5.9.2024 | 00:04
Óskalag í klippingu og minnisstæðir kennarar
Veikindapési ertu að verða, frú Guðríður Hrefna, sagði ég illskulega við sjálfa mig í morgun, eftir hóst, snýt og almenn slappheit. Reis úr rekkju eftir langa mæðu og skánaði ögn í kringum hádegið. Ekki versnaði líðanin við tvær útrunnar flensupillur undir klukkan tvö. Almenn fegrun á hári beið mín í Classic-hárstofuhúsinu sem sumir kenna við apótekið eða Bónus. Ég fékk neyðartíma í klipp og framköllun á andliti svo líklega fara ungu strætóbílstjórarnir að okra á mér, í stað þess að gefa mér afslátt ...
Mynd: Svona held ég að ég hafi litið út eftir framköllun á andliti og klippingu á hári með undirleik Skálmaldar undir klukkan þrjú í dag. Svona getur nú gervigreindin komist nálægt sannleikanum. Nema hún gleymdi strípunum algjörlega.
Þetta var síðasta klippingin mín í Classic, sem íbúi á Akranesi, og ég spurði hvort ég fengi ekki óskalag í tilefni af því. Verulega angurvær og rómantísk lög óma vanalega um hárstofuna og ég spurði lævíslega í von um að hármeistarinn héldi að ég væri að biðja um eitthvað slíkt: Má ég kannski fá Hel með Skálmöld og Sinfó? Ég vissi að bara ég, mótorhjólalið og stöku smekkheitafólk á tónlist vissi hvers konar dásemd það lag væri. Jú, auðvitað, sagði Anna Júlía en ég vissi að hún gæti auðvitað ekki spilað það, viðkvæm dýrabúð þarna rétt við, einnig apótek og pítsustaður, það yrði allt vitlaust.
Þegar ég var komin með fínan lit á augabrúnir og augnhár skömmu seinna, og mál til komið að klippa, heyrði ég reyndar upphafstónana í óskalaginu mínu. Hármeistarinn hlustaði eitt augnablik og setti svo stúlknamet í töffaraskap þegar hún sagði: Það þarf að hækka þetta! Verslanamiðstöðin titraði svo sem ekki, það var ekki hægt að hækka nógu mikið til þess, því miður, en ég titraði þeim mun meira af gleði - ekki bara yfir tónlistinni, heldur sá ég svo sæta konu í speglinum. Nú grunar mig fastlega að ég fái afslátt á laugardaginn þegar við stráksi tökum strætó í bæinn.
Myndasyrpa: Annars er alveg ótrúlega misjafnt hvernig fólk myndast. Elsku Keli köttur virkaði stundum svo ótrúlega breiður á öllum myndum en var alltaf grannur og fitt. Við áttum það sameiginlegt. Ég sé gullfallega konu í speglinum og líka þegar ég tek sjálfu (eða fæ gervigreind í verkið), en ef önnur manneskja tekur myndina er ég óþekkjanleg, og finnst óþægilegt að ljósmyndarinn noti bæði víðlinsu og hrukkugerðarfilter, mjög sennilega samsæri til að brjóta mig niður, en það tekst nú samt ekki. Átakanleg myndasyrpa hér sýnir nákvæmlega hvað ég þarf að glíma við.
- - - - - - - - - - - - - -
Elsku frábæri Haukur Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, er látinn. Hann stjórnaði kirkjukórnum hér á Akranesi í eldgamla daga ... ég elti mömmu á kóræfingar og sem dæmi um metnað hans lét hann kórinn æfa Stabat Mater eftir Pergolesi. Það var uppáhaldstónverkið mitt þegar ég var átta eða níu ára. Kórinn tróð upp í sjálfu sjónvarpinu með verkið. Það finnst á YouTube og ansi hreint gaman að sjá mömmu svona kornunga og einbeitta. Þetta er reyndar ofboðslega hátíðlegt og trúarlegt, presturinn á Akranesi tók þátt í þessu í sjónvarpinu líka.
Við systkinin vorum send í tónlistarnám, Mía systir, verulega hæfileikaríkur músíkant, fékk Hauk sem sinn píanókennara og í dag kennir hún sjálf tónlist og músíkþerapíu. Mínir hæfileikar lágu svo sem ekki þarna, mig dreymdi um að verða leikkona, söngkona, dansmær eða ljósmóðir. Í tónlistarskólann skyldi ég samt fara og var svo heppin að fá ljúfa og eftirláta norska konu sem kennara, hún lagði sannarlega ekki þungar tónlistarbyrðar á mig ... en þegar Haukur leysti hana af í eitt skipti sem hún var veik, lét hann mig æfa þrjú alveg hræðilega þung lög fyrir næsta tíma (og ég bara níu ára!!!). Hefði sko frekar vilja lesa bækur en æfa mig á píanó og varð sérlega þakklát fyrir að hafa eftirlátu konuna sem fasta kennarann minn. Ég kann reyndar enn lögin þrjú sem Haukur lét mig læra og eflaust miklu fleiri ef Haukur hefði kennt mér oftar því seinna sá ég heilmikið eftir letinni og væri alveg til í að geta spilað almennilega. Það kom oft fyrir að við Haukur hittumst á förnum vegi löngu síðar, bæði á Akranesi og síðar í Reykjavík og alltaf jafngaman að hitta hann og spjalla við hann. Yndislegur maður sem skilur mikið eftir sig. Blessuð sé minning hans.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Á Facebook:
Ég er að spá í að gerast veðurfræðingur erlendis. Er enn að velja hvort ég mun breyta nafni mínu í Dooolittle Væta eða Steve Sunnanátt. (PG)
Ógleymanleg orð sem kennarinn þinn sagði við þig ...
- Guðríður, helltu úr þinni andlegu ruslafötu og segðu okkur hvað andlag er. (Séríslensk sönn saga úr Vörðuskóla)
- Rithönd þín er óaðfinnanleg og útskýringarnar úthugsaðar. Ég vildi bara óska þess að svör þín væru rétt.
- Ég spilaði fótbolta í framhaldsskóla, var lágvaxinn og klaufskur en aldrei spilað áður fótbolta. Íþróttakennarinn kom fram við mig á sama hátt og hina leikmennina sem gaf mér mikið sjálfstraust, 25 árum seinna hugsa ég enn fallega til hans.
- Þú átt enga möguleika til þess, sagði kennarinn þegar ég talaði um hvað mig langaði að verða í framtíðinni. Tólf árum seinna er ég kominn þangað sem draumarnir báru mig og gott betur. Takk, frú S.
- Ég er með augu í hnakkanum! Hversu ógeðslega krípí.
- Þú getur orðið frábær kennari, sagði kennarinn við mig í grunnskóla. Nú hef ég starfað sem kennari í tólf ár.
- Hann reyndi að afhomma mig með því að segja: Ekki vera eins og stelpa. Þú ert fæddur til að pissa standandi!
- Freddy Mercury dó af því að hann var samkynhneigður. Guð var að refsa honum.
- Hvernig borðum við fíl? Jú, við tökum einn bita í einu. Kennarinn að segja okkur hvernig við ættum að fást við yfirþyrmandi verkefni.
- Farðu í framhaldsnám, þú hefur aldeilis gáfurnar til þess.
- Þú ert jafnþokkafull og óléttur fíll!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 22
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 849
- Frá upphafi: 1515944
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 711
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.