30.7.2024 | 23:05
Leitin að rétta húsinu víkkuð út
Klukkutíma eftir að ég hafði ýtt á vista og birta á síðasta bloggi þar sem óvissan í fasteignamálum var tíunduð, hringdi fasteignasalinn. Hún er komin úr fríi og búin að setja allt á fullt. Möguleg sala á einni íbúð í keðjunni og annar áhugasamur kaupandi að himnaríki á kantinum. Ég sem var búin að sameina Akranes og Reykjavík í huganum við tilkomu Sundabrautar, og að það tæki því ekki að flytja ...
Ég hafði einsett mér að finna þriggja herbergja íbúð, helst í Kópavogi (nálægt Hildu og kó) og var sem bíllaus lúser spennt fyrir að komast nálægt t.d. Hamraborginni (Katalinu!) þar sem stutt er í alla þjónustu (tattústofu, bókasafn, dýralækni, kaffihús, matvörubúð og fleira áríðandi) en ekki svo mikið framboð af réttum íbúðum. Tíminn hafði þó af mér skemmtilega íbúð þar sem nú er seld öðrum eftir að tilboð mitt rann út, en önnur girnileg var þó til staðar, hafði verið mánuðum saman á sölu og frekar hátt verðlögð. Ég skoðaði hana aftur nýlega (í vor í fyrra skiptið), eftir að verðið var lækkað, en af því að ég var með smið með mér og rósrauðu gleraugun skilin eftir heima, sá ég mér til skelfingar að það þyrfti að taka hana algjörlega í gegn ... Verðið allt of hátt miðað við það þrátt fyrir lækkun.
Svo ég fór að kíkja betur í kringum mig, en ekki fyrr en í gærkvöldi. Það kom eiginlega allt til greina nema vel gróið úthverfi - ég skrollaði öskrandi fram hjá öllum slíkum íbúðum, ég setti líka 2 herbergja íbúðir sem möguleika, hafði verið föst í ósk um stærri, og fullt af fínustu íbúðum komu upp, meira að segja frekar nýjar (takk, þétting byggðar).
Ég fann eina í leitinni, ekki svo langt frá Hlemmi, hún er lítil en falleg, nýleg og með svalir sem snúa að götunni (og lífinu, ekki öðrum gluggum). Ég sá líka eina á Laugaveginum, hún var áður í útleigu til ferðamanna, en hún er kannski einum of miðsvæðis, svona upp á heimsóknir til mín, hvar gæti fólkið mitt lagt bifreiðum sínum? Það þarf að hugsa fyrir öllu. Ég sakna miðborgarinnar, það er mögulega í blóðinu, frumunum, að vera borgarstúlka, mamma ólst upp á Laugavegi 91. Unglingsárunum varði ég á Bollagötu, stutt niður í bæ, líka frekar stutt að burðast með 25 bækur frá bókasafninu við Þingholtsstræti. Svo bjó ég rétt fyrir ofan Hlemm, sirka 1982-1983, fín staðsetning og gott að hafa stutt í strætó, þurfti að skutlast með stráksa í pössun. Miðað við allar bæturnar sem sumt fólk hélt að ég fengi (þessar einstæðu mæður) hefði ég auðvitað getað tekið leigubíl á leikskólann og svo til baka í vinnuna, jafnvel þyrlu, og fengið mér styrjuhrogn í seinni morgunverð ... bara til að nota þessi gullhnífapör, áður en ég hélt til vinnu.
Myndirnar tengjast óbeint innihaldi þessa bloggs. Úr þessu í þetta væri jafnvel hægt að láta þær heita ... sjáum til.
Þetta kemur allt í ljós fyrr eða síðar. Mögulega fór ég í þetta brálaða fasteignastuð við að horfa á heimildamynd um forsetann okkar, bráðum fyrrverandi (snökt), á þungarokkshátíð í Þýskalandi ... svakalega skemmtileg mynd og ... ég sem hef ekki farið á útihátíð síðan ég veit ekki hvenær, er sjúk í að fara á Wacken, næsta ár eða þarnæsta. Ég Facebook-vingaðist við mann sem skipuleggur ferðirnar þangað og þar með er verkið hálfnað. Þangað til ... elsku Skálmöld núna 1. nóv. í Hörpu.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 50
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 877
- Frá upphafi: 1515972
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.