19.8.2024 | 19:14
Keli allur ... annir fram undan og ótrúleg uppgötvun
Íbúum himnaríkis fækkaði um einn í dag þegar Keli flutti á hinar eilífu veiðilendur og eltist þar við flugur allan daginn, vona ég. Hér voru flugnaveiðar leyfðar en ekki í stórum stíl. Hann var orðinn góður af kvefinu og virtist ætla að hrista af sér slappheit undanfarinna daga en í gærkvöldi og morgun var útséð með að hann næði heilsu. Dýralæknir staðfesti það. Það er ömurlega sárt að missa dýrin sín og ég mun sakna Kela sárt og hugga mig við að hann átti gott líf í himnaríki. Við Einar sóttum hann í Kattholt í september 2011 og vissum að hann væri styggur og hræddur eftir erfiða lífsreynslu. Hann fannst ofan í gjótu í Heiðmörk, í poka með fleiri kettlingum og bjó í Kattholti í góðu yfirlæti næstu mánuðina ásamt Sokka, hinum kettlingnum sem lifði af. Þetta litaði allt hans líf, fyrstu árin þaut hann í burtu ef einhver hreyfði sig of hratt, faldi sig ef einhver kom, og það mátti ekki halda á honum lengur en í nokkrar sekúndur. Í morgun mátti ég taka hann í fangið og knúsa, lengi, lengi, og ég vissi að þetta væri í fyrsta og síðasta sinn. Ég get seint fullþakkað Hildu systur fyrir alla hjálpina í dag.
Keli var fyrst og fremst góður, bæði við menn og dýr. Það var eins og hann skildi ef einhverjum leið illa, ég man þegar ungur maður, nýlega fráskilinn, kom í heimsókn, og hinn styggi Keli hélt sig nálægt honum allan tímann, tók sér stöðu við fætur hans og malaði. Styggðin fór smám saman af honum með árunum og þegar komu gestir vildi hann heilsa almennilega upp á þá. (Sjá mynd af honum með Önnu vinkona af Tene þar sem þau ræða heimsmálin vorið 2023). Hann var alfa-kötturinn á heimilinu og nú býst ég við að sá næstelsti taki við, Krummi, en ég er samt ekki viss. Kannski mun ríkja jafnrétti. Þeir voru báðir mjög skrítnir í fasi síðustu dagana, vegna veikinda Kela og borðuðu lítið, honum til samlætis. Nú eru þeir rólegri, hafa ekki leitað að honum, eins og ég bjóst við. Það gæti auðvitað breyst. Ég man hvað Tommi skældi mikið eftir að Fjóla dó en hún hafði gengið honum í móðurstað. Eftir að Tommi dó, 15 ára, kom Keli. Mér finnst afar ólíklegt að ég bæti við ketti, ég er ekkert unglamb (well) en ég geri fastlega ráð fyrir að lifa lengur en Krummi (13) og Mosi (10).
Nóg verður að gera á næstunni ... ég reyndar frestaði Reykjavíkuferð sem átti að fara á morgun til að skoða íbúðir, ekki í nokkru skapi fyrir það ... en á miðvikudaginn er fyrirhugað stutt ferðalag með góðum vinkonum. Um helgina verður brunað norður á land - í brúðkaup hjá dásamlegu fólki. Svo er annað brúðkaup í september ... á höfuðborgarsvæðinu.
Ég verð að viðurkenna að ég er pínku smeyk við að hella mér út í að skoða íbúðir og gera tilboð þótt keðjan mín hafi mjakast vel áfram undanfarið, og fasteignasalinn minn hvatt mig til þess. Mögulega er ég bara hvekkt eftir að hafa misst af íbúðum sem ég hefði vel getað hugsað mér að búa í. Sú fyrsta kom áður en ég hafði sett himnaríki á sölu - og viðkomandi vildi ekki einu sinni að ég sendi inn tilboð!!!
Eftir gott spjall við síðustu gestina í afmælinu fyrir viku var nú samt ákveðið að skella sér í að skoða nokkrar (sem átti að verða á morgun) ... hún talaði af reynslu sú sem ætlaði að fara með mér, að íbúðin sem hún endaði með að kaupa hefði ekki verið á óskalistanum en henni leið bara svo rosalega vel þar um leið og hún gekk inn.
Einhver síða á netinu safnar saman fasteignaauglýsinginum, ég rakst á það hjá konu sem var hreint ekki hrifin af því að vita að síðustu heimili hennar væru þar til sýnis. Ég veit ekki af hverju, en mig langaði að kíkja á gömlu íbúðina mína á Hringbraut, hvort hún hefði skipt um eigendur og hvort einhverju hefði verið breytt. Jedúddamía, ótrúleg uppgötvun, kannski ekki beint rosalegar breytingar, það er sama eldavélin og sömu veggirnir, en vá, hversu hræðilegt var að mála innihurðirnar (frá c.a. 1935 eða fyrr) rauðar! Ég var vissulega spurð að því, þegar ég gerði íbúðina upp 1995, hvort ég ætlaði ekki að mála þær, að minnsta kosti skipta um hurðarhúna!!! Nei, alls ekki, sagði ég. Myndin sýnir hvernig hurðirnar voru þegar ég seldi Hringbrautina. Tveir fataskápar hægra megin.
Það hefði bókstaflega mátt breyta öllu þarna, bara hlífa hurðunum. Sum húsgögn geta orðið flott máluð, og sumar hurðir, sjaldnast góð antík þó, en þetta voru menningarverðmæti, upprunalegar hurðir, vantar um áratug upp á að verða 100 ára ... Ég fékk einu sinni gefins gamla kommóðu sem hafði verið máluð gul, ekki skærgul þó, og það fylgdi sögunni að hún hefði verið með alls konar pjátur ... útskurð og annað pjatt, sem hefði samviskulega verið fjarlægt og gerð almennileg mubla! Fegin að hafa ekki séð þessa kommóðu áður, ég ætti hana sennilega enn ef hún hefði fengið að vera í friði. Svona er nú smekkur misjafn. Um og upp úr 1980 áttu flest hús að líta út eins og sumarbústaðir að innan ... málning var þvílíkt tekin af timburveggjum - þetta var æði ... í dag myndi ég mála - en aldrei, aldrei svona verðmæti.
Að lokum sendi ég baráttukveðjur til þriðjungs þjóðarinnar sem þarf að upplifa heitavatnsskort í einn og hálfan sólarhring á höfuðborgarsvæðinu. Skildist að flóknar leiðbeiningar sem komu fram í gær, hafi verið ætlaðir íbúum einbýlishúsa en að flækjustigið sé minna í blokkum. Bara láta heitavatnskranana alveg í friði ... Tryggingafélögin hafa lýst yfir kvíða, skiljanlega.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 43
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 870
- Frá upphafi: 1515965
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 726
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.