelpuna í nýju fötunum. Svo átti hún þetta fína hárband í stíl.

 

Ég sá í gær á Facebook spurninguna Hver er versta bíómynd sem þú hefur nokkurn tímann séð?

 

Verð að viðurkenna að sum svörin komu mér virkilega á óvart. Ég man reyndar að gamall vinur sagði mér að þegar hann kom út úr bíóinu eftir að hafa séð Natural Born Killers, hafi hann verið uppnuminn og nánast tilbúinn til að fara að drepa ... en það entist bara í þrjár mínútur í viðbót. Og hann var að grínast, held ég.

 

Hér eru nokkrar, þangað til ég verð að hoppa í strætó: 

- Cosmopolis með Rob Pattison. Hann er fínn leikari, ég bara hata myndina, ungur, sálarlaus milljarðamæringur, hryllileg mynd.

- Pulp Fiction, hataði hana. 

- Battlefield Earth. 

- Gladiator.

- Get nefnt Magnolia og Natural Born Killers. Líka Glitter.

- The Piano. Ég gekk út.

- The Room. Fæ aldrei til baka tímann sem ég eyddi í þetta rusl.

- Vanilla Sky.

- Allar m eð Adam Sandler.

- Endurgerðin af Ghostbusters.

- Hot tub time machine.

- Eyes Wide Shut.

- The Happening. Sá allra versti leikur sem ég hef séð. Hún er í raun ein allra fyndnasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð.

- Zoolander. Sú eina sem ég hef gengið út af.

- The English Patient. Ég sofnaði áður en ég náði að ganga út.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 19
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 1834
  • Frá upphafi: 1493238

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1488
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Mia_litla
  • Eftirlaunaaldurinn
  • Hirðrafvirkinn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband