Ótraustar veðurspár og frægt fólk sem missir vitið

Er komið eldgosKötturinn Keli (14) er í aðalhlutverki þessa dagana þótt hann eigi ekki afmæli fyrr en eftir rúma tíu mánuði. Hann neitar að éta, líka uppáhaldsmatinn, svo hann finnur greinilega til. Eitt ráðið fyrir gigtarsjúklinginn var að blanda verkjalyfjum í sósuna af uppáhaldsblautmatnum sem hann lítur ekki lengur við, en kannski er þetta bara kvefið. Hann hnerrar svolítið en drekkur mikið vatn svo ég er aðeins minna kvíðin. Hann hafði fitnað svolítið eftir að ég fór að kaupa aðra urinary-tegund af blautmat (Hill), sem hann græðir vonandi á, meðan ég bíð eftir að morgundagurinn renni upp og ég geti hringt í dýralækninn. Ég tróð einum bita af mat upp í Kela áðan, sem hann kyngdi og var ekkert fúll yfir því, svo ég kannski treð meiri mat í hann á eftir. Ömurlegt þegar dýrin manns veikjast. Keli I sem ég átti á Hringbrautinni veiktist illa af flensu og þurfti að læra upp á nýtt að éta, þá tróð ég í hann fiski og hrísgrjónum sem ég stappaði saman. Svo gerði hann sér lítið fyrir, kannski ári seinna, og fékk krabbamein, aðeins sex ára, og ekkert bauðst nema að láta lóga honum. Ekki svo löngu seinna kom Tommi á heimilið, flutti með á Skagann og dó í frekar hárri elli (15 ára) og mánuði seinna kom Keli II, sem áhyggjur mínar beinast að núna.

 

MYND: Fyrr í dag hélt ég að eldgos væri byrjað á Reykjanesskaga. Svo var þetta bara skemmtiferðaskip! Skýin hjálpa nákvæmlega ekkert, hvorki séð með berum augum eða í gegnum vefmyndavél. Sjá mynd. 

 

Engin hætta ...Fjölmenningin mun sjá til þess að afmælið á morgun verði með besta móti. Önnur sýrlenska fjölskyldan mín skutlaði mér í búð í dag til að kaupa gosið og eitthvað smotterí annað sem ég gleymdi að panta í Einarsbúð á föstudaginn, jarðarber ekki til, en það verður bara að hafa það. Hin fjölskyldan mín (í næsta húsi) kom með kúfaðan disk af mat sem eiginmaðurinn eldaði, verulega gott ... eins og þau hafi vitað að ísskápur himnaríkis væri tómur (það þarf að hafa pláss fyrir tertur og gos) og hér væri bara skyr á boðstólum. Dásemdin mín frá Litháen mætti svo með marensrúlluterturnar áðan ... svo allt er nánast tilbúið hérna megin hafsins. Inga og Hilda taka svo við hjálparkeflinu á morgun. Elsku yndin.

 

Hættulegt veðurÉg biðst innilega afsökunar á veðrinu á morgun. Ég bað alls ekki um gula veðurviðvörun á Austurlandi ... heldur vonaði bara (mjög heitt) að það yrði ekki of heitt á Akranesi. Mögulega er einhver á Austurlandi með svipaða ósk og er í meiri klíku en ég. Mér hefði seint verið fyrirgefið ef ég hefði fært Skagamönnum vont veður. Myndin af veðurfræðingnum er reyndar ekki ný en sýnir mjög vel hversu mikil dramatík ríkir í veðurheimum. Maður skyldi aldrei ögra veðrinu, heldur sýna auðmýkt ... sem ég hef þurft að gera allt of oft þegar hitinn ætlar allt lifandi að drepa og sólin sýnir enga miskunn.

 

P.s. Kíkti á veðurspár morgundagsins í lokin. Er í losti, yr.no sýnir sól á morgun, á köflum reyndar. Ekki mjög heitt, 10-13 gráður ... Vedur.is hótar ekki sól en ögn hærri hita. Er engu að treysta?     

---

 

Hvað er í gangi á Facebook?

Fræg manneskja sem hefur í raun og veru misst vitið?

 

Þessi voru oftast nefnd:

- Elon Musk

- Russel Brand

- Rosanne Barr

- J.K. Rowling

- Kanye West

- Tom Cruise

- Joe Rogan og Jordan Peterson

- James Woods

- Hulk Hogan og Gary Busey

- Donald Trump

- Rudy Guiliani

- Charlton Heston

- Jon Voight

- Mel Gibson

- Madonna og Britney Spears

- Robert Kennedy Jr.

- P. Diddy 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 49
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 876
  • Frá upphafi: 1515971

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 732
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Í Ikea
  • Wu Tang-sokkarnir
  • Mikið labb

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband