27.8.2024 | 23:40
Óvissuferð farin, kvenmerkt WC en samt ... og hræðilegasti Bondinn
Óvissuferðin var farin í dag, eins og við gellur í Hekls Angels höfðum planað, og haldið beinustu leið til Borgarness á Landnámssetrið. Vanafestan ein stjórnaði því að við tengdum ferðina við óvissu, því í síðustu viku var leyndarmálið opinberað um áfangastað eftir að ferðin var stytt verulega í annan endann.
Við komum í hús það snemma að heilar sjö mínútur voru í að eldhúsið opnaði. Þær liðu mjög hratt og alls ekki mikið seinna vorum við komnar með fínasta mat á borðið. Ég valdi mér fisk dagsins sem var karfi og hann var alveg upp á tíu. Þjónustan svakalega góð og ljúf en pissiríið á tveimur okkar (2/3) var skrambi "spennandi" þarna í lokin. Minnug spræns síðan á sunnudag, þar sem nánast ómögulegt var að læsa (þrjú salerni, það í miðið bilað og næstum lögguborði fyrir því) svo ég valdi það fremra í kvöld. Það þurfti verulega krafta til að loka dyrunum að básnum en eftir að það tókst var auðvelt að læsa, ég vonaði að ég gæti opnað. Eftir virðulega bununa greip ég í tómt þegar ég ætlaði að teygja mig í pappír. Ég flissaði innra með mér, hahaha, reynið bara, hugsaði ég, fór ofan í Mary Poppins-töskuna mína og sótti hvíta bréfþurrku. Þegar ég var að þvo mér um hendurnar á eftir mætti hinn Hekls Angels-meðlimurinn sem var í spreng og ég benti henni á salernisklefann úti á enda. Ég myndi standa vörð þar sem hún gat ekki læst, og hrinda öllum hranalega í burtu, lofaði ég. Þegar hún var búin kom hávaxin gullfalleg útlensk kona sem við vísuðum beinustu leið á wc-pappírs-básinn en sögðum henni að ekki væri hægt að læsa. Hún var langleggjuð og taldi sig geta notað tærnar til að halda lokuðu.
Að svo búnu yfirgáfum við þennan annars frábæra stað sem þyrfti að láta laga kvennasalernin ... ekkert skítugt samt. Viss Sigmundur D.G. hefði átt að vera staddur þarna og sjá hremmingar á sérmerktu-konum-salerninu en í gær skrifaði hann pistil um hinar góðu Færeyjar þar sem enn væru sérmerkt salerni fyrir karla og konur - svo konur gætu notið þess að pissa í friði fyrir körlum, eitthvað slíkt ... Mig langaði svo að kommenta (við SDG erum ekki fb-vinir) ... segðu að þú sért transfóbískur án þess samt að segja það. Því þannig var færslan hans. Ansi hreint forpokað hjá þingmanninum sem er ekki einu sinni orðinn fimmtugur. Hvað ætli ég hafi oft pissað á bensínstöðvaklósettum fyrir öll kyn eða heima hjá vinum og vandamönnum og það er ekki oft sem ég verð vör við útpissuð klósett ... líklega bara einu sinni sem ég upplifði alvarlegt atvik, þegar ég þurfti að þurrka af setinu - í heimahúsi, einn pabbi, þrír nánast uppkomnir synir ... og húsmóðir sem hafði greinilega fulla stjórn á skapsmunum sínum eða var á róandi lyfjum, mögulega alltaf full þótt hún virkaði edrú í þessari einu heimsókn minni þangað. Ég hefði aldrei getað lifað við svona pissirískarlafruss. Kannski var heimilið nöldurlaust, það getur alveg verið.
Dagurinn hefur farið í að skoða íbúðir á netinu og á fimmtudaginn verður rokið í að skoða. Ég víkkaði út leitina, leyfði höfuðborginni að fljóta með, og ekki bara 101 og 107, heldur fleiri póstnúmerum. Mögulega er ég búin að finna draumaíbúðina ... hún er svolítið hátt uppi (6. hæð) og af því að hún er í fokkings grónu hverfi sést ekki yfir borgina, eins og ætti að gera, fyrir rosalega háum trjám!!! Úr hinum hluta íbúðarinnar, sem snýr í aðra átt, eldhús og svefnherb., er þetta fína útsýni og þar fæ ég mína heittelskuðu steinsteypu og svolitla bílaumferð sem bónus. Tré eru svo ofmetin. (Ókei, ég er mögulega að stríða minni gróðurelskandi Ingu vinkonu). Grænt er alveg flott stundum.
Tvær aðrar íbúðir, sæmilega hátt uppi, verða einnig skoðaðar og svo ætlaði ég að kíkja á eina skammt frá Hlemmi, algjöra miðborgaríbúð, pínkulitla samt, en það gengur nákvæmlega ekkert að ná í fasteignasalann! Prófa áfram á morgun. Sá sem sýnir mér mögulega draumaíbúðina á fimmtudag sendi mér SMS með staðfestingu á tíma núna upp úr kl. 23, þeir vinna ansi mikið, þessar elskur. Ég skila himnaríki af mér í október, þessi mest spennandi er laus 1. okt. en hinar eru, held ég, þegar lausar eða mjög stutt í það. Einn fasteignasalinn sem ég ræddi við í dag tjáði mér að sumir sem eru að selja, nenni ekki að leyfa fólki að gera tilboð nema það sé í mínum sporum, búið að selja og ekkert með fyrirvara. Ég mun samt örugglega skæla af söknuði eftir himnaríkisútsýninu ...
Ég er afskaplega þakklát DV fyrir að hafa gripið fasteignaauglýsinguna mína fyrir himnaríki og gert "er þetta frétt" í Fókus, undir Stjörnufréttir, held ég alveg örugglega ... um að gosútsýnisíbúð Gurríar væri til sölu. Það jók heldur betur áhuga fólks í þessari og íbúðin seldist í kjölfarið. Hægt væri að tala um klíku, vissulega, en munið nú samt að ég vann hjá DV árin 1982-1989 þegar DV var á fjórum hæðum í Þverholti 11 og síminn var 27022, en allir sem ég vann með þá eru hættir.
Fólk sem kemst í Stjörnufréttir er, held ég, aðallega "áhrifavaldar" eins og við sem bloggum eða dinglum okkur á Instagram. Ég veit með nokkurri vissu að fjöldi fólks hefur snúið sér að kaffi í stað annarra drykkja og mér dettur ekkert annað í hug sem skýringu en mitt eigið blogg sem hefur dásamað kaffi árum saman. Það er kannski enn sterkara og trúverðugra að ég fæ ekki krónu fyrir eitt eða neitt og hvorki skyr né snyrtivörur, eins og ég ætti samt skilið. Þess í stað, mögulega, fæ ég kannski aldrei að koma aftur til Borgarness af því að ég nöldraði yfir vel þrifnum en hálfbiluðum klósettum í Landnámssetrinu.
Að lokum ...
Fannst á Facebook
Jæja, nú skaltu velja þann hræðilegasta leikara sem þú gætir hugsað sér til að leika James Bond ...
Fjölmörg svör bárust og margt fólk um þann sama. Ég þekki ekki nöfn tveggja eða þriggja tilnefndra til hræðilegs Bonds (sá efsti var einn af þeim og ég fann mynd af honum) og athugasemdirnar með eru EKKI mínar, vonandi eru nöfnin rétt skrifuð:
- Sean Astin, samt elska ég hann. (SJÁ MYND)
- Danny DeVito þótt hann yrði rosalega skemmtilegur Bond.
- Will Ferrell.
- Tom Cruise, myndi ofleika, að vanda.
- Gilbert Gottfried heitinn, bæði frábær og hræðilegur Bond.
- Kirk Cameron.
- Woopie Goldberg.
- Nicholas Cage, en ég myndi samt horfa.
- Eliot Gould.
- Steven Seagal.
- James Corden.
- David Hasselhoff.
- Robin Williams.
- Adam Sandler.
- Rowan Atkinsson, þótt hann sé meiriháttar.
- Woody Allen.
- Tom Hanks ... ekki séns.
- Roseanne yrði sæmilega hræðileg sem Bond.
- Steve Buscemi.
- Kevin Costner.
- John Wayne.
- Meryl Streep, hún fengi samt pottþétt Óskarstilnefningu.
- Russel Brand.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 43
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 870
- Frá upphafi: 1515965
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 726
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.