26.7.2024 | 22:48
Heimsendir í afmælisgjöf og besta lykt í heimi
Þónokkrar bloggskammir hafa dunið á mér síðustu daga og samt er ég nánast sárasaklaus. Ekki í síðasta, heldur þarsíðasta bloggi birti ég lista yfir lélegar bíómyndir (að mati ýmissa útlendinga) þar sem rökstuðningur fylgdi - og voru alls ekki mín orð.
Ein frænkan: Eins og þú ert nú smekkleg, kæra fagra frænka, þá er ég þér svo innilega ósammála varðandi The Piano og The Room, hún var með grátstafinn í kverkunum.
Einn frændinn: Svona stórgreind kona eins og þú, ég dýrkaði Natural Born Killers, sem og flestir, hvað er að þér?
Nokkrir á fb hjá mér höfðu skoðun á bíómyndum svo hér eru alíslenskar skoðanir líka:
Green Slime. Hún var svo slæm að það var fyndið.
Eina myndin sem ég hef gengið út af er Síðasti tangó í París, það var þegar Marlon Brando teygði sig í smjörstykkið og ...
Eat, Pray, Sleep er ein allra versta mynd sem ég hef séð. Jesús minn ... ég gekk reyndar ekki út, en hjálpi mér hvað mér leiddist hún.
Komment: Afsakið á meðan ég æli.
Svar við kommenti: Akkúrat þannig. Ég hefði gengið út en ég var með hópi samstarfsmanna.
Annað svar: Reyndar skemmtilegt þetta freudíska mismæli mitt en lýsandi fyrir hugaástand mitt og afstöðu til myndarinnar sem heitir víst Eat, Pray, Love, en ég hef greinilega verið að sofna yfir ...
Ein byrjaði að skrifa en gleymdi nöfnum myndanna hræðilegu á meðan hún var að skrifa ... sjálfsvarnarviðbrögð.
Ég hugsaði og hugsaði og hugsaði ... hvaða mynd er verst? Man að ég var alls ekki hrifin af einni dýrustu bíómynd kvikmyndasögunnar á þeim tíma: Vatnaveröld með Kevin Costner. Framtíðarmynd þar sem allir bjuggu úti á sjó og skálmöld ríkti ... vondu karlarnir voru svooo vondir að þeir voru með plaköt uppi við þar sem stóð Kill the Whales! ... og þeir reyktu að auki, þetta tvennt var það versta sem til var á þeim tíma og er jafnvel enn. Mér fannst líka í einhverri risaeðlumyndinni að aðeins útlitsgallað fólk væri étið af risaeðlum, feitur karl, unglingur með gleraugu ... fannst það asnalegt þótt ég sé ekki feitur karl.
En daginn eftir Pálínupartíið góða kom eftirfarandi athugasemd við síðasta blogg, eða myndbirtingu þar, á fb-síðu minni:
Kærar þakkir fyrir að velja þessa mynd (af þeim 719 sem voru teknar). Móðir mín hringdi í mig að farast úr áhyggjum yfir að ég væri andsetinn. Ég reyndi að benbda henni á að ljósmyndarinn hefði beðið um grettur, en hún trúði því auðvitað ekki.
Ég steingleymdi að skoða alla á myndinni, athugaði bara hvort ég, bloggarinn sjálfur, væri þannig útlits að ég myndi ekki hræða frá mér aðdáendur ... ljósmyndarinn bað fólk um að gretta sig, sumir héldu grettunni það lengi að hún náðist líka á góðu myndirnar ... en ég mun borga skaðabætur.
- - - - - - - - - - - - - -
Nennti ómögulega að fylgjast með setningu Ólympíuleikanna, frekar en nokkurn tímann áður, finnst yfirleitt allar svona sýningar drepleiðinlegar, var hvort eð er með fréttirnar í beinni hér á hlaðinu, sjá mynd ... en vesalings Frakkar að þessi íþróttahátíð skuli vera notuð til að eyðileggja og skemma ... kannski er almenningur þarna bara allt of frekur og dekraður (kaldhæðni) ... smávegis mótmæli húsmæðra og hætt er við að hækka mjólkurverð, hér á Íslandi yrði fólk bara gasað ... (líka kaldhæðni) ...
Guðrún vinkona stefnir að því að viðra mig á morgun. Okkur líst best á að skreppa austur fyrir Fjall ... á Selfoss og kannski eitthvað í kring. Ég verð á svipuðum slóðum viku seinna ... en eins gott að nýta veðrið (það verður ekki slagveður) því næsta lægð skellur á strax á sunnudaginn. Yfirleitt er gott skyggni þegar gýs á Reykjanesskaga, svo gosið kemur sennilega ekki í slagviðri. Sko, systir mín fékk eldgos í afmælisgjöf 18. desember sl. en í boðinu um daginn frétti ég að von væri á heimsendi á afmælisdaginn minn (12. ágúst) eftir eitt eða tvö ár. Sumt fólk blandar vissulega saman sólmyrkva og heimsendi en mér finnst þetta eiginlega toppa eldgos. Meira að segja strax á þessu ári verður æsispennandi atburður á afmælisdaginn minn, en þá hefjast sjónvarpsfréttir aftur á gamla tímanum, eða klukkan 19. Þannig að nú fáum við fréttir áfram í einni kássu, klukkan sex hjá útvarpinu, hálftíma seinna hjá Stöð 2 og svo hálftíma eftir það á RÚV, og allt sömu fréttirnar. Húrra! Margir hafa tekið þessari breytingu á fréttatíma nú í sumar sem persónulegri móðgun og eru brjálaðir. Ég kýs frekar að vera brjáluð yfir verðbólgu, háum vöxtum og almennu okri.
Facebook-fréttir
Viss frændi:
Ef Bessastaðir poppa allt í einu upp á Airbnb á næstunni verð ég hneykslaður en ekki hissa ...
Hvar er Anne Hidalgo, við höfum ekkert séð hana? Svar: Fólk sem syndir í Signu sést ekki aftur.
Allra, allra besta lykt í heimi ...
Vissulega nefndu margir kaffi, enda margt ægismekklegt fólk til í heiminum en hér eru nokkur svör ... ekki eftir mig þótt ég geti tekið undir margt þarna, eins kaffi, vanilla ... en hér er upptalningin:
- Fyrsti kaffibollinn á morgnana.
- Sunnudagssteikin hennar mömmu.
- Magnolíutré í blóma.
- Vanilla eða lavander.
- Lyktin úti eftir rigningu.
- Brauð að bakast inni í ofni.
- Gamlar og nýjar bækur.
- Nýslegið gras.
- Maðurinn minn, vildi að lyktin af honum fengist í flöskum.
- Að grilla /steikja lauk og hvítlauk.
- Nýbakaðir kanilsnúðar.
- Lím.
- Gras, þú veist, þannig gras.
- Varðeldur.
- Lyktin af hestunum mínum.
- Þvottur, nýkominn úr þurrkaranum.
- Kaffi og ristað brauð á morgnana.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 15
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 678
- Frá upphafi: 1516028
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 556
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.