22.7.2024 | 17:04
Versta bíómyndin, besta afmælið og óvænt seinkun
Hvað gera konur þegar Eldum rétt kemur ekki á réttum tíma og stefnumót hafði verið ráðgert í höfuðborginni um fjögurleytið? Jú, þær blogga og vona heitt að þær nái 17.28-vagninum frá Garðabraut. Samkvæmt SMS-i frá ER mun það nást. Það varð bilun í sendibíl sem orsakaði seinkunina en ... það að komast ekki á stefnumót á réttum tíma gerir mig bara enn meira spennandi. Vona alla vega að systur minni finnist það líka. Á morgun verður hittingur ættfólks sem hittist í allra mesta lagi árlega, svona allt í einni kös, enda tæplega helmingurinn búsettur fyrir westan haf.
Það verður gaman að æfa enskuna (frændfólkið af þeirri kynslóð að það var talið rangt og ruglandi að láta það tala bæði ensku OG ÍSLENSKU í nýja landinu) og elsta frændfólkið íslenskuna, ræða um forsetamálin ytra og sitt af hverju fleira. Flest í hópnum eru fædd ytra og þótt þau upplifi Íslendinginn sterkt í sér eru þau auðvitað búsett þarna og hafa sínar skoðanir sem ég er spennt að heyra.
Myndin hér að ofan heitir: Alltaf sól á Akranesi. Ég er svo hrifin af síbreytilegum litunum. Keli líka.
Hin fjölskylda mín, þessi á Akranesi, hélt upp á fimm ára afmæli miðdótturinnar í gær með kökum, söng, blöðrum og gleði. Ég ákvað að bíða með gjöfina frá mér þar til í dag þegar ég rændi stelpuskottinu með mér í Lindex þar sem við völdum aldeilis fínt pils og bol, reyndar einnig fallega sokka í stíl og sólgleraugu til að mana fram sólina.
Svakalega skemmtilegt afmæli með mörgum gestum og frábærum kökum. Það vakti athygli mína þegar faðirinn kom og sótti mig (fín þjónusta) að hann var í stuttermabol. Þetta er nú meira sumarið, sagði ég, meira að segja mér blöskrar ... mögulega er þetta samt meðvirkni með sólaraðdáendum því ég get dregið fyrir heima og sett viftur í gang en hinir hafa þurft að klæða af sér kuldann. Þetta er ljómandi fínt veður, sagði hann bara og brosti. Miðstöðin í bílnum mallaði reyndar og hélt hitastiginu í 20°C þegar við ókum þessar fimm mínútur eða svo í veisluna.
Á myndinni má sjá sætu og kláru afmælisstelpuna í nýju fötunum. Svo átti hún þetta fína hárband í stíl.
Ég sá í gær á Facebook spurninguna Hver er versta bíómynd sem þú hefur nokkurn tímann séð?
Verð að viðurkenna að sum svörin komu mér virkilega á óvart. Ég man reyndar að gamall vinur sagði mér að þegar hann kom út úr bíóinu eftir að hafa séð Natural Born Killers, hafi hann verið uppnuminn og nánast tilbúinn til að fara að drepa ... en það entist bara í þrjár mínútur í viðbót. Og hann var að grínast, held ég.
Hér eru nokkrar, þangað til ég verð að hoppa í strætó:
- Cosmopolis með Rob Pattison. Hann er fínn leikari, ég bara hata myndina, ungur, sálarlaus milljarðamæringur, hryllileg mynd.
- Pulp Fiction, hataði hana.
- Battlefield Earth.
- Gladiator.
- Get nefnt Magnolia og Natural Born Killers. Líka Glitter.
- The Piano. Ég gekk út.
- The Room. Fæ aldrei til baka tímann sem ég eyddi í þetta rusl.
- Vanilla Sky.
- Allar m eð Adam Sandler.
- Endurgerðin af Ghostbusters.
- Hot tub time machine.
- Eyes Wide Shut.
- The Happening. Sá allra versti leikur sem ég hef séð. Hún er í raun ein allra fyndnasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð.
- Zoolander. Sú eina sem ég hef gengið út af.
- The English Patient. Ég sofnaði áður en ég náði að ganga út.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 13
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 676
- Frá upphafi: 1516026
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 554
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.