7.8.2024 | 16:48
Alveg óvæntar fyrirsætur ...
Kettirnir fögnuðu mér mátulega vel þegar ég kom þreytt en samt dásamlega endurnærð eftir dvöl í sumarbústað. Þeir höfðu haft það verulega gott, eins og myndir sem ég fékk sendar bera vott um. Mosi er betri fyrirsæta en ég hélt og Keli kemur líka rosalega á óvart (kossamyndin). Ég get farið að mokgræða á að bjóða þá fram í hin ýmsu verkefni í auglýsingageiranum. Kela líður svo greinilega miklu betur og farinn að daðra við úkraínska kattahvíslarann sinn. Blautmatur og verkjalyf gera greinilega kraftaverk á gigtveikum.
-------
Þreyta mín í gær stafaði af nokkuð langri setu í bíl í bæinn og svo fljótlega strætóferð í mestu rigningu sem ég hef upplifað (við Esjurætur), en mér tókst einhvern veginn eftir sýrlenskt kvöldmatarboð að búa til fb-síðu til að bjóða í afmælið á mánudaginn. Það vantar örugglega helminginn af þeim sem ég þekki og vil fá ... ég reyndi samt að draga úr fjöldanum ... ja, þessum er alltaf boðið en ekki mætt í tíu ár, gefa honum einn séns enn? Jaaaa ... eða hvað? Þreytan og syfjan sáu til þess að ég varð að fara aðra umferð og í kvöld fer ég þá þriðju yfir fb-vinahópinn. Held að ég hafi í einhverjum tilfellum bara boðið öðru hjóna, jafnvel því sem ég þekki minna ... Það er alveg hægt að móðga og svekkja fólk þótt maður ætli sér það ekki. Svo eru auðvitað ekki allir á fb ... og ekki næstum því allir sem sjá svona boð þótt það berist ... og enn er fólk á ferð og flugi, sérstaklega í útlöndum, held ég. Það væri mun hentugra að eiga afmæli til dæmis í september.
Mosi kom aftur við fyrirsætusögu eftir að ég kom heim, ég heyrði óhljóðin í frænda mínum sem hringdi frá útlöndum og Mosi stal senunni, ég hafði tyllt gemsanum þannig á borðið, upp við risabolla með pennum, að það var athyglissjúka kettinum í vil. Frændi kvartaði yfir því á eigin fb-síðu með því að taka skjáskot af símtalinu ... ef þetta er ekki lýsandi mynd fyrir kött sem þráir heitast að myrða vissan frænda.
Sumarbústaðaferðin var ekkert annað en brilljant, við vorum bara þrjú, stráksi, ég og systir mín. Rólegt og ljúft. Það var ekkert verið að stressa sig á að elda endalaust mat, grilla og slíkt, heldur fórum við út að borða (tvisvar), einu sinni á Mika í Reykholti og svo á stað á Flúðum þar sem mjög vel var fylgst með ÓL 2024, sýnt á tveimur tjöldum og hljóðið á hæsta ... sem fældi alla vega tvo ferðamenn frá. En kjúklingaborgarinn var fínn þarna. Svo skruppum við stráksi í kjörbúðina og ég gaf honum spilastokk ... og varð fyrir ferðamannaráni, það var mynd af eldgosi framan á pakkanum sem stýrði verðlagningunni. Hefði drengurinn ekki verið með sársaukafullan bambasvip hefði ég skilað stokknum sem kostaði yfir 3.000 krónur (venjuleg spil). Mér tókst að bjarga þremur bandarískum konum úr New York-ríki frá því að kaupa áfengislausan bjór í einhverri búð þarna og við tókum spjall saman. Ég sagði þeim að í fyrstu ferð minni til New York-borgar hefði sjálfur Dustin Hoffman gengið fram hjá kaffihúsinu þar sem ég var.
Sjúkk, gott að þú sagðir ekki Donald Trump, sagði ein konan, greinilega ekki aðdáandi annars forsetaframbjóðandans westra. Stöllur hennar voru sammála henni og sögðust vongóðar um að Kamala næði sigri. Þær ferðuðust ódýrt, virtist vera, gistu á tjaldstæðum og borðuðu mat sem þær keyptu í sem ódýrustum matvöruverslunum og elduðu í tjaldinu. Þær höfðu þó borðað í Mika og voru ánægðar með matinn þar, og hrósuðu líka einhverjum veitingastað í Vík í Mýrdal. Þeim fannst verst að vera að fara heim aftur fljótlega og missa þannig af eldgosi. Hvernig ætli mér hafi þá liðið ... að vera í sumarbústað á Suðurlandi og geta ekki fylgst með Reykjanesskaga frá höfuðstöðvunum í himnaríki, séð út um gluggann minn hvort væri komið gos eða ekki ... Mér leið alveg ágætlega reyndar og mjög hefur dregið úr sumarbústaðaandúð minni og -fordómum eftir þessa ljúfu daga. Rigningin sá til þess að lúsmýið lagði ekki í okkur sem var af hinu góða. Ég veit ekki hvort ég hef sætt blóð sem lokkar þær að, því ég hef hreinlega aldrei gefið færi á mér.
Facebook:
- Víst er hún karlmaður. (ÓL 2024)
- Víst var þetta hælisleitandi. (Bretland)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 50
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 877
- Frá upphafi: 1515972
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.